Tækniundur... tæknihundur... :-))

Tækni og ég eigum ekki alltaf samleið... en það er svolítið erfitt fyrir mig að játa það, vegna þess að ég stend nú satt að segja í þeirri meiningu að ég sé bara þó nokkuð fær/t tækni(h)undur... svona miðað við aldur og fyrri störf...Cool Ég á... er mér sagt... eina elstu útgáfuna af "snjall"síma og það er svo flókið að finna allt út í þessum síma að það hálfa væri heill hellingur...Shocking Ég er nokkuð viss um að mér endist hvorki líf né andleg heilsa til að læra á hann... enda er ég jafnvel að hugsa um að henda honum....Devil

Bara það að taka úr honum kortið fyrir myndavélina krefst næstum því náms á sviði geimvísinda... loksins þegar mér tókst að ná blessuðu kortinu úr... sem var ekki auðsótt mál, þá kom gluggi sem á stóð: Betra er að nota aðgerðina "Fjarlægja kort" áður en kortið er tekið úr... ! Jájá, það gæti ég alveg gert ef mér tækist með einhverju andsk.... móti að finna aðgerðina "Fjarlægja kort"... hún er kannski bara í einhverjum öðrum síma... !W00t Svo ég hætti að reyna að gera þetta tæknilega og sleit kortið úr með flísatöng... það er nebblega svo pínulítið að það var nánast himnesk heppni að ég skyldi yfirleitt finna það...Tounge 

Ég á svo kortalesara sem tekur öll minniskort og ég kann alveg á hann... enda engin geimvísindi þar á bak við...Smile Þegar ég hleð inn af myndavélinni minni þá fara allar myndirnar sjálfkrafa í möppu sem heitir á góðri íslensku: My pictures... og ég sá ekki betur en það væri lokaáfangastaður myndanna af símakortinu og var ferlega ánægð með sjálfa mig og þennan fína árangur...Joyful En neibb... ef eitthvað er of gott til að geta verið satt þá er það sko ekki satt...GetLost Þegar ég ætlaði svo að prenta út myndirnar af ömmustelpunum mínum, syngjandi kátum með jólasveinunum á Glerártorgi til að setja inn í jólakort, þá fann ég ekki myndirnar... og þá meina ég hvergi... hvorki í tölvunni né annarsstaðar...Pinch

Ég leitaði... og ég leitaði... þegar færi gafst á milli jólaboða og veislumáltíða... en ekkert gekk fyrr en í gær...Sleeping Þá hafði einhversstaðar í dimmu skoti, djúpt í iðrum tölvunnar minnar leynst eldgömul mappa sem hét því skemmtilega nafni: My pictures...!Sideways Í þessari möppu var ekki ein einasta mynd... enda er ég með allar myndirnar mínar á kristaltæru... en inn í þessa rykugu möppu tókst mér... með dyggri hjálp ekkialvegsnjallastasímansíeiguminni að kúðra öllum myndunum... og ekki bara einu sinni... neinei... þar voru þrjú eintök af hverri mynd...Grin 

Hendi nú kannski ekki símanum... hann er svo sem í lagi, en stór og þungur og "frekar" flókinn... enda meiningin á bak við nafnið "snjallsími" líklega sú að hann sé miklu snjallari en ég... í að gera einfalda hluti flókna... og ég sem hélt að ég tæki öllu/m fram við þaðTounge En nú legg ég honum... ég er alveg búin að reyna að gefa þennan síma út um hvippinn og hvappinn en það vill hann enginn... hef að vísu ekki boðið þeim hann á Þjóðminjasafninu...LoL

Á sem betur fer annan... einfaldan... auðskiljanlegan... með myndavél, sem sendir bara myndirnar mínar með "blútúþþ" þangað sem ég vil að þær fari... enda ekki skreyttur með neinu svona fínu snjallsímaheiti eða hvað svo sem allir fínu og rándýru símarnir heita í dag... Wink Það er ekki hægt að horfa á sjónvarpið og ekki hægt að vafra á netinu og ekki hægt að kaupa bensín á bílinn og ekki hægt að skoða kort af Evrópu og ekki hægt að hlusta á hljóðbækur eða panta borð á veitingahúsi í honum... hann er einfaldlega bara sími og það dugar mér...Grin

Eigið góðan dag yndin mín öll...GrinHeart  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Haha...við og tæknin....eigum líklega litla samleið:):):)

Ragna Birgisdóttir, 26.12.2011 kl. 13:20

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Æ hvað ég skil þig, nota bara einfalda tegund af myndavél og einfaldan síma, við erum með einfaldan smekk

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.12.2011 kl. 13:32

3 identicon

Góður pistill Ninna, ég nota einfaldan síma sem bara er hægt að hringja úr og tala í ræð ekki við flókanri aðgerði. Myndavélin jafn einföld og ég og síminn. Og tölvan með þeim elstu sem enn eru í notkun. Merkilegt að hafa getið af sér tölvunnarfræðing sem tilkynnir reglulega þegar hjálpar beiðni berst að norðan. "Þú getur nú eki verið svona vitlaus mamma." En ég er það sko.

Ásrún (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 13:47

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha frábær lesning Jónína mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2011 kl. 16:40

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Nei, greinilega ekki alltaf

Jónína Dúadóttir, 26.12.2011 kl. 17:47

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóga mín: Já... við höfum svo einfaldan smekk... það er líka svo flott

Jónína Dúadóttir, 26.12.2011 kl. 17:48

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásrún mín: Já er stubburinn tölvunarfræðingur....

Þú ert sko ekkert vitlaus... ég er alveg með það á hreinu að hann kann ekki allt heldur...

Jónína Dúadóttir, 26.12.2011 kl. 17:50

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Takk elskuleg mín....

Jónína Dúadóttir, 26.12.2011 kl. 17:50

9 Smámynd: Dagný

Hahaha - þú ert alveg einstök. Ég á síma sem hægt er að hringja í og úr, senda og taka við sms og taka myndir á. Það nægir mér alveg - og rúmleg það ;D

Dagný, 26.12.2011 kl. 20:37

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Já finnst þér það já... Það er einmitt svoleiðis sími sem ég sætti mig alveg við, þess vegna ætla ég bara að leggja þessum lítt snjalla síma... þó hann sé með leiðsöguforriti sem ég man ekki hvað heitir og mér er líka alveg sama um... ég rata þangað sem ég þarf að fara

Jónína Dúadóttir, 26.12.2011 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband