Af sláttuvélum og fávísu fólki... ;-)

Er í tryllingi að reyna að finna mér allt annað til dundurs en að setja sláttuvélina í gang...Whistling Það er í sjálfu sér ekkert mál að slá lóðina og bara gaman, en fyrst þarf ég annað hvort að kenna hundinum... henni Loppu... að nota skóflu og fara út með poka þegar hún þarf að gera númer tvö... eða fara sjálf og moka skítnum upp eftir hanaTounge Grunar samt að það sé minna vesen að fara bara út með skófluna og gera þetta sjálf...GetLost En þetta hefst allt saman... gott veður og gaman að vera úti... þó ég geti nú ekki klínt neinum sérstökum skemmtilegheitum á að labba um alla lóðina með skóflu og moka kúkum í poka... en mér var líka bara nær að vera ekki búin að kenna henni þetta...Grin

Kannski í tilefni dagsins og af því að mér er málið mjög skylt... og hjartfólgið... þá fer fátt meira í mínar fínustu taugar en fólk, sem þykist vera voða líbó gagnvart samkynhneigðu fólki...Pinch Þekki til dæmis miðaldra mann sem var alveg sama þó menn væru hommar... sagði hann... bara ef þeir létu hann í friði ! Fyrst hélt ég þetta væri bara svona ofsalega misheppnað djók... en sá svo mér til skelfingar að manngreyið var virkilega að meina þetta... !Shocking Halló... á tuttugustu og fyrstu öldinni erum við löngu komin niður úr trjánum er það ekki... og langt út úr skóginum líka... !?! Jújú... en bara ekki hann þessi... ég reyndi að útskýra fyrir honum að gagnkynhneigð kona reynir ekkert sjálfkrafa við alla karla, bara af því að hún hneigist til karla og af því að þeir eru þarna... og samkynhneigð kona reynir ekkert endalaust við allar konur, bara af því að þær eru konur... og það væri nákvæmlega eins með karlana... góð rök fannst mér...Joyful Hélt að þetta væri nógu einfalt og skýrt svo það næði inn en það var óskhyggja... svo ég endaði á að spyrja hvort honum fyndist hann ekki vera að selja sig of dýrt... hann væri nú ekki svo mikill sjarmör að hann þyrfti að ganga um með gífurlegar áhyggjur af þessu... og svo hætti ég bara alveg að umgangast hann...Devil Það þýðir ekkert að koma hérna með neitt um það að eldra fólk sé nú alið upp við svona og svona og bla-bla kjaftæði... þessi maður er bara rétt sextugur í dag og þetta var fyrir nokkrum árum síðanCool Og í þessu vel upplýsta þjóðfélagi þar sem við eigum mjög auðvelt með að ná okkur í fræðslu um allt milli himins og jarðar þá þýðir heldur ekkert að bera við fáfræði... málið er að við veljum viðhorfin okkar sjálf... er það ekki... ? Wink

Þekki líka fullt af eðlilegu fólki á öllum aldri, sem gæti ekki verið meira sama hvort einhverjir aðrir eru gagnkynhneigðir eða frímerkjasafnarar eða sköllóttir eða latir eða samkynhneigðir eða golfarar eða eitthvað... gott fólk er bara gott fólk... og við lifum öll okkar lífi fyrir okkur sjálf... og eigum að láta það nægja... Wink

Og að því sögðu/skrifuðu ætla ég út í sólina... það er örugglega aðeins meira aðlaðandi að moka kúkum í poka í sólskyni... held ég... vona ég...Grin

Ást og friður SmileHeartSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


Við þroskumst nú flest með aldrinum, en ekki allir, því miður og sumir deyja fullir af bulli og vitleysu, fastir í sínum fordómum!
Ég er svo sammála þér að gott fólk er gott fólk hvort sem það er hvítt, svart, sköllótt, frímerkjasafnarar, gagnkynhneigt, samkynhneigt og meira segja fólk í ónefndum stjórnmálaflokki er gott fólk.... ;)
... ég skil samt ekki af hverju þú getur ekki slegið þó það sé hundaskítur á lóðinni... er ekki bara betra að slá yfir hann og þá ertu búinn að bera á í leiðinni... :)
Ég á kött, lítið læðuskott sem kúkar bara inni í sértilþessgerðum kassa, aldrei úti.... en reyndar slæ ég aldrei lóðina.... love og pís vinkona <3

Hóffa (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 18:38

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hóffa mín: Allt satt og rétt hjá þér... enda ekki við öðru að búast Já og meira að segja fólk í ónefndum stjórnmálaflokki...

Sko þetta er enginn risahundur en ekkert kríli heldur og "skammtarnir" eru bara þó nokkuð stórir... mér finnst svo ógeðslegt að ganga í þessu þegar ég er að slá... þess vegna moka ég þessu í poka á um það bil þriggja vikna fresti... og slæ svo lóðina...

Lovv og pís til baka

Jónína Dúadóttir, 11.8.2012 kl. 19:56

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Akkúrat málið, gott fólk er gott, burtséð frá kynhneigð og trúarskoðunum, svo ég taki nú dæmi og að sama skapi er vont fólk líka vont burtséð frá því sama. Við erum sammála eins og svo oft áður. VOna að skíturinn gufi upp :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2012 kl. 20:52

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Já við erum sammála...

Búin að fara út og moka kúkunum... var ekki eins mikið og síðast, var búin að gleyma að þá voru hundarnir tveir og hinn meira að segja mun stærri...

Jónína Dúadóttir, 11.8.2012 kl. 21:00

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Eitt sinn var hópur ungs fólks að tjalda í garðinum mínum um verslunarmannahelgi. Það rigndi heil ósköp og þessir stórfínu krakkar voru töluvert bara inni hjá okkur í kaffi og spjalli. Einnig var í heimsókn hjá okkur maður, kominn yfir miðjan aldur. Hann naut þess að vera með unglingunum og allir höfðu heilmargt og skemmtilegt til málanna að leggja. Þegar helgin var hálfnuð, krakkarnir farnir út í bæ að leita ævintýra og við hjónin með krökkunum okkar og karlinum, fór hann að dásama æskulýðinn og hve vel og skemmtilega þessir ungu vinir okkar komu fyrir. &#132;En segið þið mér eitt", sagði sá gamli, &#132;þessi Bjössi, hann er alveg bráðskemmtilegur og vel gefinn. En mér finnst hann svo hommalegur". Við sögðum honum að það væri svosem ekkert undarlegt við það, drengurinn væri hommi. Þegar krakkarnir komu til baka og þáðu heitt kaffi í kalda kroppana, var sá gamli óvenju fámáll og við tókum eftir því í lokin, að hann var alveg hættur að spjalla við Bjössa. Þó afði honum fundist hann skemmtilegastur í hópnum.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 11.8.2012 kl. 21:03

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Anna Dóra mín: Já... ég held að flestir hafi einhverja álíka sögu að segja... drengurinn var skemmtilegur og vel gefinn og það er bara alveg nóg... handa hverjum sem er...

Jónína Dúadóttir, 11.8.2012 kl. 23:23

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við burðumst víst öll með mismunandi fordóma.  En það er sorglegt þegar fólk getur ekki bara látið fram hjá sér fara svona fordóma.  Okkur kemur einfaldlega ekki við hvernig annað fólk stýrir sínu lífi.  Ég hef svo sem oft heyrt þennan frasa líka "bara ef þeir láta mig í friði".  Segir meira um viðkomandi en homma og lesbíur.  Hörður vinur okkar hjónanna var fyrir mörgum árum að setja hér upp leikrit sem oftar, það var partý eitt laugardagskvöldið og margt um manninn, Hörður sat í sófanum í stofunni hjá mér, það var ekki sæti fyrir alla, en hann sat einn í sófanum  Sennilega yfir 30 ár síðan og ég man þetta alltaf.  Fannst þetta afar athyglivert.  Hugsaði um hégómagirni karlmanna svona yfirleitt.  Enda kjörið fyrir stelpurnar að sitja hjá honum, því hann er afar skemmtilegur maður. Reyndar hættur öllu svona partýstandi orðin ráðsettur þessi elska. Og ég held að honum hafi staðið algjörlega sama.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2012 kl. 01:06

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Já við erum öll með einhverja fordóma... ég hef til dæmis fordóma gagnvart fólki með fordóma... Ég er svo sammála þér... svona lagað segir meira um viðkomandi en þá sem hann talar um...

Jónína Dúadóttir, 13.8.2012 kl. 07:19

9 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

mér er alveg sama hvort fólk er sam/gagn eða tvíkynhneigt, ég er í sambandi þannig að það þýðir ekkert að abbast upp á mig no matter what En svona í alvöru talað þá er ég alveg sammála þér með þetta, kynhneigð hefur akkúrat ekkert með persónuleikann að gera, ef maður er gott fólk þá er maður það! Annað skiptir ekki máli!

Hvaða fail er þetta að vera ekki búin að kenna hundinum að tína upp eftir sig?? Og afhverju ertu að slá greyið lóðina, hvað hefur hún svo sem gert þér??

Jóhanna Pálmadóttir, 13.8.2012 kl. 08:53

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín: Já elskan það er einmitt málið... ef maður er gott fólk þá dugar það alveg og ætti að nægja hverjum sem er...

Sko þetta með hundinn... veit ekki hvernig þetta er með mig... en ein ástæðan gæti verið sú að hundurinn skilur mig ekki... enda Border Collie ekki íslensk hundategund...

Lóðin... hún veður uppi  með allskonar.... gras... Vinur minn einn sagði mér að ég skyldi nú fara varlega í þetta... hún gæti slegið mig til baka !

Jónína Dúadóttir, 13.8.2012 kl. 09:02

11 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Jahérna, ég fer að halda að Border Collie beri með sér einhverja skítaveiru. Mín Border Collie tík skítur líka á lóðina sína og það ekkert smáræði. Samt er hún líka töluvert íslensk. Grrrr...

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 14.8.2012 kl. 17:47

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Anna Dóra mín: Já og það er sko ekkert smáræði sem kemur frá henni... eins og hún væri helmingi stærri hundur...

Jónína Dúadóttir, 14.8.2012 kl. 19:59

13 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Hugumstór hundur er STÓR hundur

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 15.8.2012 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband