... longtæmnósí... á góðri íslensku... ;-)

Já góðan daginn... Joyful

Sit hérna í alvöru helgarfríi á þriðja sunnudegi í Aðventu í ró og næði með gott kaffi, kertaljós og jólatónlist og nýt þess að vera til... Smile Stresslausasti jólaundirbúningur lífs míns... samt er ég að vinna jól og áramót og milli jóla og nýjárs líka... skyldi ég vera orðin fullorðin ? Neinei... enga vitleysu...Tounge  Alltaf verið algerlega laus við að láta allar jólaauglýsingarnar æsa mig... kaupa þetta, gera þetta, fara hitt og þetta... allskonar dót og hlutir og tónleikar og leiksýningar og ferðalög og nefndu það bara... færi rakleiðis beinustu leið á hausinn ef ég ætlaði að framkvæma allt og kaupa allt og fara allt sem mig gæti hugsanlega langað að gera... og gefa... hefði svo ekki nokkurn einasta tíma til að vinna fyrir öllum ósköpunum...Grin

Enda finnst mér miklu meira gaman að slappa bara af milli þess sem ég er að vinna... og njóta... til hvers annars er betra að nota Aðventuna... ég geri ekki allsherjarjólahreingerningu... þykist bara þrífa jafnóðum... baka ekki, nema smávegis með tengdadóttur og barnabörnum svona rétt til að sýnast... og styrki svo bakaríin þess á milli ef svo ólíklega vill til að mig langi í eitthvað af þessu öllu saman sem er í boði á þessum dásamlega árstíma... Kissing

Einu föstu jólahefðirnar mínar eru að senda jólakassa til dóttur og fjölskyldu í Gautaborg með hangirúllu, harðfiski, laufabrauði og alls konar þjóðlegu sælgæti, setja upp jólahúsið mitt og allt hitt skrautið líka, nota hugmyndaflugið í jólagjafirnar handa afkomendunum, brenna upp heilum helling af kertum, búa til ís og "bleika salatið" og hafa gaman af þessu öllu saman ! Grin

Búin að fara á jólahlaðborð með vinnunni... dásamlegur matur og dásamlegur félagsskapur... held að samstarfsfólkið mitt í Heimaþjónustu B sé skemmtilegasti vinnuhópur á stóru svæði...LoL Svo eru litlu jólin á þriðjudaginn með sonum, tengdadóttur og barnabörnum... yngri sonurinn er að vinna algerlega alla jóladagana og eldri verður með fjölskyldunni sinni í Sviss um jólin... svo við höldum okkar jól 18. desember... góður dagur til þess...InLove Núna á eftir ætla ég að búa til ísinn og salatið til að leggja með mér á litlu jólin okkar... er nefnilega að vinna þrettán tíma á morgun og á svakalega erfitt með að tileinka mér að vera á tveim stöðum í einu... en er samt alltaf að vinna í því sko...Tounge

Vona þið hafið það gott inn í daginn... vildi ég gæti grobbað mig og nefnt kertið sem ég kveikti á áðan en ég bara man ekki hvað það heitir... en ég mundi þó eftir að kveikja á því...Halo

Skjáumst... Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Notalegt er að lesa bloggið þitt Jónína mín, og gott að sjá þig hér aftur.  Ég held bara að ég nái mér í kerti og kveiki á því svona þér til samlætis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 11:52

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Takk mín kæra... já látum kertin okkar loga saman...

Jónína Dúadóttir, 16.12.2012 kl. 11:57

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Og jólin koma alltaf og eru alltaf jafnljúf í hjörtunum! Knús.

Ragna Birgisdóttir, 16.12.2012 kl. 12:05

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Já... sem betur fer...  Knús til baka

Jónína Dúadóttir, 16.12.2012 kl. 12:06

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Búin að kveikja

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 12:20

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín:

Jónína Dúadóttir, 16.12.2012 kl. 12:29

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sat einmitt hér í gærkvöldi og horfði á fallega kertaloga og dúllaði með mínum karli, hér er ekkert stress og allt svo notalegt.  Hafðu það alltaf sem best yndið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2012 kl. 11:34

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Hafðu það líka sem allra best mín elskuleg... þið bæði... :-) <3

Jónína Dúadóttir, 18.12.2012 kl. 00:15

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2012 kl. 11:54

10 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Þú ert yndisleg :) er samt ennþá að velta fyrir mér hvað helgarfrí er verð bara að útvega mér orðabók

Jóhanna Pálmadóttir, 18.12.2012 kl. 14:55

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín: Þú getur sjálf verið yndisleg...

Sko... helgarfrí: það eru í alvöru 2 samliggjandi frídagar... búin að kanna það... sem heita laugardagur... sá fyrri... og sunnudagur... sá seinni... Þessa tvo daga hefur þú nógan tíma til að sinna áhugamálunum... svo sem skúringum, þvottum og bakstri til dæmis... sem þú hafðir ekki tíma til að gera alla virku dagana... Fyrir mér eru svona helgarfrí tækifæri til að liggja og gera alls ekki neitt... eða sitja og gera alls ekki neitt... eða jafnvel standa og gera alls ekki neitt... af því að ég er löngu vaxin upp úr litlum börnum og öllu sem kallast eðlilegt heimilishald

Jónína Dúadóttir, 18.12.2012 kl. 15:03

12 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

hahaha já svoleiðis! Þegar þú lýsir þessu svona þá er ég alveg að upplifa að ég geti alveg eins bara unnið um hverja helgi, er að skúra, skipta um bleyju og skeina, elda morgunmat og þrasa við mótþróafulla einstaklinga í vinnunni líka

Jóhanna Pálmadóttir, 18.12.2012 kl. 15:16

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín: Já og hvað ertu svo að kvarta... færð að sinna aðaláhugamálunum í vinnunni líka... vinntu bara allar helgar... þú færð allavega borgað fyrir það

Jónína Dúadóttir, 18.12.2012 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband