Einfalt mál... eða ekki... ;-)

... þó ég bloggi aldrei um stjórnmál þá hef ég alveg skoðanir á hinu og þessu í þeim geiranum... en skil samt ekki alveg allt þar frekar en annarsstaðar...Wink Eitt hefur dálítið vafist fyrir mér undanfarið og það eru öll þessi litlu framboð... af hverju eru þau allt í einu að koma fram korteri fyrir kosningar... ? Vissi þetta fólk ekki fyrr en rétt fyrir skilafrest til framboðs að það hefði áhuga á pólitík og langaði að vera með... ? Er ekki búið að vera alveg ljóst... og það bara nokkuð lengi... að það eru kosningar til Alþingis fjórða hvert ár hér á landi ? Hefði ekki verið skynsamlegra og vænlegra til einhvers árangurs að vera búin að stofna flokk eða einhverskonar hreyfingu til dæmis í fyrra... eða jafnvel fyrr... undirbúa þetta almennilega, kynna vel og gefa sér góðan tíma í að vanda sig við að velja fólk sem gæti verið á framboðslista... ? Mér finnst þetta ekkert traustvekjandi eða trúverðugt að koma bara svona allt í einu eins og skrattinn úr sauðaleggnum...Woundering

Mér finnst þetta svona svipað eins og fólk sem heldur alltaf jól og veit alveg að þau koma á hverju ári... og það er nú ekki einu sinni verið að rugla með dagsetninguna á þeim... en fer samt af stað í stresskasti rétt fyrir hver einustu jól eins og þau komi alltaf jafnmikið á óvart...Tounge 

Það var hringt í mig frá einu af þessum litlu framboðum um daginn og ég spurð hvort ég vildi vera á listanum hjá þeim, af því að maðurinn hafði frétt frá einhverri konu að ég væri góð í vinnunni minni... og ég varð sko að svara strax af því að listinn þurfti að fara í vél... líklega flugvél... daginn eftir... ! Hvurslags vinnubrögð eru þetta ? Shocking Ég varð auðvitað að samþykkja þetta með vinnuna mína og að þessi kona hefði auðvitað alveg rétt fyrir sér...Grin En, nei takk ég ætlaði ekki að vera með á þessum lista... þó ekki væri nema af þeirri ástæðu einni að fólk hlýtur að fá að hugsa sig um áður en það fer út í eitthvað svoleiðis... og vill kannski líka vita eitthvað um það sem það er beðið að taka þátt í...Wink En af því að maðurinn þekkir mig alls ekki neitt og veit sem sé ekki að ég segi ekki alltaf allt sem ég meina, en meina allt sem ég segi þá strögglaði hann góða stund og spurði mig nokkrum sinnum... í einu og sama símtalinu... hvort ég mundi ekki alveg örugglega skipta um skoðun...Tounge Þegar hann svo sannfærðist að lokum um að það mundi ég bara alls ekki gera, þá bað hann mig að nefna eitthvað annað fólk sem ég héldi að mundi vilja gera þetta... honum var greinilega alveg sama hvaða vitleysingur tæki sæti á þessum lista svo framarlega sem hægt væri að manna hann áður en hann þurfti að fara í vél daginn eftir... !W00t Á það bara að vera nóg ? Mér finnst það ekki...Wink

Annars ferlega góð inn í mitt fína helgarfrí og hef ekki miklar áhyggjur af þessu...Grin Tuttugu og fimm... 25... dagar þangað til ég fæ íbúðina mína... vorið að koma... og lífið er dásamlegt...InLove  

Góða helgi góða fólk...SmileHeartSmile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar elsku Ninna.
Og tuttuguogfimm dagar líða hratt

Kveðja út í vorið til þín.....

Hóffa (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 10:19

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hárrétt mín kæra eins og alltaf. Kveðja úr suðurhöfum

Ragna Birgisdóttir, 20.4.2013 kl. 10:25

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hóffa mín: Þakka þér fyrir elsku vinkona...

Já... 25 dagar verða liðnir... já og vorið líka komið... áður en ég veit af

Bestu kveðjur í snjóskaflana... með von um að þeir fari að hörfa...

Jónína Dúadóttir, 20.4.2013 kl. 10:27

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Takk mín elskuleg... og kveðja til baka í suðurhöfin

Jónína Dúadóttir, 20.4.2013 kl. 10:30

5 identicon

Alltaf gaman að lesa pælingarnar þínar Jónína....vííí 25 dagarnir líða hviss bamm búmm spennandi alltaf að koma sér fyrir á nýjum stað og alls ekki verra að sé manns eigins staður;) Góða helgi "næstum því orðin þingkona" :)

Erna Hauksdottir (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 11:18

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert svo skynsöm, segi sko ekki annað.  Ég er algjörlega sammála þér, þessvega kýs ég ekki litlu framboðin, því þau eru svo hraðsoðin, ekki að þar sé endilega neitt verra fólk á ferðinni en í þeim stóru, en fyrirhyggjan er lítil og það lofar ekki góðu 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2013 kl. 11:27

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Takk stelpa... og góða helgi líka... 

Jónína Dúadóttir, 20.4.2013 kl. 20:30

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Takk vinkona... mér finnst líka ekkert athugavert við fólkið... enda þekki ég það ekki, það er bara aðferðin sem mér líkar ekki...

Jónína Dúadóttir, 20.4.2013 kl. 20:32

9 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Áhugavert. Ég hef lengi haft ímigust á pólitík. Þetta eru, að ég held, eintómar *****sleikingar. Merkilegt að sumir skuli vilja taka þetta að sér.

Theódór Gunnarsson, 21.4.2013 kl. 01:05

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2013 kl. 11:05

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er frekar ótrúlegt að vera svona algjörlega á síðasta snúning.  Dögun hefur verið heilt ár að vinna að sínu framboði, en vildi ekki fara í að setja fólk á lista fyrr en ljóst var um megin markmiðin.  Frambjóðendur verða að finna það í hjarta sínu að þeir vilji virkilega vinna að framgangi framboðs, annars geta þeir ekki verið trúverðugir.  Því rétt eins og kjósendur þurfa að kjósa með hjartanu það framboð sem þeim hugnast best, verða frambjóðendur að vera einlægir í því sem þeir hafa tekið að sér.  Annars gengur dæmið ekki upp.

En elskuleg mín alltaf gaman að lesa pælingarnar þínar, gefandi og skemmtilegar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2013 kl. 09:22

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Einmitt eins og ég hefði viljað orðað þetta... þú ert svo mikill snillingur... 

Takk elskuleg mín... og sömuleiðis !

Jónína Dúadóttir, 22.4.2013 kl. 09:28

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2013 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband