... fullum fetum, að vorið sé komið... en veðrið núna minnir mig óneitanlega á eitthvað sem ég upplifði í fyrra... ábyggilega vorið sem kom þá... Þvottur úti á snúrum og hann þornar en frýs ekki bara... og ég er ekki frá því að grasið sé farið að grænka líka... vona samt að gróðurinn taki ekki við sér strax af því að þetta er örugglega bara svona platvor... En plat eða ekki... er á meðan er og þetta er yndislegt...
Ég græt svo sem hvorki hátt né lengi þó það sé ekki endilega sól... hún er auðvitað dásamleg, en okkur hefur bara ekki alltaf komið nógu vel saman, henni og mér... Mér sem sagt finnst að ég eigi að verða brún þegar ég er úti í sólinni, en henni finnst aftur á móti að rautt fari mér betur, svo hún brennir mig til að ná sínu fram og þarna greinir okkur allverulega á... Svo verð ég bara hvít aftur þegar mig er búið að svíða og klæja í einhverja daga... og sólarvörn virkar alveg fyrir mig... ég helst hvít úti í sól með sólarvörn... engin vörusvik þar sko... Einu sinni var ég þrjár vikur í sólarlöndum og bar á mig sólarvörn á hverjum degi og fór í sólböð... það átti aldeilis að snúa á sólina í það skiptið... en til að gera langa sögu stutta... sólarandskotansvörnin virkaði fullkomlega og ég kom heim jafnhvít og ég þegar fór... Hætt að nenna að streða við þetta... sætti mig bara við að vera í fánalitunum... hvít svona venjulega, rauð í sól og blá í kulda...
Annars góð... náði mér í þessa fínu streptokokka fyrir helgina... bara svona til að sleppa við helgarvinnuna... já eða svoleiðis... Tróð mér inn hjá lækninum á fimmtudaginn og fékk többlur og er að verða býsna góð bara... ef ég yfir höfuð gæti sungið þá væri ég líklega orðin nægilega góð í hálsinum til að gera það...
Sunnudagsmorgunn og lífið gengur sinn gang... hafið það gott...
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn ljúfust . Hér er svarta þoka en milt .Það er dásamlegt.
Ragna Birgisdóttir, 25.3.2012 kl. 09:36
Ragna mín: Þoka er svo yndisleg....
Eigðu góðan dag líka Eyjapæjan mín
Jónína Dúadóttir, 25.3.2012 kl. 10:24
Alveg yndislegt :o) Það er hvort sem er ekkert flott að vera brúnn (ja nema maður sé svertingi ;D ) Eigðu góðan dag ljúfust.
Dagný, 25.3.2012 kl. 10:42
Dagný mín: Já... en ég var nú bara að vonast til að verða svona einhversstaðar milli "beis" og ljós-ljósbrún...
Eigðu líka góðan dag mín kæra
Jónína Dúadóttir, 25.3.2012 kl. 10:53
hahaha drasl þessi sólarvörn, prófa matarolíu næst, það gerðum við þegar ég var á Vík
Gott að þetta eru bara venjulegir streptókokkar og ekki MRSA , þá ertu bara góð
Knús á þig elsku sis og láttu þér nú batna
Jóhanna Pálmadóttir, 26.3.2012 kl. 07:33
Jóka mín: Sko það var ekki ég sem skítti út djúpsteikingarpottinn þinn... ekkert vera að hefna þín á mér... Veistu hvernig fer fyrir því sem er steikt upp úr matarolíu... ?
Nei takk... verð frekar bara í fánalitunum....
Takk elskan mér er eiginlega alveg batnað... ...allavega byrjuð að vinna
Jónína Dúadóttir, 26.3.2012 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.