Ég er frekar andlaus þessa dagana. Upptekin af vinnunni og því að passa að vorið fari ekki fram hjá mér. Í gær heyrði ég fuglasöng hérna uppfrá og það er öruggt merki um vorkomu.
Við höfum verið að planta trjám, sunnan við húsið á landi sem við eigum örugglega ekkert í. Lóðasamningurinn sem fylgdi húsinu er ekkert mjög skilmerkilegur finnst mér. Við erum sögð eiga einn hektara af landi hér í kringum húsið og lóðamörkin eru þarna við gula staurinn og út við lækinn og svei mér ef ekki er miðað við ákveðinn grjóthnullung og símastaur sem er löngu horfinn. Nei, nei, eitthvað af þessu er nú skáldskapur, en samt erum við ekki lengur eins viss um hvar okkar land liggur og hvað aðrir eiga. Við vissum alltaf að ríkið og bærinn eiga landið hér í kring, en það er ekki alveg vitað hvað og hvar og hversu mikið hver á. Nýlega kom svo afkomandi gamla bóndans, sem einu sinni átti allt landið hérna og seldi ríki og bæ megnið af því, og lýsti yfir eignarétti sínum á einhverri spildu hér við húsið okkar. Það er allt í lagi, en einhvernveginn tekst mér ekki að skilja hvar þessi spilda er. Við vorum með plön um að byggja bílskúr alveg upp við húsið okkar, en þessi afkomandi segir að við megum það bara alls ekki. Hm... Við þurfum greinlega að skoða þetta eitthvað betur og ég vil líka endilega komast að því hvort þessi afkomandi á líka lóðina okkar hérna alveg upp við húsið og hvort ég á þá nokkuð að þurfa að slá hana.
Eigið góðan dag í vorinu



Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vorið er komið og grundirnar gróa,það er alveg spurning hvort þú eigir ekki bara að stika kringum húsið þitt og gera svo tilkall til þess.Byggja svo bílskúr og sjá hvað gerist.
Birna Dúadóttir, 14.4.2007 kl. 09:27
Meinarðu svona eins og í eldgamla daga með kvígu í eftirdragi ? Aha, nú er bara málið að finna kvígu sem vill fara með mér út að labba
Jónína Dúadóttir, 14.4.2007 kl. 12:25
Líst vel á þessa hugmynd með beljuna, drífðu í þessu sem fyrst, gætir ábyggilega stækkað lóðina þína helling
Erna Evudóttir, 14.4.2007 kl. 15:53
Muuuu...
Jóhanna Pálmadóttir, 14.4.2007 kl. 19:21
Geturðu ekki dregið á eftir eftir þér köttinn
Birna Dúadóttir, 14.4.2007 kl. 19:59
Hm... mig hefur lengi grunað að þér væri illa við ketti
Jónína Dúadóttir, 14.4.2007 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.