... að kona sem ég þekki ekki neitt, deildi síðustu bloggfærslu frá mér... gaman að því... og yfirskriftin hennar var, að þetta væri jákvæð kona... sko ég...
Mér finnst ekki vera neitt annað í boði fyrir mig en að vera jákvæð... ég er það að vísu í eðli mínu og kyndi svo líka vel undir eðlinu svona dagsdaglega... Enda er lífið yndislegt og ekkert að mér sem er ekki bara töluvert auðvelt að lifa með...
Það sem mér finnst samt erfiðast að eiga við er þreytan og þrekleysið... eftir auðveldan vinnudag á ég ekkert að vera svo lúin að ég þurfi að sofa í einn til tvo tíma... Ekki í vinnunni samt... legg mig nú yfirleitt ekki fyrr en ég er komin heim...
Annars finnst mér ég vera að braggast að því leitinu... mér nefnilega "datt alveg í hug" að labba á fundinn sem ég er að fara á núna fyrir hádegið... Veit það er ekkert dugnaðarlegt nema að framkvæma það þá... en að ég skyldi virkilega hugsa um að gera það alveg án þess að stynja þreytulega inni í mér, er töluverð framför skal ég segja ykkur Verð oft gasalega þreytt bara við að hugsa um það sem ég er að fara að gera...
En annars ferlega góð bara... var að passa yngsta barnabarnið mitt í gær... hann var ekki lengi hjá mér en afrekaði mikið á stuttum tíma... pissaði í rúmið mitt, ataði mig alla út í banana og graut, argaði ofsalega hátt á mig þegar ég var ekki nógu handfljót að mata hann, hrellti köttinn alveg mátulega og brosti svo dásamlega brosinu sínu til mín inn á milli... Rafael Hrafn Keel Kristjánsson 8 mánaða er alveg jafn yndislegur og stóru systur hans tvær Og víst er ég hlutlaus... þó þetta séu barnabörnin mín...
Eigið góðan dag elskurnar... það kem ég til með að gera líka... sérstaklega þegar mér verður hugsað til þess sem ég ætla að gera um helgina... sem er: Að vera í fríi...
Flokkur: Bloggar | 15.3.2012 | 09:13 (breytt kl. 09:14) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert dugnaðar kona Ninna mín og átt skilið allt það hrós sem þú færð. Þrekið kemur með hækkandi sól og jákvæðninni þinni. Hafðu það gott í dag og helgarfríinu heillin góð.
Ásrún (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 14:19
Ásrún mín: Þakka þér fyrir... þetta var fallega sagt/skrifað
Jájá... þetta kemur allt, en eins og venjulega á ég kannski bara erfiðast með þolinmæðina eða öllu heldur skortinn á henni
Hafðu það líka gott
Jónína Dúadóttir, 15.3.2012 kl. 15:37
Þú ert alveg frábær dugnaðarforkur og vel að því komin að um þig sé fjallað :o) Vona að helgarfríið verði gott og skemmtilegt :o)
Dagný, 15.3.2012 kl. 17:13
Dagný mín: Þakka þér fyrir mín elskuleg...
Verð samt að vinna fyrir helgarfríinu með því að vinna á morgun, en það er líka bara allt í lagi...
Jónína Dúadóttir, 15.3.2012 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.