........ er titill á lagi sem Laddi söng einhverntímann. Ég rakst á þennan texta á prenti fyrir nokkrum árum síðan og virkilega stúderaði hann. Þessi texti er snilld og alvöru ættfræði í rauninni, þó ekki með neinum nöfnum auðvitað. Þetta passaði allt með viðeigandi stjúp-öfum-ömmum-feðrum-mæðrum og börnum og þarna sýnir hann fram á það, að hann er afi sjálfs sín. Þó ég ætti lífið að leysa þá gæti ég ekki útskýrt hvernig, enda alltaf haldið því fram að ég sé ættfræðiaulinn í fjölskyldunni. Svo á ég systur sem hafa virkilega gaman af að leika sér með ættfræðina og hér eru smádæmi : tengdadóttir föðurafa okkar er auðvitað mamma okkar, næstelsta barn tengdadóttur föðurafa okkar er þá ég. Mér datt í hug í morgun þegar ég vaknaði að tengdafaðir tengdadóttur föðurafa míns er þá pabbi hans pabba. Semsagt föðurafi minn. Djúúúpt svona í morgunsárið og dæmigert fyrir fólk sem virkilega hefur ekkert annað sem það nennir að taka sér fyrir hendur að morgni annars páskadags. Ég ætla að byrja að vinna á morgun, en það er nú víst ekki alveg svona einfalt að ég geti bara mætt og byrjað. Neibb ég þarf að koma með starfshæfnisvottorð. Aldrei heyrt þetta áður enda misskyldi ég þetta þegar yfirmaðurinn minn sagði mér að þetta yrði ég að koma með. Bíddu, þarf ég að koma með vottorð til að sýna fram á að það ég geti ennþá unnið vinnuna sem ég er búin að vera í, núna í 9 ár ? Nei, sko, af því að ég er búin að vera þetta lengi frá vinnu, þarf læknir að votta það að ég sé orðin nógu góð til að byrja aftur. Hvað veit hann um það, annað en það sem ég segi honum ? Ókí dókí, mér er treyst fyrir alls konar fólki í allskonar aðstæðum með allskonar sjúkdóma í vinnunni minni, en mér er ekki treystandi til þess að segja sjálf til um það hvort ég get unnið. Ég er farin að geta gengi yfirleitt nokkurnveginn sársaukalaust, en verð að treysta því að það sé komið vor, af því að ég get enn sem komið er bara verið í eldgömlu inniskónum mínum og þeir eru hvorki vatns né vindheldir, en ég held samt að ég geti unnið vinnuna mína. Eigið góðan dag í páskarestinni

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrirgefðu afskiptasemina en er ekki Helga systir þín næstelsta barnið hennar ömmu Evu (amk opinberlega)? Hélt nefnilega að Ívar væri elstur?
Jóhanna Pálmadóttir, 9.4.2007 kl. 13:16
Að sjálfsögðu hefur þú rétt fyrir þér litla systir ! Opinberlega er Ívar elstur
En ég hef látið duga að telja bara okkur alsystkinin, nógu getur þetta verið flókið samt
Ættfræðin sko 
Jónína Dúadóttir, 9.4.2007 kl. 14:07
Áttir þú ekki einusinni skjal sem staðfesti að þú hefðir eitthvað í höfðinu, dugar það ekki sem starfshæfnivottorð? Ég veit að ég er með einhverja flækju í höfðinu, á einhversstaðar pappíra upp á það
Erna Evudóttir, 9.4.2007 kl. 16:50
Ja, það var nú sko eiginlega þannig, að ég fékk árlega í nokkur ár staðfest, að ég væri ekki með neitt í höfðinu
Og svo skrítið sem það var nú, þá var ég alltaf mjög ánægð þegar mér var sagt þetta
Jónína Dúadóttir, 9.4.2007 kl. 17:36
Höfuðið á mér er fullt af,dónalegum hugsunum núna.Segi þær bara off line
Birna Dúadóttir, 9.4.2007 kl. 19:55
Birna þú ert perri
sem er gott og gaman!
Erna Evudóttir, 10.4.2007 kl. 10:19
Og þú þarft ekki einu sinni vottorð upp á það
Jónína Dúadóttir, 10.4.2007 kl. 10:32
Jamm ég er perri,sem er gott.Var rétt í þessu að skoða heimsmarkaðs verð á leðri og latexi,meiri andsk..hækkunin á þessu.Það er nú orðið laglegt ef maður hefur ekki lengur efni á að vera almennilegur perri,þá er nú fokið í flest
Birna Dúadóttir, 10.4.2007 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.