Alltaf eitthvað gott að gerast.... :-)

Í september í hittifyrra skrapp ég á sjúkrahús í Svíþjóð í geisla sem áttu að hægja á og helst stoppa vöxtinn í æxli í höfðinu á mér... átti bara að vera svona smá... bara tvær til þrjár vikur að jafna mig, æxlið steinsofandi og málið dautt...Smile En... smá óheppni líklega, frekar en misskilningur... ég var heima með svima, hausverk og ógleði í 6 mánuði... ekki gaman, en það er búið... svona aðalatriðum...Wink Fór að vinna í febrúar í fyrra algerlega á þrjóskunni einni saman... en æxlið virðist vera alveg steinsofandi... og sefur vonandi vært næstu áratugina...Sleeping En... það sem verra var og ég eiginlega áttaði mig ekki á lengi, var að það hvarf svo mikið við þetta brambolt... ekki bara jafnvægið og heyrnin á öðru eyranu... heldur líka þrekið, sjálfstraustið, frumkvæðið og framkvæmdagleðin... sem er alveg nauðsynlegt að hafa...Undecided Þetta allt varð að öllum líkindum eftir einhversstaðar í kjallaranum á Karólinska sjúkrahúsinu... enda engir smá rang(h)alar þar niðri skal ég segja ykkur...Tounge

Ég áttaði mig samt ekki á því að ég hafði tapað þessu öllu fyrr en það fór að koma til baka... held minnið hafi líka orðið eftir... minnir að ég hafi gleymt að telja það með...Grin Það er ekki fyrr en nú í vetur að mér fannst þetta vera að koma til baka... og þá kom það líka svo hressilega að ég hentist af stað og keypti mér íbúð... og ég sem á ekki krónu með gati ! Mætti nú vera minna og jafnara... en mikið er þetta dásamlegt samt...Wizard

Búin að vera "í hoddninu" hjá yngri syninum... og búslóðin í skemmunni hjá þeim eldri, síðan haustið 2011... átti bara að vera í örfáa mánuði... þangað til ég væri búin að fara í þessa smá geisla þarna úti... teygðist aaaaaðeins úr því, en nú er það búið og ég loksins að flytja á mitt eigið heimili 15. maí 2013... og allir voða kátir...Tounge 

Ég hef aldrei á ævi minni búið ein, en mig er búið að langa til þess í ótal mörg ár og hlakka ofsalega mikið til...GrinAlltaf annaðhvort búið með manni og börnum eða bara börnum eða bara manni... nú er það bara égummigfrámértilmín... InLoveÞað verða líka endalaust jólogafmæli hjá mér þegar ég fer loksins að taka upp úr kössunum... ég man nefnilega voða lítið hvað er í þeim...Whistling Hef auðvitað grun um það en man ekkert endilega hvað ég á og á ekki þar... enda aldrei verið í sterku andlegu sambandi við dauða hluti... nema að sjálfsögðu Elskubílinnminnbláa en það er allt önnur saga...Wink 

Ferlega ánægð með lífið... eins og alltaf að vísu... en alveg sérstaklega núorðið... svo er líka sól úti...InLove

Hafið það gott, betra og best...SmileHeartSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Ragna Birgisdóttir, 24.3.2013 kl. 17:10

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Þú ert nú algert yndi !!!

Jónína Dúadóttir, 24.3.2013 kl. 17:15

3 identicon

Til lukku með þetta allt saman ljúfan mín, alrei að vita nema marr reki inn nef og heimti te á nýja staðnum ;)

Knúz og kramz

Jokka

Jokka (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 17:53

4 identicon

Aftur til hamingju með íbúðina, verður ekkert smá spennandi að taka upp úr kössunum og finna það sem búið er að bíða þín í kössum allan þennan tíma.

Ásrún (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 18:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott kona og einmitt svona afstaða er afstaða sigurvegarans elskuleg mín.  Gaman að vera vinur þinn og hafa aðgang að þessari lífsspeki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2013 kl. 18:34

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ánægjulegt hvað vel gengur hjá þér, þú ert svo sannarlega búin að vinna fyrir þessu og átt skilið að búa alveg eins og þú vilt

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2013 kl. 19:44

7 Smámynd: Dagný

Mikið óskaplega er þetta allt saman gleðilegt. Hamingjuóskir á hamingjuóskir ofan bestust mín :-)

Dagný, 24.3.2013 kl. 19:48

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Innilega velkomin

Jónína Dúadóttir, 24.3.2013 kl. 20:23

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásrún mín: Takk aftur... já það verður gaman

Jónína Dúadóttir, 24.3.2013 kl. 20:23

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Þakka þér mín kæra...

Jónína Dúadóttir, 24.3.2013 kl. 20:24

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Takk mín elskuleg... já ég hlakka svo til

Jónína Dúadóttir, 24.3.2013 kl. 20:25

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Hjartans þakkir og hjartans þakkir  

Jónína Dúadóttir, 24.3.2013 kl. 20:27

13 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

mikið ertu dugleg !

Erla Magna Alexandersdóttir, 24.3.2013 kl. 21:11

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erla Magnea: Þakka þér fyrir...

Jónína Dúadóttir, 24.3.2013 kl. 21:30

15 identicon

...ég hef sagt það áður og segi það enn.... enda aldrei of oft...
Þú ert svo yndisleg og mannbætandi og átt skilið það allra, allra besta fyrir þig.
Til hamingju  og ég hlakka líka til að sjá hvað kemur upp úr kössunum.. nei, djók,
Ég hlakka til að heimsækja þig á þitt eigið einkaheimili og það verður á þessu ári... eða því næsta.... ok... einhverntímann :):)

Hóffa (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 22:03

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hóffa mín: Þakka þér fyrir elskuleg mín og sömuleiðis

Þú kemur á þessu ári... ég tek upp á að bjóða þér einhvern vissan dag klukkan eitthvað... það er alltaf auðveldara að skipuleggja sig svoleiðis... bilíf mí mæ djér, æ nó...  Það verður virkilega gaman... bæði að fá þig í heimsókn og fá að sjá ofan í kassana mína... og þú mátt sko alveg sjá líka... 

Jónína Dúadóttir, 24.3.2013 kl. 22:07

17 identicon

Gangi þér vel Jónína og njótu nú lífsins til fullnistu

kveðja Nína Hrönn

Nína Hrönn Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 22:14

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nina Hrönn: Þakka þér fyrir, það er sko meiningin

Jónína Dúadóttir, 24.3.2013 kl. 23:10

19 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Bestu hamingjuóskir, Ninna mín. Þar kom að því að þú fengir að lifa í þínu eigin sjálfi. Njóttu þess í botn.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 30.3.2013 kl. 10:29

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Anna Dóra mín: Þakka þér innilega fyrir... já mér finnst líka kominn tími til...

Jónína Dúadóttir, 30.3.2013 kl. 23:06

21 Smámynd: Anna Guðný

Innilega til hamingju með það. Ma spyrja hvar þessi íbúð er í bænum?

Anna Guðný , 3.4.2013 kl. 20:41

22 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Anna mín: Þakka þér fyrir  Já þú mátt sko alveg spyrja... hún er í Kjalarsíðu 12 c

Jónína Dúadóttir, 7.4.2013 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband