Hvað klikkaði ?

Jæja þá er ég byrjuð að vinna aftur, eftir 3 mánuði í veikindafríinu mínu. Það átti nú að gerast hægt og rólega en þau rólegheit misfórust einhversstaðar í kerfinu. Þá virkar ekki Slow town hraðinn, ég hlýt að vera algerlega ómissandi ! Ég er að fara að vinna núna klukkan 8 í staðinn fyrir klukkan 10 eins og áður og er líka farin að vinna á kvöldin. Ég verð að komast að því hvað það var sem klikkaði !Wink Þessa dagana er allur fréttaflutningur bara frá og um ofsalega gott og sanngjarnt fólk í sparifötunum og með falleg bros og ennþá fallegri skoðanir og áætlanir um framtíð íslensku þjóðarinnar. Það líður sem sagt að þingkosningum á Íslandi. Ef ég væri ekki svona tortryggin og andstyggileg í mér, með kannski aðeins of stóran skammt af kaldhæðni innanborðs, þá sæi ég fyrir mér land dásemdanna, Ísland, þegar horft er til framtíðarinnar eins og allt þetta góða og fallega fólk lýsir henni. En, æi.... ég er löngu hætt að hlusta, nema með öðru eyranu og hálf ógeðslegu glotti á andlitinu og held bara áfram að prjóna lopapeysuna hennar Jóku eins og ekkert sé. Hvernig er líka hægt að taka mark á öllu þessu ? Og af hverju skyldi ég ekki taka mark á því, fjórða hvert ár að allir vilji allt í einu vera svo gasalega góðir við gamla fólkið ? Er af því að ég er tortryggin og leiðinleg manneskja eða skyldi það vera vegna þess að ekkert af þessu góða fólki sýnir neinn áhuga á að vera almennilegt við gamla fólkið nema korteri fyrir kosningar, fjórða hvert ár! Mér leiðist þetta endalausa óþarfa kjaftæði og bíð í ofvæni eftir því að einhver komi fram á sjónarsviðið sem talar minna og framkvæmir þess meira. Ekki séð þá manneskju ennþá, en ég bíð og ég bíð og ég bíð og........... Og á meðan ég bíð : eigið öll góðan dag Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Passaðu þig bara á að halda ekki niðrí þér andanum meðan þú bíður, það gæti endað með ósköpum

Erna Evudóttir, 11.4.2007 kl. 07:48

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hrædd um það já

Jónína Dúadóttir, 11.4.2007 kl. 12:29

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sko pólitískt séð finnst mér þetta nú eiginlega alveg rétt,nema ef vera skyldi að það væri það ekki,en ég segi eins og Erna,ekki bíða lengi

Birna Dúadóttir, 11.4.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband