Það væri nú í rauninni heiðarlegra að segja bara gleðilegt páskafrí ! Ég hef aldrei fundið neitt sérstaklega gleðilegt við páskahátíðina sjálfa, það er bara gaman að fá fríið. Og að fá páskaegg er í sjálfu sér ekkert merkilegt ef grannt er skoðað, ég get alltaf keypt mér súkkulaði þegar mig langar í það. Páskaegg er bara skreytt súkkulaði, mikið dýrara en súkkulaðistykkið sem ég mundi kaupa mér í Nettó ! Það er samt gaman í páskafríi og sem betur fer finnst mér ennþá fylgja því sérstök stemning að fá páskaegg !
Mér er samt alveg sama núorðið hversu stórt það er, því minna, þess betra fyrir mig. Ég held því mjög ákveðið fram, að súkkulaði sé hollt, fyrir sálina en ekki fyrir fötin mín, þau gætu tekið upp á því að minnka ef ég borðaði mikið af því. Í gær uppgötvaði ég, mér til gífurlegrar gleði, að rifsberjarunnarnir mínir eru farnir að laufgast og ákvað í framhaldinu að nú væri það loksins að gerast : vorið væri komið ! En þegar ég vaknaði í morgun, þá var 10 cm jafnfallinn snjór yfir öllu. Hm....einhver smáskekkja í útreikningunum, annað hvort hjá mér eða veðurguðunum. Nú verð ég bara að vona að rifsberjarunnunum mínum hafi ekki orðið meint af. Það er nefnilega ekki mér að þakka að þeir vaxa þarna og dafna, ég er sko alls ekki með græna fingur. Það er móðir náttúra sem er svo almennilega við garðyrkjuaula eins og mig, að sjá til þess að það séu til nokkurnveginn ódrepanlegar plöntur sem þarf bara að pota niður í moldina og svo sér hún um afganginn. Annars væri varla gras á lóðinni okkar held ég. Ég hef alltaf verið með inniblóm og finnst þaú vera órjúfanlegur hluti af innréttingum heimilisins, en það eru eyðimerkurplöntur sem mamma mín hefur komið til, upp í hendurnar á mér. Sérhannaðar fyrir fólk eins og mig, þær verða því flottari sem ég gleymi oftar og lengur að vökva þær og þeim virðist vera alveg nákvæmlega sama þó þær séu ekki umpottaðar nema svona að meðaltali annan hvern áratug. Eigið góðan dag fríi og góðum mat og páskaeggjum


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snjórinn er eins nauðsynlegur og súkkulaðið.Hvað gæti verið betra en að sitja í snjóskafli og borða páskaegg?
Birna Dúadóttir, 8.4.2007 kl. 10:11
Ég hef engin blóm bara ketti, nenni ekki að tína blómin upp af gólfinu þegar kettirnir eru búin að hrinda þeim niður! Gleðilega páska og verði ykkur súkkulaðið að góðu
Erna Evudóttir, 8.4.2007 kl. 11:02
Á skíðum skemmti ég mér trallalla...... Nehei ég er að prjóna peysuna hennar Jóku og á eftir ætlum við að grilla
Jónína Dúadóttir, 8.4.2007 kl. 15:57
Grilla úti? Megið það alveg fyrir mér, ég verð samt bara inni og borða þar
Erna Evudóttir, 8.4.2007 kl. 16:32
Yndislegt
Gleðilega páska!
Jóhanna Pálmadóttir, 8.4.2007 kl. 16:34
Við borðum inni þegar Jói er búinn að grilla úti
Jónína Dúadóttir, 8.4.2007 kl. 16:45
Jói er góður maður,svona eldamaður,eða grill maður
eða...
Birna Dúadóttir, 8.4.2007 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.