Við erum að rífa allt innan úr stofunni okkar. Hún var brún, bæði veggir og loft og það var alls ekki ásættanlegt lengur. Undir öllum þessum brúnu plötum er hvítur steinveggur, ekkert sérlega fallegur en það birti gífurlega í stofunni okkar þegar hann kom í ljós. Það er auðvitað allt á hvolfi, eins og gefur að skilja, en það er bara gaman þegar við erum að gera eitthvað svona. Við þurftum að færa skápa yfir í önnur herbergi og til þess að væri hægt að hreyfa þá þurfti að tæma þá fyrst. Og þvílík ókjör af öllu mögulegu og algerlega nauðsynjalausu glerdóti sem kom út úr þessum skápum. Mér tókst alltaf að týna svo mörgu þegar ég á árum áður var að flytja á milli íbúða hér í bæ. Sem var nú oft bara gott mál, þá var minna að flytja með í næsta skipti, með örfáum undantekningum að vísu, ég hefði til dæmis viljað eiga hakkavélina mína aðeins lengur
En allt um það, mín óheppni, í öllu þessu skarki hefur mér ekki tekist að brjóta einn einasta glerdraslhlut, sem hefði nefnilega verið allt í lagi. Og það er meira að segja þó það sé föstudagurinn þrettándi í dag
Ég hef alltaf gaman af svona gamalli hjátrú. Ekki labba undir stiga, ekki brjóta spegil, passaðu þig á svarta kettinum og eitthvað fleira sem ég man ekki. Ég hef oft labbað undir stiga, of löt til að taka á mig krók, spegla hef ég brotið í massavís, oft aðeins of fljótfær og mér finnst alltaf gaman að sjá svarta ketti af því að þeir eru svo sjaldgæfir. Það hefur svo sem ýmislegt komið fyrir mig í lífinu, en ekkert sem ég get kennt neinu af þessu um, frekar sjálfri mér í flestum tilvikum. En samt gaman að hafa smá hjátrú með í umræðunni
Eigið góðan dag




Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hlýt að vera óheppin alltaf, ég á kolsvartan kött
! Djöfuls dugnaður er þetta í ykkur fólk, skil þetta ekki, en skemmtið ykkur við þetta
Erna Evudóttir, 13.4.2007 kl. 08:56
Nei, sjáðu til, þú ert svo heppin að eiga kolsvartan kött, af því þeir eru frekar sjaldgæfir
Og þetta með dugnaðinn, það var spurningin um að lýsa stofuna eða fara að taka þunglyndislyf, en við erum duglegri við að smíða en að taka többlur
Jónína Dúadóttir, 13.4.2007 kl. 09:21
Hvað varð um hakkavélina
Birna Dúadóttir, 13.4.2007 kl. 12:22
Hún týndist eða var hent eða kannski var henni bara stolið ?
Gott að geta kennt einhverjum öðrum um, en í þessu tilviki ber ég víst ábyrgðina
Jónína Dúadóttir, 13.4.2007 kl. 19:51
Hmm þú passar upp á að týna ekki Jóa í nýju stofunni
Birna Dúadóttir, 14.4.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.