... skrifa í dag af því að ef ég fresta því til morguns þá haldið þið kannski að ég sé að reyna að gabba... en ég er bara alls ekkert flink við það... held það stafi mestmegnis af einhverskonar fattleysi... ;-) Og svo skrifa ég hér náttulega líka af því að ég er í fríi í dag og finnst ég hafa allan tímann í veröldinni til að hangsa við það sem mér dettur í hug... :-)
Búin að vinna núna 6 eða 7 daga í röð og mér sýnist ráðskonan hafa notað tækifærið og stungið af á meðan... :-D En það er auðvelt og ánægjulegt að bæta úr því... enda mitt eigið heimili og mér leiðist alls ekkert að dúlla mér hér... ;-) Bráðum ár liðið síðan ég keypti mér þessa íbúð og mér hefur ekki liðið svona vel í alveg ofsalega mörg ár... þegar ég flutti hingað inn var eins og ég væri að "flytja að heiman" í fyrsta skipti... hef nefnilega aldrei búið ein áður, en langað til þess afskaplega lengi... og það stendur algerlega undir öllum mínum væntingum... :-D
Lífið er einstaklega ljúft... einhvertímann hefði ég sagt "allt of ljúft" en ég er löngu hætt þeirri leiðinda hógværð... ég á allt gott skilið og rúmlega það... eins og reyndar allir aðrir... já eða... segjum langflestir aðrir... ;-)
Á morgun eru 16 ár liðin síðan ég byrjaði að vinna hjá Heimaþjónustu Akureyrarbæjar... man bara dagsetninguna af því að það er fyrsti apríl... held samt að ég hafi ártalið á hreinu... nokkurnveginn allavega... ;-) Fór í viðtal á mánudegi, skilaði skriflegri umsókn á þriðjudegi og var byrjuð að vinna klukkan 8 á miðvikudagsmorgni... mjög svo stutt ferli... ! Of stutt fannst mér nú vegna þess að það var verið að senda mig inn á heimili til fólks... ég sjálf veit að mér er alveg treystandi, en fólk sem þekkir mig ekki neitt veit það ekki... ;-) Það var ekki haft samband við neinn fyrri vinnuveitanda... held líka að ég hafi mestmegnis verið ráðin út á nafnið hans pabba... það þekktu hann allir... held líka að langflestum hafi líkað vel við hann... og ég græddi á því... :-D
Í dag ætla ég bara að gera það sem mig langar til að gera... "vinna upp í slæpur" hérna heima... og hitta barnabörnin mín... kannski geri ég eitthvað fleira... kannski ekki... :-)
Verum góð... og brosum... líka til ókunnugra... það er svo gaman ! :-D *hjarta*
Pé ess: Bloggið mitt er orðið eitthvað ryðgað... kannski af því að ég hef ekki skrifað hér svo lengi... en ég get ekki sett inn "broskalla"... þeir vilja ekki límast... og á meðan ég fór fram að sækja mér kaffi þá hvarf hellingur sem ég hafði skrifað... ! :-D
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm og jæja... þessar ráðskonur eru svo hrikalega óáreiðanlegar....annaðhvort að reka hana eða hækka við hana kaupið...(mín er svona líka... lætur sig hverfa í tíma og ótíma...)
Lífið er ljúft... og alveg eins ljúft og maður vill að það sé... þó stundum séu einhverjir hálfvitar að bögga mann og skemma ljúfheitin... en þeir fá auðvitað bara einn á gúmorinn með ljúfu brosi :)
Ég held líka að langflestum líki við þig... með eða án pabba þíns....... eru líkindi með þessu...haha
Skemmtu þér vel í dag og alltaf... og góðar kveðjur, hh
hóffa (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 10:50
Hóffa mín: Já... ert þú líka með eina sollis ráðskonu... ? :-D Takk elskuleg og sömuleiðis bara... já held það séu líkindi með´essu :-D
Jónína Dúadóttir, 31.3.2014 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.