... eftir mitt prívat og persónulega "páskafrí" undanfarna tvo aðgerðaleysisletidaga... Virkilega farin að pakka í huganum þessu litla sem ég er með hér af búslóðinni minni... flyt eftir 5 vikur... Og ef ég þekki mig rétt... sem ég geri vissulega... þá verð ég sko ekki búin að ganga frá öllu... nema þá bara í huganum... 15. maí... daginn sem ég fæ íbúðina afhenta Svo kannski þyrfti ég bara að fresta flutningunum þangað til daginn eftir... neinei, segi bara svona... það mundi nefnilega ekki breyta neinu...
Ég hlakka alveg óskaplega til... og veit mér kemur til með að líða dásamlega... á mínu eigin heimili... loksins... Það er alveg sama í hvaða herbergi eða húsi eða bæ eða landshluta eða landi maður býr... ef maður er ekki ánægður með sjálfan sig og líf sitt og það sem maður er að fá út úr því, þá getur maður alveg eins bara húkt í einhverju horni... aðrir veggir eða annað tungumál breytir þá engu þar um... þá er einhverra annarra aðgerða þörf... En málið er að ég er bara svo innilega ánægð með sjálfa mig og það sem ég er að gera í lífinu, vinnunni og einkalífinu að það er miklu meira en öruggt að ég verð ánægð...
Meira að segja farin að hlakka til að baka... og sauma á saumavélina mína... og það hef ég ekki gert í mörg ár... einfaldlega bara alls ekkert langað til þess... en nú er öldin önnur...
Auðvitað hef ég mín vandamál eins og aðrir... en ég kýs að hafa þau ekki uppi á borðinu, miklu skemmtilegra að að geyma þau undir borðinu só tú spík... Enda eru mín vandamál meira svona lúxusvandamál frekar en hitt...
Að vísu er eitt sem ég á mjög erfitt með... það er nú dálítið alvarlegt mál eiginlega... og ég veit ekki alveg hvernig ég á að tækla það... það getur enginn hjálpað mér við það... verð að finna út úr því sjálf... og það er erfitt... Það er þetta með að haga mér eins og DAMA... ég þarf sko að reyna að temja mér það... sem sagt að hreyfa mig rólega og yfirvegað=dömulega þá... ef ég þarf að snúa mér við... gera það hægt og rólega=dömulega... ef ég er að reisa mig upp... gera það hægt og rólega=dömulega... til þess að ég missi ekki fjandans jafnvægið í tíma og ótíma og rúlli ekki um koll eða slagi vægast sagt miður dömulega um öll gólf... Sem betur fer er ég ekki mjög spéhrædd svo þetta "hrikalega alvarlega vandamál" liggur alls ekki þungt á sálinni... meira svona að þetta fari í taugarnar á mér... hefur kannski... en samt bara kannski... eitthvað með óþolinmæði að gera...
Annars ferlega góð bara... eins og alltaf... og fer að vinna í fyrramálið... afslöppuð og endurnærð...
Þangað til næst... látið ykkur líða vel...
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er yndislegt þú uppáhalds fallega norðanvinkonusál Ég samgleðst þér innilega með þetta allt saman:)
Ragna Birgisdóttir, 7.4.2013 kl. 22:17
Ragna mín: Þakka þér fyrir mín kæra vinkona
Jónína Dúadóttir, 7.4.2013 kl. 22:18
Allt saman satt og rétt og mikið skil ég vel að þú hlakkir til að flytja í þitt eigið. Gangi þér vel að pakka ;-)
Dagný, 7.4.2013 kl. 22:29
Dagný mín: Þakka þér fyrir... og sömuleiðis bara
Jónína Dúadóttir, 7.4.2013 kl. 22:35
Það er víst ekki öllum gefið að vera dömulegar.... og ósennilegt að það séu námskeið í svoleiðis tildri ... og það er sennilega hvort sem er allt of seint fyrir þig að breytast í dömu...
En elsku vina mína.... grínlaust þá er fullt af dömum út um allt, allar voða flottar að utan, detta aldrei og hreyfa sig alltaf hægt og rólega.
Dömur sem slangra ekki né rúlla um koll... en þær eru ekki eins yndislegar að innan og þú, ekki eins gefandi, uppbyggjandi, vinalegar og jákvæðar og þú. Þær eru frekar svona stífar og spenntar af því þær eru svo uppteknar af því að detta ekki, halda ballans og vera yfirvegaðar.... þær gleyma næstum að taka þátt í lífinu, að lifa í núinu.... og sumar þeirra eru meira að segja spéhræddar!
-Elsku Ninna, haltu bara áfram að vera þú, þar ertu flottust og best
Hóffa (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 23:25
Hóffa mín: Takk elskulega vinkonan mín Þú hefur alltaf svo margt fallegt að segja og manst alltaf eftir að segja það... er alltaf að burðast við að taka þig mér til fyrirmyndar...
Jú ætli það sé ekki of seint fyrir mig að fara að leika dömu... einn læknirinn sagði að vísu að "svona dama eins og þú (ég sem sagt) verður nú ekki í neinum vandræðum með að læra á þetta" En hann hefur það sér til afsökunar að hann þekkir mig alls ekki neitt... og svo er kannski líka eitthvað að sjóninni í honum...
Jónína Dúadóttir, 8.4.2013 kl. 07:53
Blessuð vertu ekkert að reyna að vera dömuleg, overrated ég er brussa og ætla bara að vera það, en hvar er nýja íbúðin þín í bænum? vona að ég sjái þig í næstu norðurferð, læk jú as jú ar ekki breytast. KNÚS
Ásdís Sigurðardóttir, 9.4.2013 kl. 11:39
Ásdís mín: Takk elsku ljósið mitt... og sömuleiðisGæti ekkert orðið dama þó ég reyndi það... eina sem ég get er að passa mig að detta ekki... búin að fá marbletti og skrámur fyrir lífstíð núna undanfarin tæp 2 ár
Íbúðin mín er í Kjalarsíðu 12 c... og þú átt hér með heimboð næst þegar þú kemur norður Knús til baka
Jónína Dúadóttir, 9.4.2013 kl. 16:24
Frábært að heyra elsku Jónína mín, með íbúðina. Þetta með dömulegheitin... það hlýtur að koma smátt og smátt svona í ljósi svimans og allt það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2013 kl. 18:28
Ásthildur mín: Takk mín elskuleg Dama verð ég sjálfsagt seint en er mikið búin að læra á jafnvægisskortinn... þarf bara að læra að meta aðstæður rétt hverju sinni...
Jónína Dúadóttir, 10.4.2013 kl. 09:54
Takk Ninna mín,
Ásdís Sigurðardóttir, 10.4.2013 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.