Við spúsi minn erum að fara að búa okkur til stofu, eins og okkur langar til að hafa hana. Íbúðin okkar var áður verulega stór bílskúr, þannig að líklega má segja að við séum að byggja. Það hljómar svo flott ! Þetta þýðir auðvitað að allt fer á annan endann og verður þannig í nokkrar vikur og mér finnst það gaman. Svo er það auðvitað í leiðinni brilliant afsökun fyrir mig, til að þurfa ekki að vera að þrífa of oft. Það borgar sig auðvitað ekki að vera að þrífa neitt sérstaklega vel, fyrr en allt er búið. Enda er miklu skemmtilegra að smíða !
Ég er svo oft spurð að því í vinnunni minni í Heimaþjónustunni, hvort það sé ekki alltaf allt svo hreint og flott heima hjá mér, hvort ég sé ekki alltaf að þrífa ! "Gömlurnar mínar" eru ánægðar með mig, sérstaklega þær sem virðast ekki hafa nein áhugamál önnur en ímyndað ryk í öllum skúmaskotum. Það er allt í lagi, ég er á góðu kaupi við að þrífa ímyndaða rykið þeirra og ef þær eru ánægðar er tilgangnum náð. En það virðist svo oft haldast í hendur að þegar rykáhuginn ógurlegi vaknar, þá sofnar skopskynið. Mér fannst ég svo agalega fyndin, þegar ég fékk fyrst þessa spurningu um fínheitin heima hjá mér, og ég svaraði því til að ég mér dytti sko ekki í hug, að fara að hafa vinnuna með mér heim.
En ég var bara alveg ein um að finnast þetta nokkuð fyndið, svo ég hætti að svara þessu svona og gerði mér upp smá hógværð og samdi staðlað svar sem passaði : "Nei nei ekki segi ég það nú, en mér finnst mjög gaman hafa snyrtilegt í kringum mig." Þær koma aldrei, blessaðar, heim til mín og fá því aldrei að sjá að þetta er ekki alltaf alveg satt ! Eigið góðan dag



Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að þrífa er mjög "overrated activity" þarf að gerast en því miður of oft! Ég vann einusinni í heimilishjálp hjá konu sem vildi láta skúra parkettið sitt en EKKI með vatni
, svo ég skúraði gólfið ekki með vatni! Tek það fram að heima hjá mér skúra ég parkettið með vatni það verður nefnilega jafnskítugt og önnur gólf
Erna Evudóttir, 12.4.2007 kl. 09:32
Þegar ég flutti inn í mína íbúð komu einhverjir gaurar og bæði slípuðu og lökkuðu hjá mér parkettið, kvöddu svo með orðunum: "Ekki skúra með vatni!!!" Hvernig á maður þá að þrífa þetta?
Jóhanna Pálmadóttir, 12.4.2007 kl. 09:36
Skíturinn gerir nefnilega engan greinarmun á gólfefnum ! Og þá getur þetta lið bara vaðið skítinn upp í klof mín vegna
Jónína Dúadóttir, 12.4.2007 kl. 12:57
Þið eruð svo "miklar húsmæður"
Birna Dúadóttir, 12.4.2007 kl. 19:27
Ertað meina að þú sért ekki með parkett?
Erna Evudóttir, 12.4.2007 kl. 19:47
Ég er næstum því með parkett á stofunni, það er í stafla inni í geymslu
Kemst líklega á fyrir sumarið
Jónína Dúadóttir, 12.4.2007 kl. 20:46
Flott að vera að byggja.Hér í þessu dreifbýli ertu ekki inn ef þú ert ekki að byggja.Sjálfsagt sama hvað,bara ef þú getur sagt það
Birna Dúadóttir, 12.4.2007 kl. 21:06
Já þetta grunaði mig
Loksins telst ég "inn", þó það sé bara í Keflavík
Jónína Dúadóttir, 13.4.2007 kl. 06:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.