Vill ekki einhver taka "Lúkasinn" á þetta ? ;-)

... ég nefnilega steindrap jólatréð mitt ! Ég er trjáníðingur !W00t Er það ekki eitthvað sollis ?LoL

Ég fékk mér "Jólatré með framhaldslíf" alveg með rótum í potti, þarna rétt fyrir jólin... svakalega góð með mig, nú átti sko að vera umhverfis og náttúruvæn sem aldrei fyrr og planta því svo út, svona einhvertímann með vorinu...Grin Það getur alveg verið að ég hafi eitthvað misskilið þetta með framhaldslífið samt... kannski var bara verið að meina að það gengi aftur... í næsta lífi... eftir jólin...Whistling Nú eða þá að ég hef gleymt að lesa leiðbeiningarnar þar sem stóð skýrum stöfum: "Ekki fyrir trjáníðinga eins og Jónínu Dúadóttur, heimilisfangið hennar, kennitalan, öll símanúmerin og skóstærð..."Devil  

Ég notaði náttulega margvíslegar aðferðir við drápið... byrjaði á að umpotta hrísluna, tók hana úr stóru svörtu fötunni sem hún kom í og setti í fallegan dall með nýrri mold... og vökvaði greyið og úðaði yfir það vatni...Shocking Sinnti því svo ekkert meira þann daginn... bara nennti ekki meiru... en tók mig svo til daginn eftir og slengdi á jólahrísluna 200 ljósa seríu...Cool Það eitt og sér hefði sjálfsagt átt að vera nóg... það er örugglega ekkert grín að vera með svoleiðis hangandi á sér í tvær vikur... en til þess að kóróna nú allt saman hengdi ég svo líka alls konar dót á greyið... næstum því hverja einustu grein... vonda kona...Tounge

Jólahríslan var ekkert þakklát fyrir þetta allt saman... og það þó ég vökvaði hana samviskusamlega eins og mér var sagt... hún byrjaði að moka af sér barrinu og skrautdótinu á þriðja degi jóla... ég kenndi að sjálfsögðu kettinum um... hvað annað ?GetLost Þegar ég var búin að vera alla jóladagana að elta jólakúlur út um allt og undir allt og sópa endalaust barri upp af gólfunum og slasa mig ef mér svo mikið sem datt í hug að vera berfætt... þá fór ég að bölva kettinum.... en auðvitað bara í huganum, annars hefði elsku kisa litla (lesist:kattarskrattanum) sárnað svo mikið... Halo Já, einmitt...LoL

En þetta var svo ekkert kattarskrattanum að kenna... ég bað hann samt ekkert afsökunar á að hafa bölvað honum... það er þá bara fyrir eitthvað annaðGrin Framhaldslífsjólahríslan mín hefur líklega verið í andaslitrunum þegar hún kom hér inn... og það litla sem var eftir af líftórunni í greyinu tókst mér að murka úr henni með ofangreindum aðferðum... auðvitað viljandiTounge

Núna stendur afturgengna framhaldslífsjólahríslan mín úti í snjónum... og bíður eftir því að komast í gám...Wink

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Æææ, aumingjans tréð. Get samt ekki að því gert að ég skellihló samt að aðförunum... :D

Ég er með þetta fína tré sem pabbi minn ræktar í sveitinni sinni, alveg sérstaklega ræktað með stórum STINGUNÁLUM, hehe, en það hefur samt ekki dottið á mig þetta árið :) Ég hef varla fundið eitt einasta barr á gólfinu og er alsæl með það :)

Vonandi gengur bara betur næst ;)

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.1.2012 kl. 16:01

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Já eiginlega greyið sko... 

Ég á stórt gerfijólatré sem mér datt í hug að hvíla í ár... er að hugsa um að nota það bara næst... annars er nægur tími til að hugsa um það...

Já eða kannski fæ ég mér næst svona með stórum stingunálum...

Jónína Dúadóttir, 5.1.2012 kl. 16:09

3 Smámynd: Dagný

Hvar var það nú aftur sem ég las að grenitré reittu af sér barrið ef maður væri OF GÓÐUR við þau. Eða kannski bara hélt ég að ég hefði lesið það ;p

Dagný, 5.1.2012 kl. 16:34

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Böðull ertu  þú átt bara skilið gerfi eins og ég, en færslan er skemmtileg, þú klikkar ekki.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.1.2012 kl. 16:56

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Ha... já er það... ? Örugglega, hef ég verið of góð við það... æi greyið...  Eftir allt er ég þá kannski bara trjávinur.....

Jónína Dúadóttir, 5.1.2012 kl. 17:04

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Já ég er sannarlega böðull... og segi frá því líka... Já ég tek bara stóra gerfitréð mitt úr kassanum á næstu jólum... það má svo alveg hafa það úti á lóð yfir sumarið...

Takk elskan, það er svo gaman að vera stundum skemmtileg

Jónína Dúadóttir, 5.1.2012 kl. 17:07

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  góða nótt og sofðu rótt

Ásdís Sigurðardóttir, 5.1.2012 kl. 19:37

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða nótt... og sofðu líka rótt...

Jónína Dúadóttir, 6.1.2012 kl. 00:00

9 identicon

Ég vil bara benda þér á að kettir hafa sál! Það að kenna greyið kettinum um, var mjög óeðlileg hegðun af þinni hendi og tel ég best að kattarverndarnefnd hafi snör handtök í því máli. Ég hef því nú þegar hringt og tel ég að kisulóran verði sótt um helgina. En að trénu. Það er auðvitað þannig JÓNÍNA, að líf er vandmeðfarið. Ef Þú veist ekki hvað þú ert að gera, ekki taka að þér líf og hirða svo ekki um það! Ég sit hérna með tárin í augunum yfir þessari lesningu, og get ekki orða bundist! Veistu hvað það tók mörg ár og mikla umönnun og ást að rækta þetta tré, sem svo miskunnarlaust var drepið í höndunum á þér?!?!? Nei ég held þú vitir það ekki! Tré hafa líka tilfinningar! Það ætti að taka þig og láta þig standa kyrra í hálfan mánuð með útréttar hendur fullar af jólaskrauti og seríu um hausinn! Þá kannski skilurðu hvernig trénu hefur liðið!! Skammastu þín bara! Ég ætla svo að dreifa þessu bloggi svo ég geti safnað á þig skítkasti, og eytt því svo út aftur svo ég þurfi ekki að borga þér himinháa slúðursekt.

Díana dýravinur (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 02:11

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Díana mín dýravinur: Þetta er æðisleg lesning....

Jónína Dúadóttir, 7.1.2012 kl. 13:08

11 identicon

:D

Díana þín dýravinur (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 00:10

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er flottasta jóla tré tra lalala...... Það er auðvitað meint þannig að framhaldslífið lifir áfram í gerfijólatrénu þínu og kemur því í endurnýjun lífsdaga næstu jól....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 14:02

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Já auðvitað, þarna komstu með það... þú ert náttulega snillingur og ekkert annað... Mig grunaði að ég væri eitthvað að misskilja þetta sko...

Knús í kúluhús....

Jónína Dúadóttir, 8.1.2012 kl. 16:22

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Knús á móti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband