... og þakka ykkur öllum fyrir gamla árið...
Þetta er ekki svona pistill þar sem ég fer yfir allt sem gerðist á árinu 2011... það sem gerðist, það gerðist bara og það sem gerðist ekki, nú... það gerðist ekki...
Nýju ári fylgja allskonar nýir sigrar... og sjálfsagt líka einhverjir ósigrar... en við reynum að gera eins lítið úr þeim og við mögulega getum... reynum að láta sigrana vera þess meira áberandi...
Ég á ekki von á að ég breytist mikið á nýja árinu... finnst ég alveg ágæt eins og ég er... fyrir utan smá heilsukvilla sem ég geri mitt besta til að reka í burtu... með illu... Það hefur að vísu ekkert að segja hvað ég geri í því, en mér finnst samt alltaf betra að gera eitthvað heldur en ekki neitt... og stunda til dæmis (ó)þolinmæði alveg í tryllingi... Þarf svo auðvitað að sníða svona hina og þessa vankanta af sjálfri mér... en það fylgir ekkert endilega nýju ári, bara hverjum einasta degi eiginlega...
Óska öllum góðrar heilsu... andlega sem líkamlega og alls hins besta sem hægt er að óska fólki... og helst að allir hafi það betra en á gamla árinu... ef það er hægt...
Hætti með þetta núna... ætla að blogga á þessu ári... get auðveldlega lofað því og staðið við það... ætti alveg að geta þröngvað því einhversstaðar inn í dagskrána næstu 363 daga... Og ég ætla að halda áfram að láta mig dreyma ..................... um að fara að komast í vinnuna fljótlega !
Flokkur: Bloggar | 2.1.2012 | 23:33 (breytt kl. 23:35) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár til þín líka elsku Ninna og þakka þér fyrir árið sem er að líða. Þú ert sú persóna sem vermir hjarta mitt hvað allra mest.... að nokkrum náskyldum ættingjum undanskildum.... en það er náttlega vegna þess að þeir eru eiginlega límdir á mig og auðvitað blóð af mínu blóði os.frv. ... og svo velur maður auðvitað ekki ættingjana, þeim er mörgum hverjum þröngvað upp á mann... (en svo venst maður þeim...) en sem ég sagt vildi hafa og meina það upp á mína tíu: Takk fyrir að vera einmitt þú og nákvæmlega eins og þú ert... ja, þetta með heilsufarið má alveg batna... en þú að innan og utan ert akkúrat frábær og jákvæð og uppbyggjandi og fordómalaus og umburðarlynd og fyndin og skemmtileg og svo sannarlega vinur vina þinna og hlúir að því og þeim sem þér þykir vænt um.
...."OG láttu vináttuna ekki eiga sér neinn tilgang annan en að auðga anda þinn, því að sú vinátta sem leitar einhvers annars en síns eigin leyndardóms er ekki vinátta heldur net sem kastað er í vatn og veiddi í tómir undimálsfiskar" (KG)
... engir undirmálsfiskar hér á ferð, ónei bara alvöru stórlaxar!!
Ég vona svo sannarlega að Heilsan fari að láta meira til sín taka svo þú komist í vinnuna sem fyrst... og getir farið í göngutúra án stafa og í björtu....;)
Sjáumst svo fljótlega... og farðu vel með þig elskuleg <3
Hóffa (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 00:02
Svo sannarlega óska ég þér gleði, bata og hamingju á nýja árinu. Glöð með að þú ert þú - ég ætla líka bara að vera áfram ég - jafnvel þótt komið sé nýtt ár ;o)
Dagný, 3.1.2012 kl. 00:10
Bestust
Ragna Birgisdóttir, 3.1.2012 kl. 00:21
Hóffa mín: Elsku dýrmæta vinkona... þú skrifar alltaf það sem mig mundi langa til að geta skrifað... Og ég hef sagt það áður og segi það aftur og aftur: Hvað og hvernig þú skrifar... segir allt um það hversu yndisleg manneskja þú sjálf ert...
Já, sjáumst sem fyrst og allt það góða og fallega sem þú óskar mér óska ég þér margfalt til baka... ... þú hefur að vísu ekki þurft að laumast um í myrkri með stafi... en það er aukaatriði....
Jónína Dúadóttir, 3.1.2012 kl. 00:30
Dagný mín: Þakka þér innilega fyrir mín kæra...Og mikið er ég ánægð með að þú skulir ætla að halda áfram að vera eins og þú ert, þú ert nefnilega alveg nákvæmlega eins og þú átt að vera
Jónína Dúadóttir, 3.1.2012 kl. 00:33
Ragna mín: Uppáhalds Eyjapæjan mín... hjartans þakkir
Jónína Dúadóttir, 3.1.2012 kl. 00:35
Gleðilegt ár tilþín Ninna mín. Ef maður er heiðarlegur og góð manneskja eins og mamma sagði svo oft og við erum það held ég bara, þarf ekkert að vera að rembast við að breyta sér svo einhverjum öðrum líki, ég er hætt svoleiðis. Best að vinna persónulega sigra þá verður maður svo stoltur af sjálfum sér. Gott að þú heldur áfram að blogga. Trúi því að nýja árið verði betra en þar sem kvaddi í fyrradag og allar góðar vættir verði með þér áfram.
Ásrún (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 10:11
Ásrún mín: Mamma þín hafði sannarlega rétt fyrir sér... Og já við erum það, ekki spurning... gera eins vel og maður getur, það er ekki hægt að fara fram á meira... og þá á maður að geta verið sáttur við sjálfan sig og það skiptir öllu máli...
Þakka þér fyrir heillin góð og ég bið þessar sömu vættir að gæta þín líka...
Sjáumst
Jónína Dúadóttir, 3.1.2012 kl. 10:51
Það er greinilegt að hér eru sammála konur á ferð :) heiðarleikinn er það sem hafa skal í fyrirrúmi þá farnast manni vel og kærleikur til næsta manns er eitthvað sem nóg þarf að vera til af, svo á maður að passa sig á að umgangast bara það fólk sem veitir manni gleði, hina umber maður með kurteisi, þú ert ljós Ninna mín, sem lætur kærleik þinn lýsa þér leiðina og lýsir okkur hinar upp í leiðinni. KNús og kærleikur og vonandi fer nú riðuveikin að rjátla af þér
Ásdís Sigurðardóttir, 3.1.2012 kl. 11:54
Ásdís mín: Já... og ég er svo innilega heppin að þekkja helling af eðlilegu, heiðarlegu og góðu fólki... sem lýsir upp lífið með mér, þó það sé langt í burtu og ég jafnvel aldrei hitt það... og í þeim stóra hópi eruð meðal annars þið sem skrifið hér Og eins og þú orðar það... við hina er ég bara kurteis....
Knús til baka elsku vinkona og allt sem þú segir um mig á við um þig líka... ... ja nema náttulega þetta með riðuveikina...
Jónína Dúadóttir, 3.1.2012 kl. 14:30
Það er aldrei að vita nema ég sé með smá riðuveiki, en hún er kannski annarskonar
Ásdís Sigurðardóttir, 3.1.2012 kl. 14:56
Jónína Dúadóttir, 3.1.2012 kl. 23:49
Gleðilegt ár sömuleiðis Jónína mín og þakka þér frábæra pistla alltaf upplífgandi og gefandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2012 kl. 17:36
Ásthildur mín: Þakka þér mín fyrir kæra og sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 4.1.2012 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.