... samkvæmt leiðinlega útbreiddum almennum stöðlum... ég er nefnilega alls ekki mjó en er samt virkilega ánægð í eigin skinni... og býst ekkert við því að það fari að breytast eitthvað héðan af... enda sit ég uppi með sjálfa mig hvort sem mér líkar "betur eða verr" svo það er miklu skemmtilegra að hafa það þá "betur" Það hjálpar líka til við að viðhalda þessum ranghugmyndum mínum að mér er alveg sama hvað öðru fólki finnst um það hvernig ég er í laginu... og mér er líka alveg sama hvernig annað fólk er í laginu... enda hef ég engin samskipti við beinin, holdið og skinnið á því fólki sem ég hitti... Þetta mun af sérfræðingum vera kallað "útlitsblinda"... Ef ég á að lýsa manneskju þá get ég sagt þér hvað hún er sirka há... svo framarlega sem við bæði stöndum upp á endann... miðað út frá augum viðkomandi... hvort ég þarf að horfa upp eða niður eða beint fram til að horfa í augu hans/hennar... og hvort viðkomandi brosti... Einn af mínum mörgu göllum er hversu lélegt vitni ég yrði í sakamáli... "Geturðu lýst manninum sem þú sást hnupla eplinu ?" "Jájájá... hann var með svo gasalega falleg blá augu... !"
Ég á góða vinkonu sem er snyrtifræðingur með meiru og hún sér um að lita á mér augnhár og brúnir... ef hún gerir það ekki þá sést ekkert hvar þessi hár eru... eða bara hvort það eru einhver hár... þau eru svo agalega ljós frá náttúrunnar hendi... en nei ég er samt ekki ljóska Hún sér líka um að gefa mér tíma í þessu nauðsynlega viðhaldi og sér svo líka um að ég muni eftir að mæta Stundum er allur liturinn farinn einhverjum dögum áður en ég á að fara næst í klössun og þá tek ég fram maskarann... Var eiginlega "alveg nýbúin" að kaupa einn um daginn fannst mér, en komst að því á óþægilegan hátt að hann var löngu kominn fram yfir síðasta söludag... svo munaði nokkuð mörgum mánuðum meira að segja... Mig dauðsveið í augun þegar ég var búin að vera með hann einhverja stund... ég fór og keypti nýjan og nú átti svo að skella einhverjum lit á þetta föla andlit... málaði annað augað og þá hringdi síminn... Svo fór ég í vinnuna eins og lög gera ráð fyrir og sá þegar ég kom heim um kvöldið að ég hafði bara ekkert klárað að mála mig svo ég var fín um annað augað... umgerðin um hitt var eins föl og náttúran ætlaði henni að vera...
Það sést á þessu held ég að ég er enginn svakalegur útlitsdýrkandi... að vísu hjálpar að ég er líka svona af og til... lesist: oftast nær... svolítið annars hugar og þá er nú ekki við góðu að búast í þessum efnum... hleyp líka oftast aftur á bak í myrkri með lokuð augun í gegnum fataskápinn minn, enda árangurinn þá alveg eftir því... Og hárið... ég er alveg með hár og fer í klippingu þegar ég er búin að fá leið á að blása toppinn frá augunum til að geta séð út... en stundum gleymi ég alveg til hvers hárburstar voru fundnir upp... Einungis einu sinni hef ég gerst svo frumleg að fá mér strípur... ljósar... það geri ég aldrei aftur... morguninn eftir þegar ég leit í spegil böðuð í morgunsólinni þá sá ég þennan risastóra hlandbrunna klósettbursta þar sem hárið á mér átti að vera... ! Það var agaleg upplifun og ég æddi í hendingskasti á stofuna þar sem þetta var gert og heimtaði minn eigin heilbrigða heysátuháralit aftur...
Veturinn fer svolítið í taugarnar á mér... en það er eiginlega bara eðlilegt... ég á það nefnilega til að fara út á inniskónum... er kannski ekki alveg alltaf með hugann heima... og það er svolítið óþægilegt... að ég tali nú ekki um tímann sem fer í að þurfa að fara aftur inn og skipta um í mörgum tilfellum bæði skó og sokka... ef ég hef þá á annað borð farið í sokka...
Annars ferlega fín bara... að vísu er prentarinn bilaður... og þvottavélin... og elsku bíllinn minn blái er líka bilaður... en ég er svo heppin að eiga gamlan, góðan vin sem er ekki bara hjálpsamur heldur líka alveg meiriháttar flinkur... og hann hefur sko nóg að gera næstu daga...
Komin í þetta fína helgarfrí þangað til 18:00 á mánudag... hafið það gott... það ætla ég líka að gera...
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held, Ninna mín, að við séum frá sömu plánetu.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 8.2.2013 kl. 23:47
Anna Dóra mín: Það þykir mér ekki verra...
Jónína Dúadóttir, 8.2.2013 kl. 23:54
Ég er svo heppin að vera vinkona þín, takk fyrir kællega..
Ekki bara að þú sért svona útlitsblind . . . sem er fyndið orð . . . heldur ertu með svo fallega "innlitssjón" sem byggist á fordómaleysi þínu og víðsýni, jávæðni og bjartsýni sem þú hefur í massavís og þessi innlitssjón þín virðist ráða för þinni alla daga.
Sumir kalla þetta nú bara kærleika og það má líka alveg... og við erum flest með stútfullt hjarta af kærleika en of margir láta smáatriðin koma í veg fyrir að kærleikurinn stjórni lífi þeirra alla dag.
EN hinsvegar þekki ég yndislegt fólk sem er alltaf tipp topp alla daga og man alltaf eftir því að bæði klæða sig og mála á hverjum morgni... lítur vel út að utan og bara alveg þokkalegt að innan... (ég hef líka heyrt um fólk sem er flott að utan og ekki eins flott að innan... en ég þekki það ekki persónulega :)
Það verður samt alltaf þannig að maður hættir að taka eftir hvernig fólk lítur út í framan og að utan... heldur finnur maður bara hvernig það lítur út, tilfinningin sem maður dregur að sér með andardrættinum er það sem gerir það að verkum að manni finnst viðkomandi yndislegur (vel snyrtur og klæddur eða með ógreitt og ómálaður....)
Ef hjartað er útvortis.... só spíking... þá er viðkomandi fallegastur og flottastur.
ps... en ég er ekki alveg blind, ég sé alveg hvort fólk er í fötum og hvernig þau fara þeim og ég sé alveg hvort það er snyrt eða ekki, það bara skiptir mig ekki máli ef manneskjan höfðar til mín með verkum sínum og atferli.
Farðu vel með þig elsku Ninna og haltu áfram að vera þú... alveg ómetanleg <3
Hóffa (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 09:25
Hóffa mín: Þú ert dásamleg... og ég er svo innilega þakklát fyrir að fá að vera vinkona þín...Góður punktur þarna sem ég fæ að gera að mínum en gleymdi að taka fram: Ég sé alveg hvort fólk er í fötum... !
Jónína Dúadóttir, 9.2.2013 kl. 09:49
Hæ "útlitsblinda" skvísa (snilldarorð) ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki alveg útlitsblind, en ég lenti í því ár eftir ár að maskarinn rann út á tíma svo nú á ég engan og kaupi ekki oftar, er komin upp á lag með að draga einhverjar svartar línur við augun sem gera það að verkum að öllum finnst ég æði :) Þegar ég hugsa til þín þá sé ég alltaf brosið þitt og heyri hláturinn, man ekkert hvernig þú ert í laginu en ég vel reyndar sjálf að vera grönn því það er betra fyrir heilsuna mína, mig minnir að það hafi verið voða gott að taka utan um þig :) haltu endilega áfram að vera alveg eins og þú ert, það er best, mér finnst ekkert þurfa að breyta þér neitt, risaknús og faðmlag yfir fjöll og dali til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2013 kl. 11:56
Ásdís mín: Þú ert æði... og þarft ekki að gera neitt til að undir"strika" það...
Hjartans þakkir elsku vinkona og sömuleiðis... og risaknús til baka
Jónína Dúadóttir, 9.2.2013 kl. 12:10
Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2013 kl. 14:13
Hahaha alltaf hressileg mín kæra. Sé þig fyrir mér máluð kring um annað augað en ekki hitt
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2013 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.