... fór vel af stað hjá mér og vonandi hjá ykkur líka... ef það hefði ekki verið fyrir flugeldana þá hefði ég tæpast tekið eftir því að það voru áramót... enda bara að vinna eins og venjulega Vann samt ekki eins mikið og ég hefði getað núna um hátíðina... en það eru víst fleiri í vinnu þarna sem vildu líka fá einhverjar vaktir... En ég held ég sé nú samt búin að vinna mér inn fyrir smá jólafríi um næstu jól... sem ég hef hugsað mér að eyða í Gautaborg hjá heittelskaðri einkadóttur minni, tengdadóttur og tengdadótturdóttur... !
Skrapp til læknis milli jóla og nýjárs... fer ekki nema ég virkilega neyðist til þess og núna virkilega neyddist ég til þess... búin að finna svo mikið og lengi til í öðru hnénu... Læknirinn skoðaði hnéð vel og vandlega og spurði svo hvenær ég hefði meitt mig... "Fyrir svona *þmfndrsm* síðan" sagði ég... "Ha ?" sagði læknirinn og ég endurtók sömu setninguna... "Ég heyri ekki hvað þú segir" sagði læknirinn... "Fyrir svona þremur árum síðan" sagði ég þá... Þá fór hann að hlæja og sagði: "Já og þú ert bara komin strax"... fyndinn... Hann vildi fá mynd af þessu fína hné og lét mig svo líka fá ávísun á sjúkraþjálfun og bólgueyðandi többlur... vesen... Búin með többlurnar og er alveg að verða búin að ákveða að fara kannski að verða mér fljótlega úti um sjúkraþjálfun...
Notaði svo fyrsta frídaginn á nýja árinu... síðasta föstudag... til að fara í röntgen. Eins gott að hver mynd tók ekki langan tíma, vegna þess að alltaf þegar mér var sagt að vera nú alveg, alveg kyrr þá hélt ég niðri í mér andanum... Fór að pæla í þessu eftirá... ég geri þetta alltaf... held niðri í mér andanum ef ég á að vera alveg kyrr... eða er að vanda mig svakalega... eða eitthvað er að fara að gerast sem ég bíð eftir... eins gott ég þurfi ekki að bíða mjög lengi... ég gæti kafnað... !
Dagarnir fara eins og venjulega í að vinna og prjóna og slugsa... og láta mér líða vel á allan hátt... alltaf annað slagið að losa mig við eitthvað sem veldur mér vanlíðan... andlegri... ekkert sem ég segi endilega frá opinberlega... nema bara því að mér líði mikið betur...
Annars bara ferlega góð inn í þetta fína ár 2013... og vona að þið séuð það líka...
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna Birgisdóttir, 6.1.2013 kl. 12:48
Já, þú ert svo mikil læknakjelling... hehe
2013 verður gott ár, ég er alveg viss og ef við höldum áfram jákvæðinni, bjartsýninni og að hafa vit á að vera til þá mun allt fara að óskum.
Við erum nefnilega öll svo dýrmæt, hvert á sinn hátt og fólkið sem er í kring um okkur auðvitað lang dýrmætast . . enda fólkið okkar (og eðlilega lang líkast okkur... )
Því....að sjálfsögðu umgöngumst við bara fólk sem veitir okkur gleði og lífsfyllingu af því að við reynum að gera slíkt hið sama... ekki satt?
Takk fyrir að vera í mínu lífi....
Hóffa (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 12:59
Ragna mín:
Jónína Dúadóttir, 6.1.2013 kl. 13:04
Hóffa mín: Vildi að mér tækist að orða hugsanir mínar eins vel, fallega og skemmtilega eins þú getur alltaf... til dæmis: "Því....að sjálfsögðu umgöngumst við bara fólk sem veitir okkur gleði og lífsfyllingu af því að við reynum að gera slíkt hið sama... " Allt sem þú skrifar hérna er eins og talað út úr mínu hjarta...
Þakka þér sjálfri...
Jónína Dúadóttir, 6.1.2013 kl. 13:11
Gleðilegt nýtt ár elskuleg. Vonandi batnar þér fljótt og vel í hnénu, hressandi pistill eins og þín er von og vísa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 14:42
Ásthildur mín: Þakka þér fyrir mín kæra... og gleðilegt nýtt ár til þín og þinna
Jónína Dúadóttir, 6.1.2013 kl. 16:55
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 20:20
Er viss um að þetta ár verður okkur öllum gott. Neita að taka við neinu öðru. Muna svo bara að muna allt árið "anda inn, anda út" þá er minni hætta á köfnun sko. Njóttu lífsins nú þegar fólkið þitt er komið heim.
Ásrún (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 09:00
Farðu vel með hnéð á þér, þeim hættir til að versna illilega ef maður hugsar ekki vel um þau, tala af reynslu, knús á þig krúttið mitt
Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2013 kl. 12:37
Ásrún mín: Tek undir með þér... ekki annað í boði en þetta ár verði gott... og bara betra en það...
Jónína Dúadóttir, 7.1.2013 kl. 20:53
Ásdís mín: Æi... já, þú talar af leiðinda reynslu skinnið mitt...
Knús til baka
Jónína Dúadóttir, 7.1.2013 kl. 20:54
Þetta ár verður ekkert annað en alveg frábært!!! Og mikið er gaman að heyra að þú ætlir að eyða jólafríinu í "Götet" því þá veit ég að ég fæ líka að hitta þig!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 9.1.2013 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.