... sit hérna að kvöldi Jóladags... karlakórinn Þrestir og fleiri góðir söngvarar í RÚV og á gólfinu hjá mér liggur verulega illa þefjandi, gamall og heyrnarlaus, en samt yndislegur hundur... hann Primo Kristjáns og Andreuson... Vantar bara... nei, vantar í raun ekkert... hef allt sem mig langar í og langar í allt sem ég hef... börnunum mínum líður vel þar sem þau eru og við það sem þau eru að brasa... það dugar mér...
Búin að vera að vinna langa daga núna í margar vikur... mest svona yfirseta... ekki prjónað svona mikið fyrir jólin í mörg ár... á kaupi... Dundaði mér líka við að misnota aðstöðu mína á heimilum skjólstæðinganna... þvo fötin mín í þvottavélunum þeirra og svoleiðis... að vísu var það nú alveg dauðóvart... í bæði skiptin... Fann bara alls ekki peysuna/golluna mína einn daginn... var þá á rölti milli þriggja staða og á það alveg til að gleyma svona af og til hvar ég læt hluti... fann hana seinna um daginn þegar ég var að taka úr þvottavélinni hjá einum skjólstæðingnum... Ég er sko með algerlega ósvikið gullfiskaminni þegar kemur að peysum, treflum og sokkum og svoleiðis fylgihlutum... mínum eigin að vísu bara... Passa samt alveg alla lykla samviskusamlega, enda ekki mínir... en á það til að æða af stað upp á Brekku í vinnu þar, með lykla sem ganga að íbúð úti í Þorpi þar sem ég vinn líka... gerði það til dæmis í morgun... mætti svo alveg á síðustu stundu í vinnuna... enda hafði líka einhver verið að dunda sér við það í nótt að frysta fallega snjóinn á framrúðunni á bílnum mínum... hélt það væri nóg að sópa bara en... það var ekki... Þoli ekki að þurfa að skafa.... fer frekar út á náttsloppnum og set bílinn í gang...
Mér líður stórkostlega vel... hefur ekki liðið svona vel síðan ég fór út í geislana í september í fyrra... enda orðið vel rúmt ár síðan ég átti að vera orðin algóð... teygðist aðeins úr þessum þarna 2-3 vikum sem þetta átti að taka en mér finnst ég vera orðin almennilega góð fyrst núna... verð að vísu aðeins að passa mig en það lærist... kannski... líklega... vonandi... jújú... Þar kemur gullfiskaminnið mitt líka við sögu... ég á það alveg til að gleyma því að ég þarf helst að hreyfa mig hægt og dömulega... jamm og jæja... ýmislegt má nú segja um mig en dömuleg held ég að ég hafi aldrei nokkurtímann verið... og fer varla að taka upp á því hér eftir... Heyrnin átti eiginlega að hverfa alveg á vinstra eyranu en það er eitthvað eftir af henni samt... ef ég þarf að bíða í símanum og hlusta á karlmannsrödd segja hvað eftir annað eitthvað eins og:"Læknirinn er ennþá á tali, símtölum verður svarað í réttri röð"... þá hlusta ég með vitlausa eyranu... þá er eins og hann hafi andað að sér Helium áður en hann las inn á símsvarann... jæja... það þarf lítið til að gleðja sumt fólk...
Nú er dagarnir eitthvað farnir að lengjast þó það sé alls ekki neitt sérstaklega áberandi... en það er gott að vita það samt...
Ætla ekkert að telja hérna upp allar jólagjafirnar mínar... þær voru allar dásamlegar og frá dásamlegu fólki... og akkúrat allt sem mig langaði í... einfalt mál...
Gleðileg jól enn og aftur... ást og friður...
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gleðileg jól til ykkar
Ólafur Th Skúlason, 25.12.2012 kl. 23:41
:-)
Dagný, 25.12.2012 kl. 23:41
Mikið er gott að þú ert búin að ná heilsunni aftur Jónína mín, hún er það dýrmætasta sem við eigum svona fyrir utan fjölskylduna. Þetta virkar hafa verið kósýkvöld hjá þér, sat reyndar og hlustaði á þetta sama prógramm, og þótti afar skemmtilegt. Diddú var hreint út sagt ótrúlega flott, þó allir væru góðir bar hún af.
Gott að heyra frá þér mín kæra. <3
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2012 kl. 11:59
Ólafur: Sömuleiðis takk :-)
Jónína Dúadóttir, 26.12.2012 kl. 20:22
Dagný mín:
Jónína Dúadóttir, 26.12.2012 kl. 20:23
Ásthildur mín: Þakka þér fyrir mín kæra... gott að heyra frá þér líka...Já ég er ferlega ánægð með heilsuna mína...
Jónína Dúadóttir, 26.12.2012 kl. 20:25
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2012 kl. 22:29
Æ þú erty svo mikill gullmoli, var einmitt að hugsa þegar ég las fyrstu línurnar "þetta er konan sem var svo veik fyrir svooo stuttu" gat nú ekki annað en hlegið með kvenleikann, ég er nú þekkt brussa, en ég held samt að við séum ómisssandi í bland við dömurnar, gott að þér líður vel yndið mitt og illa lyktandi hundur getur nú verið betri en enginn risaknús á þig elskuleg og vertu góð við sjálfa þig ég veit að þú ert góð við alla aðra en það þarf stundum að minna þig á þetta með þig sjálfa
Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2012 kl. 13:00
Ásdís mín: Takk elsku vinkona... þetta er svo fallega sagt/skrifað... allt saman... eins og þér einni er lagið... Risaknús til baka...
Jónína Dúadóttir, 27.12.2012 kl. 20:02
Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2012 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.