... kjaftasögum... baktali... eða sem sagt þegar fólk talar um eitthvað sem það hefur bara frétt einhversstaðar um einhvern, trúir því eins og nýju neti og dreifir því svo bara áfram án þess að hafa nokkra sönnun fyrir því að það hafi bara yfirleitt átt sér stað... Við gerum þetta líklega öll... því miður... en mig persónulega langar til að halda að ég geri ekki voðalega mikið af því að fara með staðlausa stafi... ekki endilega vegna þess að ég sé svo góð manneskja... sem ég reyni nú samt að vera... heldur meira kannski vegna þess að ég er svolítið gleymin...
En gleymsku minnar vegna ættu náttulega svona sögur... og þá er ég að meina um mig... að koma sér vel... ég gæti þá komist að því úr öllum áttum hvað ég gerði og sagði við hin ýmsustu tækifæri... og þyrfti þá ekki að hafa fyrir því að muna það sjálf... Ættu að koma sér vel já... en það bara virkar víst ekki þannig... ég er að heyra hinar og þessar sögur um hvað ég hef gert... og hvað ég hef ekki gert... en get ekki með nokkur móti munað eftir einu sinni helmingnum af því... sem er svolítið skrítið vegna þess að ég er nú ekki alveg dottin út sko... og svo hef ég heldur ekkert verið spurð...
Það er auðvitað deginum ljósara að ef einhver vill vita eitthvað um mig... hvað ég hef gert eða ekki gert... þá er langbest að spyrja mig bara... ef mér finnst viðkomandi þurfa að vita það og líka þá svo framarlega sem ég man það, þá er mér ljúft að segja frá... Alltaf best að hafa upplýsingarnar frá fyrstu hendi... svona allavega þær sem ekki komast bókstaflega á síður mannkynssögunnar... og ég leyfi mér að halda því fram að mínar athafnir... já og/eða athafnaleysi... koma ekki til með að taka pláss þar...
Ég er ekki bara svolítið gleymin, ég er líka svolítið löt... ég sem sagt nenni bara að lifa mínu lífi... hugsa um það og einbeita mér að því... aðrir verða bara að fá að lifa sínu lífi án afskipta frá mér... og eiga líka svo innilega sjálfsagðan rétt á því... Og svo má einfaldlega bara orða það þannig að ég hef barasta ekki nokkurn einasta rétt á að skipta mér að því sem mér kemur ekkert við...
Annars bara... að venju... býsna góð inn í þennan sólríka sunnudag... sólin er sko þarna uppi, hún bara sést ekki alveg í augnablikinu... og það eru bara 10 dagar þangað til ég fæ íbúðina mína !
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
FLottur pistill Jónína mín, já það er oft þannig að við berum áfram eitthvað sem mætti kjurrt liggja. ég er eins og þú dálítið gleymin, gleymi til dæmis öllum bröndurum sem ég heyri, þó mig langi til að segja þá áfram, þá eru þeir einfaldlega flognir á braut. En það er alveg rétt að svona baknag og sögur eru hræðilegar sérstaklega fyrir fólk sem verður fyrir því og er saklaust af áburðinum. Því það er ekki hægt að bera af sér það sem ekki er sagt beint við mann, eða maður spurður beint.
Þess vegna er rétt sem þú segir, það er best bara að spyrja viðkomandi manneskju ef maður virkilega vill vita hvað er í gangi, en annars bara láta það falla í gleymskunnar dá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2013 kl. 17:41
Ásthildur mín: Þakka þér fyrir elskuleg mín
Já ég er eins og þú... jafngleymin á brandara og kjaftasögur... vildi samt geta munað stöku brandara 
... í gleymskunnar dá... nákvæmlega...
Knús í húsið þitt...
Jónína Dúadóttir, 6.5.2013 kl. 23:02
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2013 kl. 23:29
Amen bara :)
Jóhanna Pálmadóttir, 15.5.2013 kl. 01:11
Jóka mín: Já... eiginlega sko
Jónína Dúadóttir, 15.5.2013 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.