... svona frekar tilbreytingalausu lífi... hversdagslegu... mætti kannski kalla það leiðinlegt svona á köflum... sérstaklega undanfarna mánuði kannski... en það dugar mér alveg Samt kemur alltaf ýmislegt upp af og til sem litar þessa rólegheita tilveru mína... flest mjög ánægjulegt en annað kannski svona síður ánægjulegt... svona eins og gengur og gerist... Oft kemur þetta síður ánægjulega í skorpum... nokkra daga í röð, eitthvað sem litar tilveruna ekki beinlínis í skemmtilegu og fallegu litunum, en brýtur samt upp tilbreytingarleysið má segja... Mér finnst samt svona síður ánægjulegar óvæntar uppákomur bara yfirleitt ekkert skemmtilegar eins og gefur að skilja... minna mig of mikið á hrekki og hrekkir hafa aldrei verið í uppáhaldi hjá mér...
Á fimmtudaginn fyrir viku síðan tókst mér með einhverjum yfirnáttulegum hætti að týna lyklakippunni minni með bíl og húslyklum og fleiru... hérna inni... í þessari litlu íbúð ! Ég er auðvitað aldrei með allt á hreinu frekar en aðrir, en lyklar og veski er eitthvað sem ég er búin að venja mig á... og eiginlega bara tuska mig til í gegnum árin... að hafa alltaf á sama stað... það kemur sér svo afskaplega vel... sérstaklega þegar ég þarf að nota þetta dót...
En þarna sem sagt klikkaði eitthvað... og kippan hreinlega hvarf... ég tætti alla íbúðina sundur... og fann ekkert... eða jú ég fann auðvitað ýmislegt, en bara ekki lyklakippuna... Ég á alveg varalykla bæði af bílnum og íbúðinni en mér er alveg sama... ég á ekki að geta týnt þessari kippu... þess vegna líka hef ég mikið á henni svo hún sé áberandi og minni líkur á að hún hverfi... en hún gerði það nú samt...
Jæja... daginn eftir var ég að vinna fram undir kvöldmat... kom dauðþreytt heim og ákvað að setjast bara við tölvuna og láta líða úr mér... kveikti á henni eins og lög gera ráð fyrir og beið... og beið... og beið... en ekkert gerðist... Skjárinn var alveg jafn svartur og líflaus eins og áður en ég kveikti á henni... alveg sama hvað ég reyndi... öskra á hana... hrista hana... henda henni í gólfið... hoppa ofan á henni... virkaði samt ekki... kannski svona smáýkjur... Jæja... svo ég fór bara að horfa á sjónvarpið og ákvað að versla mér nýja tölvu daginn eftir... á laugardeginum... gæti örugglega fundið stund til að skreppa úr vinnunni til þess...
Sem ég og gerði... hentist úr vinnunni í tölvubúð eftir hádegið á laugardeginum... valdi eina sem mér leist vel á... rétti kortið yfir borðið... og því var hafnað... ! Þá allt í einu mundi ég eftir bréfinu sem ég fékk þarna einhvertímann um daginn... þar sem stóð að NÝJA kortið mitt væri tilbúið og biði bara eftir mér í bankanum... þarna kortið sem ég ætlaði að sækja daginn eftir að bréfið kom... Og þetta þurfti auðvitað að vera á laugardegi þannig að ég gat ekkert henst í bankann og sótt kortið og klárað málið... svo ég hunskaðist út úr búðinni... með enga tölvu...
Það varð mér til happs að ég var að vinna frá morgni til kvölds þessa helgi og ef ég þurfti að nota tölvu gat ég gert það á vinnustöðunum mínum...
Mánudagurinn var æðislegur... þá fór ég og sótti nýja kortið... keypti tölvuna... og sonurinn fann lyklana mína... Þeir voru á eina staðnum í íbúðinni sem mér fannst engin ástæða til að leita á... það væri nú svo heimskulegt að halda að lyklarnir mínir gætu verið þar: Á gólfinu í geymslunni... undir flöskupokanum..... ! Ég kenni kettinum að sjálfsögðu um það... já, þetta er nefnilega alveg stórundarlegur köttur, hann kemur ekkert inn með mýs eða fugla... nei, hann kemur inn með krossfiska og lifandi ánamaðka... Og dundar sér svo ábyggilega þess á milli við að fela fyrir mér hlutina... ha... ?
Annars bara ferlega góð inn í fína vinnuhelgi...
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha skemmtileg frásögn af ekki eins skemmtilegum uppákomum Þegar ég týni svona hlutum þá veit ég að álfarnir hafa tekið þá. Eða lagst ofan á þá og falið fyrir mér. Það eru til svona litlir hrekkjalómar sem stríða manni þannig, það sagði Erla Stefáns mér. Til lukku með nýju tölvuna
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2012 kl. 12:49
Alveg yndisleg frásögn hjá þér elsku Ninna.... þú kemur svo skemmtilega frá þér orðunum að það kraumar alveg í manni hláturinn þó að tilefnið sé kannski eins fyndið.... Bestu kveðjur kæra vina og við sjáumst nú örugglega á þessu ári :)
Hóffa (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 14:00
Ásthildur mín: Það er ekkert annað í boði en að skemmta sér yfir þessu... enda svo sem ekkert af þessu sem ekki er hægt að endurheimta...
Kannski hef ég kattargreyið fyrir rangri sök... en þangað annað kemur í ljós þá hefur hann stöðu grunaðs... kattar
Takk
Jónína Dúadóttir, 9.3.2012 kl. 14:26
Hóffa mín: Þakka þér fyrir elsku vinkona Svona nokkuð verður alltaf fyndið eftir á... en Inga fannst ég ekkert fyndin samt þegar ég sneri öllu við í lyklakippuleitinni ógurlegu
Ég er alveg búin að ákveða að við hittumst á þessu ári... og það fyrr en seinna
Jónína Dúadóttir, 9.3.2012 kl. 14:29
Hahahaha já þeir eru nokkrir í dag sem liggja undir ýmsum grun(um)
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2012 kl. 16:48
Yndislegt, besta lífsspekin er sú að taka sjálfa sig ekki alvarlega og geta gert grín að því er manni verður á .Þú ert yndislegust vinkona
Ragna Birgisdóttir, 9.3.2012 kl. 18:29
Krossfiska og lifandi ánamaðka??????
Kannast samt alveg við þetta, það er eins og minna skemmtilegu hlutirnir gerist svona í hollum, og svo snýst þetta við aftur... en þegar ehv hverfur hérna hjá mér kenni ég afturgöngunni Eiríki um
Verð ég að fara að blogga núna þá og standa við my part of the deal?
Jóhanna Pálmadóttir, 9.3.2012 kl. 19:04
Ásthildur mín: Já reyndar er kisinn ekki einn um það sko
Jónína Dúadóttir, 9.3.2012 kl. 19:43
Ragna mín: Það borgar sig ekkert að taka lífið allt of alvarlega, maður kemst hvort sem er ekkert lifandi frá því...
Þakka þér og sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 9.3.2012 kl. 19:45
Jóka mín: Í Grýtubakka var það Þorlákur þreytti... skemmtilegur og góður draugur sem ég fann upp fyrir krakkana af því að þau voru myrkfælin
Já elskan, núna er komið að þér...
Jónína Dúadóttir, 9.3.2012 kl. 19:47
Já ég bjó Eirík ekki til skal ég þér segja, þetta er maður sem stelpurnar spjalla við og jafnvel leika við stundum, þær tala um hann eins og hann sé bara einn af okkur, mér finnst þetta reyndar spúkí hahaha
Jóhanna Pálmadóttir, 10.3.2012 kl. 12:54
Jóka mín: Ef hann er alveg örugglega ímyndun og þeim líður vel með því þá er það í góðu lagi
Jónína Dúadóttir, 10.3.2012 kl. 17:18
...hann er ekkert endilega ímyndun sjáðu til...
Jóhanna Pálmadóttir, 12.3.2012 kl. 07:14
Ég meinti nú meira að þetta væri vonandi ekki perri í næsta stigagangi...
Jónína Dúadóttir, 12.3.2012 kl. 07:23
hahaha nei þetta er ekki perri í næsta stigagangi, en þetta er eitthvað sem sést og heyrist í
Jóhanna Pálmadóttir, 12.3.2012 kl. 22:30
Ok...
Jónína Dúadóttir, 12.3.2012 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.