Mér finnst ég vera svo dugleg.... :-)

... og ef ég segi ekki frá því þá kannski fer það fram hjá ykkur öllum... !W00t Er nefnilega alveg að verða búin að pakka niður jólaskrautinu og það er bara þrettándi janúar...Tounge Það var nú samt ekki svo mikið skraut uppi... enda ekkert risastór íbúð, alveg nógu stór samt... held ég sé bara með 1/10 af skrautinu mínu hérna...Grin

Fer alltaf hlutfallslega mest fyrir jólapappírnum og öllu pakkaskrautinu mínu...Shocking Ég á alltaf utan um fimm sinnum fleiri pakka en ég gef... og gef þó slatta... og kaupi svo meira fyrir næstu jól af því að ég man ekkert hvað ég á og alltaf viss um að ég eigi aldrei nóg...Whistling Ein af skemmtilegu jólahefðunum mínum...Tounge 

Mér finnst dagurinn í dag miklu lengri en gærdagurinn... en fróðir segja mér að það muni samt bara 7 mínútum... það er sem sagt þetta fræga hænufet....Grin Ég á mun auðveldara með janúar núna en ég hef átt í mörg ár... ég hlakka bara til að takast á við hann og svo febrúar líka... þetta hafa sko vægast sagt ekki verið uppáhaldsmánuðirnir mínir lengi-lengi... en núna er þetta ekkert málInLove Enda engir leiðinda "aðskotahlutir" að flækjast fyrir mér lengur...Wink Og heilsan getur ekki gert annað en að batna... ég er búin að ákveða það og ég er þvílíkur þverhaus að það er ekki hægt að fá mig ofan af því...Grin

Málið er að ég hef það rosalega gott í lífinu, ég á allt og hef allt sem mig langar í nema tvennt og ég er að vinna í því...Joyful Annað er heilsan... get að vísu ekkert gert til að hraða henni nema að sýna þolinmæði... svolítið mótsagnakennt...Tounge En "hitt" sem mig langar í læt ég ekkert uppi um fyrr en ég er komin með "það"...Cool 

Eigið góðan dag elskurnar... flýtið ykkur hægt í hálkunni....SmileHeartSmile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Góðan daginn sálarbætandi vinkona mín Já það er alltaf erfitt að taka niður jólaskrautið en að sama skapi hugsa ég hvað ég verð alltaf glöð þegar að ég byrja að tína það upp aftur á aðventunni. Knús í daginn

Ragna Birgisdóttir, 13.1.2012 kl. 12:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eitt hænufet er eitt hænufet  Ég er ekki byrjuð að taka niður skrautið satt að segja hef ekki haft í mér döngun til þess, en nú skal farið í þetta allt saman á eftir, fyrst þarf ég að fara með heitt vatn upp i hænsnakofa til að athuga hvort ekki sé frosið vatnið hjá þeim greyjunum. 

Takk fyrir enn einn gleðipistilinn Jónína mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2012 kl. 12:57

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Þakka þér fyrir og sömuleiðis yndið mitt.... Ég er búin að taka nokkra daga í þetta.... og segi eins og þú, hlakka til að setja það upp aftur... en það á svo agalega margt gott og skemmtilegt eftir að gerast þangað til...

Knús inn í daginn þinn líka

Jónína Dúadóttir, 13.1.2012 kl. 13:21

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Jahhá... og þegar mörg hænufet koma saman þá er gaman

Það liggur meira á að athuga með hænurnar... jólaskrautið fer ekkert frá þér og engar reglur heldur til um hvenær á að taka það niður...

Mikið þykir mér vænt um að þú skulir hafa gaman af bullinu í mér elskuleg mín

Jónína Dúadóttir, 13.1.2012 kl. 13:24

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Meira en gaman Jónína mín, það nærir sálina meira en þú gerir þér grein fyrir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2012 kl. 13:42

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Þakka þér fyrir....

Jónína Dúadóttir, 13.1.2012 kl. 17:51

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2012 kl. 17:53

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þetta er sko svo satt hjá henni Ásthildi. Þú ert algjör gullmoli :)

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.1.2012 kl. 12:40

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Þið eruð að lýsa sjálfum ykkur líka þegar þið segir svona fallegt við einhvern annan... þið eruð svo fallega góðar manneskjur...

Þakka þér fyrir gullmolinn minn

Jónína Dúadóttir, 14.1.2012 kl. 13:14

10 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

það er svo ólýsanlega gott að losna við þessa assgotans aðskotahluti

Þú ert yndisleg elsku stóra sys, love you ever so much!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 14.2.2012 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband