... að meta veturinn, en núna finnst mér bara í góðu lagi að hafa hann... Enda ekki við veturinn að sakast þó mér hafi ekki líkað við hann... það var algerlega "my state of mind"... á góðri íslensku En núna þegar mér líður svo miklu betur en undanfarin ár... með sjálfa mig og líf mitt eins og það er í dag... þá er ég eðlilega ánægðari með svo margt... eins og til dæmis veturinn... það fylgir auðvitað bara minni eigin vellíðan...
Hér er glampandi sól og kalt... það marrar í snjónum við hvert skref og sólin blindar mig algerlega... en mér finnst það bara yndislegt... enda á ég hlýtt hús til að fara inn í úr kuldanum... Og ég á svo líka alveg vettlinga... þeir hlýja mér bara ekkert þegar ég gleymi að hafa þá með mér út...
Vinnan mín verður mér auðveldari með hverri vikunni... er víst ekkert alveg þolinmóðasta manneskjan í öllum heiminum og vildi helst geta talið í mínútum hversu hratt þrekið mitt kemur til baka... en það er víst ekki veruleikinn sem ég lifi í... Enda sleppur þetta alveg ef ég fæ góð frí inn á milli og reyni að segja stundum NEI þegar ég er beðin að taka aukavaktir... það er svolítið erfitt að læra það... lesist: ég held ég geti bara ekki lært það... og langar kannski ekkert að læra það heldur...
Búin að vera í fríi þessa helgi og nýt þess virkilega... eyddi gærdeginum með eldri syni, tengdadóttur og barnabörnunum í bústaðnum þeirra í gömlu sveitinni minni... Það var auðvitað frábært, en mikið svakalega var kalt þarna uppi í heiðinni... samt er þetta ekkert svo langt uppfrá...
Sunnudagur til sælu passar alveg við þennan sunnudag hjá mér... væri óskandi að allir gætu sagt það sama...
Hafið það eins gott og mögulegt er... þangað til næst...
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sól úti, sól inni.... Gleðilegan sunnudag vinkona :o)
Dagný, 18.3.2012 kl. 12:30
Dagný mín: Þakka þér og sömuleiðis mín kæra
Jónína Dúadóttir, 18.3.2012 kl. 12:36
Hér er búið að vera grátt og blautt í allan dag, hefði frekar viljað hafa snjó En sólin skín inni hjá mér og ég búin að koma helling af lærdóm í verk í dag, bráðum verð ég búin að ná upp því sem ég er sein með meira að segja...
Knús á þig og þína krúttilegu fjölskyldu
Jóhanna Pálmadóttir, 18.3.2012 kl. 19:38
Jóka mín: Þú ert dugleg stelpa... svona á að gera þetta...
Knús til baka elskan og takk fyrir knúsin á mig og mína krúttlegu fjölskyldu...
Jónína Dúadóttir, 18.3.2012 kl. 22:23
Yndislegust alltaf snjókornssólargeislinn minn:)
Ragna Birgisdóttir, 20.3.2012 kl. 12:25
Ragna mín: Sömuleiðis takk....
Jónína Dúadóttir, 20.3.2012 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.