Það var allt hvítt úti þegar ég vaknaði í morgun... svo friðsælt og snyrtilegt... Ég er nú yfirleitt ekki svona róleg út af snjó, en með því fyrsta sem ég las í fréttunum með morgunköffunum mínum var að það ætti að rigna á morgun, svo ég læt vera að fjargviðrast eitthvað í þetta skiptið... geymi það þangað til næst Kveiki bara á kertum og hef það notalegt... inni
Lagaði vel til í myndunum mínum hérna á blogginu, langt síðan ég hef gert það Setti inn nýjar myndir af sonarbörnunum og svo líka myndir af stelpunum mínum í SvíþjóðÉg er svo rík af dætrum... ég á eina dóttur, tvær tengdadætur, tvær sonardætur og eina dótturdóttur Þær eru alveg helmingi fleiri en karlkynsafkomendurnir... tveir synir og einn sonarsonur... Og svo luma ég á fleirum... ég á nefnilega líka tvö yndisleg ömmubörn í Reykjavík... Ingu Mæju og Eirík Ég flokkast sko garanterað sem skrilljarðamæringur í afkomenda deildinni
Er svona svolítið í laumi farin að hlakka til jólanna... og það lagaðist ekkert við að fá hreinan og fallega hvítan snjóinn Virkilega farin að skima eftir jólagjöfum... held það sé það skemmtilegasta við jólaundirbúninginn... en allt hitt er samt svo ofsalega gaman líka... Er nú samt ekki alveg farin að spila jólalögin... en það styttist allverulega í það...
Heilsan mín er ekki algóð... en ekki alslæm heldur Fékk að vita í gær að aðeins örfáir af þeim sem fara í svona Gammageislahnífsdæmi, eru viðkvæmari fyrir geislunum en aðrir... og ég þurfti endilega að asnast til að vera ein af þessum örfáu... dæhs... En ég fer og hitti lækni í dag sem virðist hafa áhuga á að reyna að gera eitthvað fyrir þessa örfáu konu hérna... Hann talaði eitthvað um myndatöku og steratöflur... hm... kannski verð ég orðin dimmraddaður karlmaður þegar ég skrifa hérna næst.......... æi... nei, ég er ferlega ánægð með mig eins og ég er...
Eigið góðan dag elskurnar... það er skipun... ég ætla að hætta þessu bulli og fara að gera eitthvað... eða bara ekkert... eða kannski bara fá mér meira kaffi...
Skjáumst
Flokkur: Bloggar | 5.10.2011 | 10:47 (breytt kl. 10:49) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn. Hef nokkru sinnum "slysast" inn á þína heimasíðu og þá vaknar alltaf sú spurning, hvort þú eigir ættar að rekja til Húsavíkur. Getur verið að móðir þín hafi átt þar heima, í húsi sem hét og heitir Uppsalir? En þetta er kannski bara vitleysa. Anyhow, kveðja frá Sviss. Haukur Kristinsson
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 11:17
Sæll Haukur, gaman að þú skulir slysast hingað
Þetta er alls ekkert alveg út í hött hjá þér, en það er fyrri kona pabba Hólmfríður, sem er frá Húsavík... mamma hálfsystkina minna fjögurraPabbi átti svo mig og fjögur börn til viðbótar með seinni konunni. Við erum sem sagt 7 Dúadætur og 2 Dúasynir
Kveðjur til Sviss
Jónína Dúadóttir, 5.10.2011 kl. 11:34
Gott að hygge sig inni með kertaljós og góða bók Jónína mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2011 kl. 12:01
Kertaljós.kósý og kaffi:)
Ragna Birgisdóttir, 5.10.2011 kl. 12:07
Ásthildur mín: Já það er það....
Jónína Dúadóttir, 5.10.2011 kl. 12:30
Ragna mín: Nákvæmlega
Jónína Dúadóttir, 5.10.2011 kl. 12:31
Þú ert alltaf jafn dásamleg dúllan mín, og auðvitað varst þú ein af örfáum, svo einstök sem þú ert. knús í hús
Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2011 kl. 13:28
Ragna mín ég vil frekar rauðvín, er lítil kaffimanneskja
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2011 kl. 14:16
Ásdís mín: Oooo... takk, þetta var fallegt
Knús í þitt hús líka
Jónína Dúadóttir, 5.10.2011 kl. 14:49
Ásthildur mín: Ég fékk meðal annars rauðvínsflösku í afmælisgjöf, mundi með ánægju deila henni með þér...
Jónína Dúadóttir, 5.10.2011 kl. 14:50
Takk ljósið mitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2011 kl. 15:01
Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2011 kl. 17:26
Þú ert hreystikona Jónína mín. Það þarf nefnilega hreysti til að þora að láta ráðast svona á sig með geislasverði. Dáist að æðruleysinu með svima og alles. Vona að þú hafir það gríðarlega huggulegt í inniverunni :-)
Dagný, 5.10.2011 kl. 18:55
Dagný mín: Takk fyrir það mín elskuleg...Já segðu það nú og hafa ekkert til að verja sig meðÉg get ekki talið hve oft ég var ákveðin í að hætta við... fara ekkert út til Svíþjóðar... fara heim þegar ég var komin þangað... Og svo að stinga af af sjúkrahúsinu... en þá var ég bara ekki með veskið svo ég hefði þurft að labba alla leiðina heim á gistiheimilið... Þetta er nú öll hreystimennskan mín kæra...
Knús..... og hafðu það gott líka
Jónína Dúadóttir, 5.10.2011 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.