Hænuskrefin... :-)

... það er orðið albjart núna akkúrat í þessum skrifuðu orðum... svona um það bil einu hænuskrefi fyrr en í gærmorgun... eða voru það tvö hænuskref á dag... ? Breytir ekki öllu fyrir mig, ég skil þessa mælieiningu hvort sem er bara alls ekki...Tounge En allavega lengist dagsbirtan á hverjum degi þangað til uppúr 20. júní á næsta ári... 2012... og það er æðislegt...Grin

Á meðan ávísanaheftin voru allsráðandi þá var ég nú yfirleitt ekki búin að læra nýtt ártal fyrr en í febrúar það árið...Whistling Skiptir ekki eins miklu máli núna á tölvuöldinni... allt munað fyrir mig, dagar... ártöl... símanúmer og hvaðeina...Wink Annars gáði ég á "snjall"símann minn í morgun til að fræðast um hvaða númer væri á deginum í dag og þar stóð 27.12.2011 og klukkan var 22.09... þarna rétt rúmlega tíu í morgun... jájá... og í dag er 28. en, hann hafði alveg mánuðinn og árið rétt... vill í alvöru enginn eiga´ann ?Tounge Annars á ég helling af klukkum... oftast er engin þeirra eins... og ég fer yfirleitt ekki eftir neinni þeirra... en þær eru samt algjört möst að eiga...Grin Þegar ég á svo að mæta í vinnuna þá treysti ég á klukkuna á einhverjum af mínum mörgu símum...Smile

Dagatal á ég alltaf... fæ auðvitað frá öllum bönkum sem ég hef einhvertímann labbað inn í... þau hrúgast í tryllingi inn um bréfalúguna þessa dagana...Tounge Og síðan eldri sonur minn... sá sem sér um barnabarnaframleiðsluna fyrir mig... eignaðist fyrsta barnið, hafa þau hjónin alltaf látið útbúa dagatöl með myndum af barninu og svo börnunum eftir að þeim fór að fjölga... algerlega uppáhalds... ég fékk sjötta dagatalið frá þeim núna um jólin...InLove

Jafnvægið mitt og ég erum alltaf að verða meira og meira sammála um hvernig... og hvert, ég vil labba... að vísu virka ég ekki ennþá nógu vel ef ég sný mér of hratt... en kannski er málið bara að hætta að hreyfa mig hratt þá... og fara að hreyfa mig virðulega og dömulega... nei... bara djók, held það sé alveg útilokað að það verði nokkurtímann...Grin Enda er ég alveg ágæt eins og ég er og ef ekki væri fyrir þetta smá ósamkomulag milli mín og jafnvægisins, þá væri lífið 150% fullkomið... en það er einungis 149% fullkomið enn sem komið er...WinkHeart

Geri eitthvað skemmtilegt í dag eins og alla daga... það er ótrúlegt hvað dagarnir eru fjölbreyttir og ég samt ekki í vinnunni...Joyful En það fer að lagast... ég er orðin mjöööööög langeyg/ð eftir þeim degi sem ég get byrjað að vinna aftur og lífið kemst aftur í sínar föstu skorður... ef hægt er að tala um fastar skorður í vaktavinnu...Tounge En sá dagur hlýtur bara að vera þarna rétt hinum megin við hornið... ekki alveg á þessu ári samt... enda ekki nema örfáir dagar eftir af því...Wizard

Eigið góðan dag... í allan dag...Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ sæta, var að skoða myndirnar þínar :):)  gott að heyra að jafnvægið sé pínu betra þó svo það mælist í hænuskrefum hversu mikið það lagast. Hafðu það gott yndið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2011 kl. 12:36

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Frábært að nota hænuskrefateljarann á jafnvægið mitt... mátti vita að þú af öllum mundir finna það út

Hafðu það líka gott mín kæra

Jónína Dúadóttir, 28.12.2011 kl. 13:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að jafnvægið er að koma aftur Jónína mín.  Það er náttúrulega algjört möst að vita hvert maður ætlar að fara  Já daginn lengir sífellt og þó hænuskref sé í sjálfu sér ekki stórt og sjáist ekki vel, þá mælist það svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2011 kl. 13:52

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2011 kl. 13:56

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Já jafnvægið mitt má kannski bara mæla með hænuskrefum eins og daginn... samt grunar mig... þó ég voni ekki... að dagurinn hafi betur í því kapphlaupinu

Jú það er alveg rétt hjá þér... það er algjört möst að vita hvert maður ætlar að fara

Knús

Jónína Dúadóttir, 28.12.2011 kl. 13:58

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2011 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband