Þegar ég var búin í geislunum í Stockholm síðasta haust var ég ónýt... og það þótti svo sem ekkert tiltökumál, eins og einn læknirinn þar úti sagði orðrétt: "Það er eðlilegt að þér líði illa, það er búið að grauta svo mikið í höfðinu á þér... þetta lagast á 2-3 vikum..." Hm... ok, en svo leið mánuður og tveir og svo þrír, án þess að mér liði nokkuð betur... alltaf með ógleði, hausverk og svima og þá var ég send í heilasneiðmyndatöku... til að reyna að finna út af hverju ég skammaðist nú ekki til að láta mér batna eins og mér var uppálagt að gera...
Myndatakan tók fljótt af, en læknirinn sem sendi mig í þetta bað mig að doka eftir sér, hann ætlaði að kíkja á myndirnar og koma svo og tala við mig. Ég sat ósköp róleg á bekk frammi á gangi og þegar hann loksins kom var hann mikið að flýta sér, en settist hjá mér í 4 sekúndur og stundi upp lafmóður: "Ég má náttulega ekkert segja... það á eftir að senda þetta suður... en ég get ekki séð að það sé neitt í höfðinu á þér sem skiptir neinu máli" ! Svo var hann þotinn í burtu og ég sat þarna með stórt spurningamerki á andlitinu og stundi á eftir honum: "Ehheeemm... jæja já, takk... held ég..." Það er ekki til eitt einasta gramm af skítahúmor í þessum manni og hann var ekki að hæðast að mér... en hann er svolítið fljótfær og líka dulítið seinheppinn í orðavali stundum... Meiningin með myndatökunni var að athuga hvort það væri bjúgur í höfðinu á mér eða kannski fleiri æxli... sem greinilega var ekki... held ég...
Nokkrum dögum seinna hringdi hann og bað mig að koma og ræða við sig... hann vildi líka fá að sjá hversu lélegt jafnvægið mitt var... en það voru allar stofur uppteknar svo hann spjallaði bara við mig frammi á gangi. Hann bað mig að prófa að labba eftir striki sem var á miðjum ganginum... það gekk vægast sagt illa... strikið færði sig alltaf undan fótunum á mér... eða þannig... og mér fannst þetta svo fyndið að ég skellihló bara og þá auðvitað gekk ennþá verr að halda jafnvæginu... Og ekki hjálpaði að alltaf var fólk að labba framhjá og horfði frekar skringilega á mig... eðlilega, það sá þarna konu sem leit út fyrir að vera vel hífuð... og lækni sem sat flissandi á bekk og fylgdist með... Ég vil taka það fram að ég borgaði ekkert fyrir þessa skoðun...
En... bráðum er ég búin að vinna í mánuð og gengur bara vel... allavega þegar ég segi sjálf fráLegg mig að vísu alltaf þegar ég kem heim... frekar þreytt, eftir samt mjög rólegar vaktir Ég lifi eiginlega í leikriti... þar sem ég er auðvitað í aðalhlutverkinu... leik hrikalega rólega dömu, sem hreyfir sig afskaplega hægt og virðulega... En ég á það stundum... oft... til að gleyma rullunni minni og detta úr hlutverkinu og sný mér þá of hratt við, missi jafnvægið og þá er sko allur virðuleiki úr sögunni og daman auðvitað horfin með það sama... Enda hvorki minn stíll né löngun að vera virðuleg dama... en til að komast í gegnum dagana óslösuð og án þess að skaða aðra og skemma mikið, þá er eins gott fyrir mig að reyna virkilega að einbeita mér að aðalhlutverkinu í mínu eigin leikriti...
Þetta er allt saman æðislegt og mig langar líka að trúa ykkur fyrir því, að ég er óendanlega þakklát þeim sem fann upp verkjatöflurnar... án þeirra væri lífið alls ekki eins skemmtilegt og það er...
Bless í bili...
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert flottust
Ragna Birgisdóttir, 13.3.2012 kl. 21:40
Ragna mín: Þakka þér fyrir elskulega vinkona og sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 13.3.2012 kl. 22:47
Þú ert svo yndislega jákvæð alltaf, þú ert mín fyrirmynd í því skal ég segja þér!!! Elska þig sis!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 14.3.2012 kl. 07:49
Jóka mín: Þakka þér fyrir yndið mitt... það er yndislegt að vita... Og ég elska þig sko líka
Jónína Dúadóttir, 14.3.2012 kl. 08:17
Jesú kristur Jónína, ég sé þetta fyrir mér strikið og ykkur lækninn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2012 kl. 09:19
Ásthildur mín: Já er það ekki bara.... þetta var örugglega allverulega skondið á að horfa
Jónína Dúadóttir, 15.3.2012 kl. 13:27
Jamm trúi því vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2012 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.