Áramótaheit hvað... ? ;-)

Datt það svona í hug í morgunsárið að þetta ár er víst að verða búið... þá þarf ma´r að fara að huga að áramótaheitinu/heitunum.... notTounge Tvisvar um ævina hef ég strengt áramótaheit... um síðustu áramót og líka þau þar á undan... og sömu heitin í bæði skiptin... Wink Strengdi þess heit að losna við þrennt óþægilegt úr lífi mínu... stóð við eitt af því fyrri áramótin og kláraði hin tvö snemma á þessu ári...Joyful Er alveg hrikalega góð með mig... og líður afskaplega vel með því... núna er lífið eins og ég vil hafa það...Grin 

Ætti samt kannski að strengja eitthvað eða einhver heit þessi áramót... og hafa þau þá á jákvæðu nótunum... þó það sé nú kannski ekki alltaf neikvætt að losa sig við eitthvað... það sem mér tókst að losa mig við í fyrri tilrauninni voru reykingarnarGrin Ég hef enga löngun til að strengja þess heit að losa mig við einhver kíló... fer nú ekki að spandera árámótaheiti á eitthvað svoleiðis...Tounge Ætti þá frekar að reyna að losa mig við eitthvað annað... þrjósku, óþolinmæði, fljótfærni... en það tæki líklega svo mörg áramót að ég væri löngu dauð áður en mér tækist að losna við það allt saman...Halo Þá er að finna eitthvað annað... heilsunni stjórna ég víst ekki núna, mikið búin að reyna það... fólki breyti ég ekki, hef lengi haft vit á að reyna það ekki... þá er bara ég sjálf eftir... ég finn eitthvað sem ég get fært til betri vegar...Wink

Annars er ég ferlega fín inn í daginn... og líka bara inn í nýtt ár ef því er að skipta...Joyful Er alger milljarðamæringur í fjölskyldufjársjóðum... á dásamleg börn og barnabörn og tengdadætur... yndislegar systur og frábæra vini... það er ekkert hægt að hafa það betraInLove

Það eina sem mig vantar er heilsan... til að geta farið að vinna og taka þátt í daglegu amstri og bara í lífinu eins og ég er vön...Cool Þar kemur óþolinmæðin mín aftur við sögu... ég veit alveg að mér batnar ekkert fyrr þó ég sé óþolinmóð... en ég verð samt ekkert þolinmóðari við að vita það...Pinch

Hætt þessu rausi og farin að skrifa á örfá jólakort... eigið góðan dag... þið ÖLLSmileHeartSmile 

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dúllan mín, þetta er svo ljúfur pistill.  Það er margt sem maður vildi breyta en ræður engu um, þýðir ekkert að spandera áramótaheitum á það.  Best er að vera lukkulegur hvern dag eins og hægt er og gera sér grein fyrir því að fjársjóðir þeir sem við eigum hér á jörð eru fólgnir í þeim sem standa okkur næst og við elskum mest.  Þú ert t.d. einn af síðari tíma demöntum sem ég hef rekist á og ætla ekki að týna þó svo að langt sé á milli okkar, kannski eigum við eftir að vera nær hvor annarri í ellinni, hvað vitum við?

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2011 kl. 11:50

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Þakka þér fyrir mín kæra vinkona :-)

Þetta er svo rétt og satt hjá þér... vildi að ég gæti skrifað svona... :-)

Talandi um fjársjóði þá ert þú einn af mínum dýrmætu fjársjóðum... og ég held fast utan um alla mína fjársjóði :-)

Já bara vonandi styttist fjarlægðin á milli okkar með árunum, segi eins og þú, hvað vitum við ? :-)

Knús inn í daginn...:-)

Jónína Dúadóttir, 18.12.2011 kl. 12:05

3 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Þú ert yndisleg kæra systir! Er með hugmynd að áramótaheiti...að koma til Jönköping! :)

Jóhanna Pálmadóttir, 18.12.2011 kl. 12:21

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég man ekki eftir að hafa strengt áramótaheit... Sjálfsagt allt í lagi að spandera í svoleiðis ef maður finnur eitthvað sniðugt og stendur við það, jafnvel þó það taki tvö ár í framkvæmd ;)

Mikið skil ég þig vel að hafa litla þolinmæði til að bíða eftir betri heilsu, en get samt alveg lofað því að það gerist smátt og smátt þrátt fyrir enga þolinmæði :) Hef alveg prófað það sjálf og það er sko þvílíkur munur þegar maður finnur heilsuna koma aftur.

Njóttu þess að vera innan um fjársjóðinn þinn og þú sjálf ert svo sannarlega einn af mínum fjársjóðum :)

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 18.12.2011 kl. 12:27

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2011 kl. 13:04

6 Smámynd: Dagný

Það er gott þegar manni tekst að efna áramótaheitin. Ég er löngu hætt að reyna - Eigðu góðan dag besta mín og enn betra nýár :o)

Dagný, 18.12.2011 kl. 13:28

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín: Takk og sömuleiðis krúsidúllan mín :-)

Löngu búin að ákveða að koma til Jönköping... bara ekki búin að ákveða hvenær það verður ;-)

Jónína Dúadóttir, 18.12.2011 kl. 13:38

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Reyni að lofa engu sem ég ætla ekki og/eða get ekki staðið við, gengur yfirleitt bærilega... :-D

Já sko svo var það þetta með þolinmæðina... mig vantar mikið af henni... strax :-))

Ég nýt fjársjóðanna minna og kann svo vel að meta þá og þú ert sko einn af þeim... þarf ekkert endilega alltaf að hafa þá hjá mér, bara vita af þeim... það er svo yndislegt :-)

Jónína Dúadóttir, 18.12.2011 kl. 13:43

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Ég get af einhverjum ástæðum ekki notað broskallana mína hérna í athugasemdagluggunum en ef ég gæti það þá mundi ég senda þér hjarta til baka... *hjarta* :-)

Jónína Dúadóttir, 18.12.2011 kl. 13:45

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: ... enn einn fjársjóðurinn minn :-)

Hef aldrei gert þetta fyrr en þarna... aldrei pælt í því... og í raun voru þetta kannski ekki beinlínis áramótaheit... hætti til dæmis að reykja rétt fyrir jólin þá... en eitthvað verður þetta að heita sko ;-)

Sömuleiðis mín kæra... bæði daginn og árið :-)

Jónína Dúadóttir, 18.12.2011 kl. 13:48

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Viltu ekki bara heita á þig að vera duglegri að blogga og gefa okkur hinum ljós inn í daginn, þú ert frábær Jónína mín og maður er alltaf léttari í skapi eftir að hafa lesið bloggið þitt.  Það er bæði auðvelt og velframkvæmanlegt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2011 kl. 14:28

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín:... og þarna skrifar einn af mínum dýrmætu fjársjóðum :-)

Þakka þér fyrir elskulega vinkona... það er vissulega stór gjöf til mín ef fólki líður vel að lesa rausið mitt... :-)

Já það er auðvelt að verða við því... :-)

Knús og *hjarta* :-)

Jónína Dúadóttir, 18.12.2011 kl. 15:51

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þannig er það bara elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2011 kl. 16:27

14 identicon

Tek undir með að þú mættir alveg blogga meira Ninna mín, svo askoti góður penni eins og sagt er. Held að það sem þú losaðir þig við hafi mátt missa sig. Heilsan hlýtur að koma með nýju ári og hækkandi sól, finn það á mér. Eigðu góa daga í vændum heillin góð.

Ásrún (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 17:37

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásrún mín: Þakka þér fyrir, fallega sagt :-)

Já þú segir alveg satt, allt sem ég losaði mig við mátti alveg fara... ;-)

Jújú... hækkandi sól lagar svo margt.... :-)

Takk og sömuleiðis mín kæra :-)

Jónína Dúadóttir, 18.12.2011 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband