Smá uppfærsla... :-)

Dagarnir eru frekar rólegir hjá mér... allt með friði og spekt...Smile Mér hefur sem betur fer aldrei leiðst minn eigin félagsskapur og svo á ég líka svo góða að sem bæði koma og hringja og passa að mér leiðist ekki og svoleiðis...Kissing Mér líður í sjálfu sér ekki illa, ekki kvalin... bara að verða mjög leið og talsvert hissa á því hvað það gengur hægt að losna við afleiðingar af geislun, sem átti ekki að hafa neinar afleiðingar aðrar en þær að stoppa fjandans æxli í að vaxa...Shocking Ekki alveg að meðtaka kaldhæðnina í því...  ekki nóg að hafa eitthvað svona sjaldgæft leiðindadót í höfðinu, heldur þurfti ég líka að vera ofurnæm fyrir þessum geislum... sem er svo líka mjög sjaldgæft...Woundering Ég er að verða svo sjaldgæf að ég fer að komast í útrýmingarhættu...Tounge Ennþá með svima og leiðinda ójafnvægi sem ég er að reyna að læra á... eins gott að fara þá bara ekkert á marga staði á dag... þyrfti líklega að læra á hvern fyrir sig...Whistling 

Svo er ég að borða stera... þvílík uppfinning...GetLost Þeir eiga að eyða bjúg sem gæti hafa orðið eftir í mínum eðla haus eftir geislana... þá á sviminn að hætta og kannski jafnvægið að lagast líka...Joyful Ég hef aldrei borðað neitt sem gerir mig eins asnalega... ok, hef ekki prófað allt en ekki einu sinni áfengi gat gert mig svona...Grin Ég er svakalega ör, sveitt, óglatt, kalt, skelf, æði fram og aftur, fæ hausverk og hrikalegan hjartslátt... Shocking Til að fyrirbyggja nú allan misskilnin þá geri ég mér fulla grein fyrir því að það er mjög jákvætt að hafa hjartslátt... og ég er voða fegin að hann skuli vera þarna, en ég á ekki að þurfa finna svona svakalega fyrir honum...Tounge Og svo er ég auðvitað dauðuppgefin eftir allan darraðadansinn og á erfitt með að sofna á kvöldin... en þetta á að vera svona segir læknirinn... og þá höfum við þetta bara svona...Wink

Annars bara góð samt... fór og eyddi öllum brennivínspeningunum mínum í rándýra handavinnu í gær, á stórskemmtilegu kaffioghandavinnuhúsarölti með Auju systir og líður ferlega vel með þvíGrin  Sit samt ekki mikið við handavinnuna... á svolítið erfitt með einbeitinguna, en það lagast þegar ég er hætt að úða í mig þessu többlurusli... sjö dagar búnir, bara ellefu eftirWizard

Svakalegur munur svo að hafa ykkur öll hér á Feisbúkk og blogginu... annars væri ég mikið til sambandslaus, ég er nefnilega svo agalega léleg við að taka upp símann og hringja... það hefur ekkert lagastBlushTounge

Óska ykkur góðs og notalegs kvölds góða fólkSmileHeartSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku stelpa :) þú ert nottla one of a kind sko :D en þetta kemur allt, svo fer ég aaaalveg að koma í heimsókn! Kom reyndar um daginn og bankaði allt og barði...en þá svaraði mér enginn...reyni aftur sko ;)

knúz á þig stelpa

Jokka (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 19:40

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Takk fyrir það elskan mín...  Væri lööööngu komin til þín ef ég væri almennilega ferðafær.... Gæti hafa verið sofandi... eða einhver af mínum umvefjandi verndarenglum komið og sótt mig.... hringdu endilega á undan þér svo ég verði örugglega heima  

Jónína Dúadóttir, 16.10.2011 kl. 19:45

3 Smámynd: Dagný

Það fylgja því s.s. ekki eintómir kostir að vera svona sjaldgæf. Ég vona svo innilega að þú farir að losna við svimaótugtina svo þú fáir nú eðlilegan hjartslátt og hættir að æða um eins og ljón í búri.

Dagný, 16.10.2011 kl. 20:10

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Mmm... neibb, ekki bara kostir sko...  Þakka þér fyrir mín kæra... bráðum hálfnuð með többluógeðin... Já ég vona líka að þetta fari að lagast............ gefi mér einhver þolinmæði...... STRAX

Jónína Dúadóttir, 16.10.2011 kl. 20:14

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta lagast vonandi sem fyrst Jónína mín, það er hundfúlt að vera með svima,  Vildi að ég gæti sent þér þolinmæði á bara ekki nógu mikið af henni  En ég óska þér alls góðs mín kæra.  Og mikið geturðu skrifað um þetta ástand af miklum gáska og skemmtilegheitum.  Það er ómetanlegt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 20:56

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Þakka þér fyrir elskuleg mín, það efast ég ekkert um... ég reyni þá bara að spara mína þolinmæði svo hún endist aðeins lengur...

Æi...  já ég er víst svona og mér leiðist þetta alveg nógu mikið þó ég fari nú ekki að dreyfa því eins og skít á túni....  

Jónína Dúadóttir, 16.10.2011 kl. 21:01

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 21:26

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mikið vona ég að þetta fari að lagast fljótt. Þegar maður er búin að vera svona í þetta langan tíma finnst manni að maður muni aldrei skána, en þetta kemur allt. Þú verður farin að dansa og syngja jólalög áður en þú veist af! Er ekki annars alveg að koma tími á að spila jólalögin..? Allavega í laumi sko.. :Þ

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.10.2011 kl. 08:55

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jónína mín þegar þú ert dálítið niðri skaltu lesa bloggið hennar Maddýjar, það er lífsreynslusaga dauðans en svo falleg og svo góður endir.  http://tilfinningatorg.wordpress.com/2011/09/14/bergmal-og-bergheimar/ Frábær einstaklingur og dugleg að skrifa sig frá veikindum sínum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2011 kl. 10:24

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Já þetta verður orðið gott áður en ég veit af.... er nú aðeins farin að dilla mér sko.....

Segi bara þér það Sigrún mín og engum öðrum, að ég er sko aðeins farin að spila jólalög... svona eitt og eitt Treysti því bara að þú segir ekki nokkurri sálu frá því.....

Jónína Dúadóttir, 17.10.2011 kl. 11:38

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Mikið dáist ég að þessari konu...

Takk fyrir að benda mér á þetta....

Jónína Dúadóttir, 17.10.2011 kl. 11:39

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Já Maddý er hetja eins og þú og margir fleiri. Þetta eru hvunndagshetjurnar sem eru hinar raunverulegu hetjur, sem þurfa að takast á við sjúkdóma og sjálfa sig.  Það eru hin raunverulegu átök í lífinu.  Og með jákvæðni kjarki og baráttuvilja er hægt að gera hvað sem er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2011 kl. 12:26

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Vá þakka þér fyrir, þetta var virkilega fallega sagt Ég veit um fullt af fólki sem á hetjunafnbótina skilið... en mér finnst ég ekki vera ein af þeim... en það er allt í lagi... á meðan ég læt þetta vesen mitt ekki bitna á öðrum...

Jónína Dúadóttir, 17.10.2011 kl. 13:26

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndið mitt eina, þetta er greinilega erfitt en þú brosir þig í gegnum þetta, gott hjá þér að skrifa um þetta og lofa okkur að deila þessu með þér, vildi alveg losa þig við svimann í einn dag, en ekki meira, því svimi finnst mér hræðilegt fyrirbæri, farðu vel með þig dúllan mín knús í rokinu

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2011 kl. 17:59

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Tak elskuleg mín, svimanum held ég sjálf... tími honum ekki... mundi sakna hans of mikið.... eða svoleiðis

Er nú stundum svolítið fúl sko... en þá skrifa ég hér og veit að englahópurinn minn hér kemur og peppar mig upp og þá líður mér miklu betur

Knús úr snjó og kuuuuulda... gott að vera bara inni og prjóna jólakúlur

Jónína Dúadóttir, 18.10.2011 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband