... ég er orðin lasin í veikindafríinu mínu... eins asnalega og það nú hljómar... Mér hefur greinilega tekist að ná mér í einhverja umgangspest... ekkert hættulega en allt svoleiðis hefur alltaf farið svo yfirgengilega í taugarnar á mér... eitthvað svona algerlega ónauðsynlegt og gjörsamlega tilgangslaust, engum til gagns eða nauðsynja... Annars fæ ég ekki oft pestar... líklega of eitruð fyrir þær... svo ég var farin að ímynda mér að fyrst ég drattaðist nú til að elda í gærkvöldi þá væri ég kannski bara með matareitrun... En... nei það getur að sjálfsögðu ekki staðist... ekki það að ég sé ekki góður kokkur, sem ég er auðvitað... heldur það að hráefnið sem ég nota býður einfaldlega ekki upp á svoleiðis... held ég... vona ég En það er líklega bara óskhyggja að ég sé með matareitrun, mér hefur nefnilega sjaldnast fundist gaman að elda og uppáhaldsmaturinn minn er allur matur sem einhverjir aðrir elda, svo kannski er það bara letin í mér sem er þarna að reyna að finna gilda afsökun fyrir mig til að elda ekki...
Ætlaði að afreka ýmislegt í dag en búin að aflýsa öllum uppákomum... að minnsta kosti fyrri part dagsins... leiðinda leiðindi, af því að ég var farin að hlakka til og þarf líka svolítið að plana fyrirfram, svona á meðan ég er ekki alveg frjáls ferða minna... eða svoleiðis Annars fer það nú að breytast... mér finnst jafnvægið mitt vera betra undanfarna daga... dett ekkert alveg alltaf þó ég hugsi ekki áður en ég sný mér við... þó ekki sé nema í hálfhring... en slaga alltaf samt eins og ég sé dulítið drukkin... Er virkilega að rembast við að reyna að læra á þetta jafnvægisleysi mitt, en það gengur frekar hægt... ég þarf helst að læra á hvern stað, byggingu, aðstæður fyrir sig og það er svolítið seinlegt... en við Ninna litla ætlum að láta það hafast... Svo auðvitað veit ég ekkert hvað ég get gert ef ég prófa það ekki...
Ég er til dæmis búin að finna það út að ég á ekkert að vera að príla uppi á stólum til að reyna að gera eitthvað... eins og að hengja upp jólaskraut eða skipta um peru... nema að halda mér með báðum höndum... En þá er nú tilgangurinn með stólaprílinu að engu orðinn... til hvers að standa bara eins og auli uppi á stól og halda sér með báðum höndum... Mér leiðist ekki alveg nógu mikið til að ég sé farin að stunda eitthvað svoleiðis... ekki ennþá... en ég sé þetta alveg fyrir mér samt...
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar.....
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri nú gaman að sjá þig standandi upp á stól, halda sér með báðum og setja skrautið upp með munninum.... hehe... nei bara grín.
Ég vona að heilsuleysið fari að skammast sín í burtu svo heilsan þín geti tekið völdin fílelfd... og þá geturðu stokkið stól af stól og hent upp öllu skrauti og skrúfað allar perur í og úr í leiðinni :)
Bestu kveðjur Ninna mín og haltu áfram að vera þú... yndisleg <3
Hóffa (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 11:27
Hóffa mín: Það á bara að gera grín að þessu, það er ekki til annars :-))
Heyrðu já, ég er líka svona pínu að vona að þetta fari að lagast... þetta er eiginlega orðið fáránlegt bara... ;-)
Líst vel á þarna stólastökkin... :-))
Takk elsku vinkona... og sömuleiðis :-) *hjarta*
(einhver leiðindi hér, ekki hægt að nota grafískan ham... og þá enga broskalla )
Jónína Dúadóttir, 19.12.2011 kl. 11:33
Já mín kæra taka það rólega engar stólaklirfanir strax. Og vonandi nærðu þessari pest úr þér fljótt og vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2011 kl. 12:04
Ásthildur mín: Nei nei enda ekkert gagn að hafa mig standandi uppi á stól... :-))
Takk mín kæra, ég ætla að reka hana í burtu með illu :-)
Jónína Dúadóttir, 19.12.2011 kl. 15:33
Já það dugar ekkert minna á svona flenskuskít.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2011 kl. 17:08
Batakveðjur að sunnan :o)
Dagný, 19.12.2011 kl. 20:21
Ásthildur mín: Nákvæmlega :-)
Jónína Dúadóttir, 19.12.2011 kl. 23:34
Dagný mín: Allar þessar hlýlegu batakveðjur virka... er miklu betri... :-)
Hjartans þakkir úr norðrinu :-)
Jónína Dúadóttir, 19.12.2011 kl. 23:35
Risaknús á þig elsku stóra systir
Jóhanna Pálmadóttir, 23.12.2011 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.