... og langflest þeirra halda svo líka áfram að vera dásamlegt fólk þegar þau eldast og það er einmitt það fólk sem mér finnst svo agalega gott að hafa í lífi mínu... og ég hef stóran hóp af því... ég er alltaf svo heppin....
Hef auðvitað lært á langri ævi að það skiptir akkúrat alls engu máli hvort þessi dásamlegu börn sem verða að þessu dásamlega fólki eru skyld mér eða ekki... þetta hefur ekkert með blóðið að gera... eða gen eða líkamsbyggingu eða neitt svoleiðis... Þetta hefur til dæmis eitthvað með það að gera að fólk vill vera gott og gera vel... og pælir í því af alvöru þegar það kemst til vits og ára... Ég á barnabörn sem eru ekki blóðskyld mér en ég elska þau eins og þau væru það... Ég á vini og vinkonur sem ég elska eins og systkini og þau mig... ekki alltaf milljón % sátt við allt sem ég geri, sem er svo innilega eðlilegt... en þau hætta samt ekkert að vera vinir mínir... Svo á ég líka helling af systkinum sem eru ekkert öll endilega vinir mínir... en mér þykir samt vænt um þau öll Ég á systir sem talar ekkert við mig og henti mér út af FB, af því að ég sný alltaf svo gjörsamlega rammvitlaust að hennar mati og þá er ég bara ekki með lengur, henni nægir ekki að vera vinkona mín og vera bara sammála um að vera ósammála En maður segir sig ekkert úr ættbálknum og hún getur ekki hætt að vera systir mín og mér þykir vænt um hana, bara eins og hún er En svo á ég líka systur sem eru vinkonur mínar og ég get alltaf treyst því að þær elska mig bara eins og ég er, af því að ég er eins og ég er Lífsmunstrið er svo margvíslegt og þess vegna er líka svo rosalega gaman að taka þátt í því
Ég sit þessa dagana og prjóna jólakúlur úr léttlopa... akkúrat alls ekki nokkurt einasta gagn að því, bara gaman... og ég hef nægan tíma, í bili til, að vera algerlega gagnslaus og reyna að hafa bara gaman Það fer svo lítið af lopa í hverja kúlu að mér tekst að vinna upp helling af gömlum syndum í lopa og garndeildinni minni... Fór svo líka á bak við sjálfa mig og keypti mér ekki spes tróð til að setja inní þær, nota gamla afganga í það og losna við samviskubit yfir því að geyma þá bara... og kaupa mér svo alltaf nýtt og nýtt garn til að prjóna úr Mikið ofboðslega hreint er ég nú skynsöm... sko í þessu... allavega þessa dagana
Fékk mér þrekhjól um daginn... er orðin svo afspyrnu leið á að bíða bara eftir því að ég hressist og nái aftur upp þrekinu mínu, sem ég skyldi eftir í algjöru reiðileysi einhversstaðar á ofsalega löngu kjallaragöngunum á Karolinska sjukhuset í Stockholm... Endist nú ekkert lengi í hvert skipti... ennþá... en ef ég get nú stillt mig og mæli árangurinn kannski bara vikulega, en ekki á tíu mínútna fresti eins og mér væri trúandi til í minni óendanlegu óþolinmæði, þá á þetta nú að koma...
Hún Linda Björg 6 ára ömmustelpan mín spurði mig um daginn hvort ég ætlaði ekki að fara að gifta mig... "Eee... nei" sagði ég... "Af hverju ekki" spurði hún... "Æi, ég er góð bara svona, veist þú um einhvern sem ég gæti gifst" spurði ég... Já hún var með einn tiltækan, pabba eins skólabróður hennar vantaði konu... "Æi... nei, ég þekki hann ekkert" sagði ég... Þá kom þögn og ég hélt ég væri nú sloppin úr hjónabandssnörunni en þá sagði hún: "Amma ég veit, ég veit... þú getur gifst honum Pétri vini hans pabba... þú þekkir hann alveg" Dásamlega barn...
Eigið góðan dag elskurnar...
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegur pistill Jónína mín. Ég veit ég veit þú getur gifst honum Pétri.... Þessar elskur, þau spá mikið í svona hluti. En það er svo satt sem þú segir um kærleikann og væntumþykjuna hún fer hvorki í erfðir né blóðskyldleika, heldur bara ER
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2011 kl. 09:30
Ásthildur mín: Þakka þér fyrir mín kæra, þú ert alltaf svo yndisleg...
Jájá... ég get bara gifst honum Pétri sko... honum virðist nú samt ekkert koma það við
Já... kærleikurinn bara ER, þú kannt alltaf að koma orðunum að...
Jónína Dúadóttir, 20.10.2011 kl. 09:42
Gott að lesa pistilinn þinn
Það er svo yndislegt að prjóna bara eitthvað lítið og sætt, maður þarf ekkert að framleiða einhver ósköp
Gangi þér vel Jónína
Maddý Kr (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 10:13
Maddý Kr: Þakka þér fyrir, mikið er ég ánægð með það...
Já það er æði, þá líka kemur maður samt svo miklu eða öllu heldur "mörgu" í verk
Kæra þakkir og gangi þér líka vel
Jónína Dúadóttir, 20.10.2011 kl. 10:32
"Endist nú ekkert lengi í hvert skipti... ennþá... en ef ég get nú stillt mig og mæli árangurinn kannski bara vikulega, en ekki á tíu mínútna fresti eins og mér væri trúandi til í minni óendanlegu óþolinmæði, þá á þetta nú að koma" þessi setning er algjört yndi, mér finnst ég kannast við þetta pistillinn er reyndar í heild sinni þvílík snilld og sálarbætandi að ég held að það væri gott að lesa hann reglulega, helst einu sinni í viku. Barnabörnin þín eru náttl. algjört yndi, þvílík umhyggja fyrir elsku ömmu sinni að vilja finna mann handa henni. Gangi þér vel í kúlu gerðinni, fáum við ekki myndir ? svo segi ég bara að maður getur nú ekki annað en elskað svona konu eins og þig í klessu farðu varlega á hjólinu, heimaleikfimi getur verið varasöm
Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2011 kl. 11:29
Ásdís mín: Já kannastu eitthvað við svona óþolinmæði... held ég viti hverja þú ert að meina... nefnum engin nöfn en getur fyrsti stafurinn kannski verið "Ásdís"... ?
Þakka þér fyrir elskulega vinkona mín, þetta er nú aldeilis dásamlegt hól... og ég sem er bara að bulla það sem ég hugsa...
Ég set inn myndir... sko af jólakúlunum, ekki hjólakúlunni... þegar ég er komin með aðeins fleiri og búin að ganga fallega frá þeim
Love u 2 2 kless... (þú kenndir mér þetta)....
Jónína Dúadóttir, 20.10.2011 kl. 11:41
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2011 kl. 12:20
Ásthildur mín: Sömuleiðis takk...
Jónína Dúadóttir, 20.10.2011 kl. 14:23
Já, fyrsti stafurinn er örugglega Ásdís :):) góða nótt ljósið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2011 kl. 19:29
Ásdís mín: Góða nótt
Jónína Dúadóttir, 20.10.2011 kl. 20:44
Æ þessar elskur. Eintóm umhyggja. Og elskan fer sko ekkert eftir skyldleika. Mér þykir t.d. vænt um þig þótt ég hafi ekki einu sinni hitt þig ;o) (broskallarnir bilaðir hjá mér) Farðu rólega á hjólinu vinkona - þetta kemur allt með kalda vatninu. Njóttu bara jólakúlanna þangað til.
Dagný, 20.10.2011 kl. 21:06
Dagný mín: Já umhyggjan alveg í stríðum straumum....
Ég segi alveg það sama, mér þykir vænt um þig... og ábyggilega ennþá vænna ef ég kynntist þér nú í kjötheimum líka
Er svo sem ekkert að ofgera mér á hjólinu... hef ekki þrek í það, en strögla aðeins samt
Er að byrja á fjórðu jólakúlunni... svo undurgaman... knús inn í gott kvöld
Jónína Dúadóttir, 20.10.2011 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.