Það er ekki mitt vandamál...

... ef fólki líkar ekki við mig eins og ég er... það er algerlega þeirra vandamál og viðkomandi að sjálfsögðu frjálst að halda sig þá bara í hæfilegri fjarlægð...Tounge Ekki ætla ég að fara að eyðileggja hálfrar aldar stanslausa vinnu við sjálfa mig... fela kannski líka allskonar skemmtilegar uppgötvanir um sjálfa mig... og allar betrumbæturnar sem ég hef gert og er alltaf að gera á sjálfri mér... bara til þess að kannski líki einhverjum betur við mig... eða samt bara kannski ekki...Wink Neeeeeei...Grin

Og vitiði annað... síendurtekin fýluköst hjá fullorðnum manni eru andlegt ofbeldi... einfalt mál...Cool Og það versta sem ég held að hægt sé að gera svoleiðis fýlupoka, er að þykjast bara ekkert sjá að hann er í fýlu og halda bara áfram að gera það sem maður er að gera og helst syngja hátt og snjallt á meðan... enda er viðkomandi algerlega einn um að vera í sinni fýlu og fær þá bara alveg að hafa hana í friði...WinkEitthvað varð ég að gera... ekki breytti ég sjálfri mér... og þá alls ekki heldur einhverri annarri manneskju...Joyful Að vísu var ég að sjálfsögðu skömmuð fyrir að kalla þetta fýlu... hefði náttulega átt að gefa þessu eitthvað virðulegt nafn eins og "þögul vandlæting" eða eitthvað álíka...Tounge En mér, í mínum endalausu leiðindum datt það sko ekki í hug, vegna þess að  fýla er bara fýla og breytist ekkert þó hún heiti eitthvað annað...Devil

Ein af góðu gjöfunum sem ég fékk við getnað er jafnlyndi... en ég fékk ekki bara góðar gjafir... ég fékk líka reiðina...Whistling Í þau fáu skipti sem ég reiðist þá verð ég svo agalega reið að ég er uppgefin á eftir... hljómar ekki vel, veit það... en ég hef fyrir löngu lært að hemja skapið mitt, samt þó án þess að láta það verða að fýluköstum...Tounge Enda ekki þekkt fyrir beiskju og biturð... ég held nefnilega að það hljóti að þurfa að vera töluvert af þeim leiðindum til staðar, til þess að maður geti orðið fýlupoki...Cool Ég þegi nú langoftast frekar en að sleppa mér í reiði, af því að ég vil ekki segja eitthvað ljótt og særandi og þurfa svo að biðjast fyrirgefningar eftir á...Blush Töluð orð verða ekkert aftur tekin og þau geta sært svo agalega... og það oftast bara í "hita leiksins"... þess vegna vil ég frekar "kæla leikinn" aðeins og tala þá...Wink

Annars er ég bara svo ansans ári góð inn í vorið... og vona að þið séuð það líka...GrinHeartSmile

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þú ert flottust:)

Ragna Birgisdóttir, 23.3.2012 kl. 12:28

2 identicon

Snillingur.... það er nefnilega kúnst að bíða og leyfa reiðilestrinum að sjatna í huganun.... því töluð orð eru ekki aftur tekin. Og stundum sér maður að það var einmitt eins gott því sá sem "gerði mann reiðan" var bara í mótþróastreytuþrjóskuröskun og bara "lítill kall" :)
Mér finnst þú góð eins og þú ert... einmitt af því að þú ert þú... greinilegt að betrumbæturnar hafa jákvæð áhrif... hehe.. en ekki reyna að breyta einu eða neinu, hvorki fyrir einn né annan, nema þá fyrir sjálfa þig... ef þér finnst einhver þörf á því.
Og sammála þessu að vera góð inn í vorið... og áfram allar árstíðirnar :)

Hóffa (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 12:39

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Æi takk elskan...... gott að einhver hefur gaman af þessu bulli mínu... Held að Tafla frænka sé að gera mig vitlausa hérna...

Jónína Dúadóttir, 23.3.2012 kl. 12:40

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hóffa mín: Þú ert snillingurinn... Lítill kall með mótþróastreytuþrjóskuröskun... ég gat ekki pikkað fyrir hlátri... þetta er dásamleg greining... Og þetta getur bara þú...

Takk elsku vinkona, mér líkar alveg ágætlega við sjálfa mig eins og ég er... og þig líka... af því að þú ert eins og þú ert

Já... byrjum á vorinu...

Jónína Dúadóttir, 23.3.2012 kl. 12:47

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er nú samt algerlega þitt "vandamál" að mér líkar svo skrambi vel við þig, þú situr allavega uppi með mig.. :)

Reiðin getur verið mjög gagnleg, svo framarlega að maður sé nógu þroskaður til að láta ekki reiðina stjórna skapinu. Maður lætur ekki vaða yfir sig meðan maður svarar fyrir sig og þá er ég að sjálfsögðu að meina kurteislega :)

Er annars orðin leið á brosköllunum sem eiga að vera hér inni, þeir eru barasta ennþá fýlupúkar við mig og láta ekki sjá sig...fusss :)

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.3.2012 kl. 21:23

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Góð... þú ert virkilega velkomið "vandamál" sem ég axla með mestu ánægju og langar alls ekkert að losa mig við

Ég get verið svona svolítið kurteislega dónaleg... ef því er að skipta

Fjand... nei sko blessaðir broskallarnir birtast bara hérna ef ég opna bloggið í Internet Explorer vafranum... veit ekki af hverju...

Jónína Dúadóttir, 23.3.2012 kl. 23:06

7 Smámynd: Dagný

Er sko bara alveg sammála þér. Það er bara fátt jafn drepleiðinlegt og fýlupokar. Þeir mega sko bara halda sig út af fyrir sig sjálfa í sinni fýlu! Gleðigjafar eins og þú eiga barasta ekkert að þurfa að umbera einhverja fýlupoka :o)

Dagný, 24.3.2012 kl. 18:53

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Já fýlupokar ættu að vera laaaangt í burtu frá öllu eðlilegu fólki... dettur í hug eyja... gaddavírsgirðing... já eða eitthvað svoleiðis í Langtíburtistan...

Gleðigjafi ég... takk elskan... ég er búin að fækka fýlupokum lífs míns um 100%

Jónína Dúadóttir, 24.3.2012 kl. 19:53

9 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Þú ert yndisleg Ninna og þessi orð eru töluð eins og út úr mínu hjarta :) Lífið hefur gefið okkur góða skapið og gera gott út úr hlutunum, og þeir sem ekki eru eins þenkjandi geta átt sig og sína fýlu. Lífið er svo mikilu meira enn að sitja yfir fólki sem er neikvæðnin uppmáluð. Ég þakka fyrir hvern dag sem ég vakna og lofa svo hvern dag þegar að kveldi er komið. Lífið okkar er nefnilega ekkert sjálfgefið og það á að njóta þess sem við höfum. Takk fyrir þennan pistil og eigðu góðan dag :)

Helga Auðunsdóttir, 31.3.2012 kl. 10:50

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Helga mín: Þakka þér fyrir... Ég er einmitt svo heppin að þekkja fólk bæði hér í netheimum og kjötheimum sem er einmitt á þessari skoðun... og þú ert ein af þeim Losa mig svo bara snyrtilega við það fólk sem mér líkar ekki við...

Jónína Dúadóttir, 31.3.2012 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband