Það er bara alveg kominn desember... :-)

... að vísu fyrir um það bil 2 vikum síðan, er hver er svo sem að telja Wink Sjaldan verið svona jólalegt úti og inni fyrir jólin... eða kannski er það bara gullfiskaminnið mitt og ég sem erum eitthvað að leika okkur saman núna...Tounge Eða þá sú staðreynd að ég hef virkilega tíma til að taka eftir og njóta... hef ekkert unnið síðan í september og það hefur ekki komið fyrir áratugum saman að ég hafi ekki verið að vinna af mér rassg... þessa mánuði fyrir jól...Grin

Í gömlu vinnunni minni var alltaf langmest að gera í desember, allir... eða eiginlega frekar allar... vildu láta gera hreina alla skápa og glugga og ljós og helst veggi og loft líka...Shocking Það er sem betur fer búið að breyta reglunum verulega í þessari vinnu til þess að gera nú ekki algerlega út af við þær sem vinna við þetta... Og viðhorfin hafa breyst líka... og þau máttu alveg gera það... við kyndum ekkert lengur með kolum eða olíu svo það verður ekkert eins skítugt inni hjá okkur eins og í gamla daga...Joyful 

Búin að græja jólagjafirnar handa börnum og tengdabörnum og barnabörnum...InLove Og svo líka eitthvað svona fleira sem ég er ekkert að segja neinum frá... enda geri ég það mestmegnis svo peningarnir mínir skemmist ekki... þeir gera það ef þeir eru ekki notaðir... og auðvitað til þess að mér sjálfri líði vel... ekkert nema sjálfselskan og eigingirnin...Cool 

Er formlega búin að skipta um nafn á þessu langa, leiðinlega veikindafríi mínu... núna heitir það hinu virðulega nafni Vetrarfrí (á Unnur Arnsteinsdóttir-ísku) og eftir nokkra daga breytist það og heitir þá Jólafrí...(bara svona á íslensku)...Grin Ég er að hugsa um að fara í Jólafríið í kringum 20. desember... það verður alveg ný upplifun, man ekki til þess að ég hafi fengið jólafrí lengi... ekki á þessari öld allavegaTounge Jólafríið endist svo eitthvað framyfir áramótin og upp úr því ætla ég að fara að Vinna aftur... er að vísu búin að segja það nokkuð oft undanfarna mánuði, en ekkert verið að marka hingað til...GetLost Sko, jafnvægið mitt hefur alveg lagast... það mátti það nú líka... en mikið ósköp og skelfing gengur það nú hryllilega hægt... rauðvín og róandi næstum því alveg þaddna hinum megin við hoddnið bara... allavega með sama áframhaldi...Devil

Aðventan er yndislegur tími og ég vona innilega að sem flestir geti upplifað hana þannig... og það ætti alveg að vera hægt, flest eigum við eitthvað sem við megum alveg missa... eitthvað sem gæti þá komið sér vel einhversstaðar annarsstaðar... Heart 

Eigið góðan dag yndin mín öll...Smile 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góðan dag á þig líka Jónína mín, það mættu margir taka sér jákvæðni þína sér til fyrirmyndar, skemmtilegur pistill og þetta með fríin hreinasta perla

Þarna var auðitað líka sumarfrí, haustfrí og svo má skjóta skammdegisfríi inn þarna á milli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2011 kl. 12:41

2 Smámynd: Dagný

Þetta er ótrúlega jólalegt blogg ;o) Vona að óskirnar rætist og þú getir farið að vinna eftir jólafrí.

Dagný, 15.12.2011 kl. 12:57

3 identicon

Jú jú man alveg eftir geðveikinni í desember...þrífa allt og þá meina ég ALLT! kræst....er rosa góð núna ekki búin að þrífa einn einasta skáp í eldhúsinu...held samt að jólin komi sko :) og baka bara það sem mig langar í hehe...ekki skyldusortir "handa gestum"....og talandi um það...."nei má ekki borða þetta, bara handa gestum" pfff....börnin mín fá sko að allt saman, gestirnir fá þá bara minna eða ekki neitt ;)

Jólaknús yfir til þín þaddna sunnan megin við mig :)

Jokka (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 13:03

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Þakka þér fyrir mín kæra <3 :-)

Já það er hægt að njóta allra tegunda af fríum í þessu :-D

Jónína Dúadóttir, 15.12.2011 kl. 15:48

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Þakka þér fyrir... og þakka þér fyrir og þakka þér fyrir.... :-D

Jónína Dúadóttir, 15.12.2011 kl. 15:49

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Já ég gerði svona líka... það var ALLT skúrað fyrir jólin og svo var ég dauðuppgefin á aðfangadag... en það var allt rosalega fínt ;-) Hef alltaf bara bakað það sem börnunum finnst gott... en þar sem ég lærði mest til húsmóðurstarfsins, hjá tengdamömmu heitinni, þá var þetta svona... heimilisfólkið mátti í mesta lagi borða þær kökur sem mistókust, en þær voru sko ekki margar ;-) Svo hafði enginn lyst á öllum þessum kökum jóladagana af því að það var svo agalega margt annað líka :-D Jólaknús til baka elskuleg :-)

Jónína Dúadóttir, 15.12.2011 kl. 15:53

7 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Þú ert bara yndisleg elsku stóra systir!!! :) Helv** gott þetta með peninga sem skemmast hahaha

Elska þig, hugsa um þig og vona að þetta fari nú einhvern tímann að lagast hjá þér!!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 15.12.2011 kl. 15:59

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín: Takes one to know one :-)

Takk yndið mitt, elska þig líka og er alltaf að hugsa til þín :-) Jájá... þetta lagast vonandi áður en ég dett í rauðvínið og róandi többlurnar allavega :-D

Jónína Dúadóttir, 15.12.2011 kl. 16:22

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert flottust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2011 kl. 18:10

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Ég vil helst ekki endurtaka mig ef ég kemst hjá því, en ætla að breyta út af venjunni núna: "Takes one to know one..." :-) Ekki með nægilegt hugmyndaflug til að þýða þetta svo það verði stutt og laggott :-D

Jónína Dúadóttir, 15.12.2011 kl. 19:17

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert yndi   "það þarf snillinga til að þekkja snillinga" hljómar það ekki vel?

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2011 kl. 19:36

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Jú það hljómar mjög vel... fæ að nota það :-)

Þakka þér fyrir yndið mitt :-)

Jónína Dúadóttir, 15.12.2011 kl. 21:57

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2011 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband