Af slúðri og kjaftasögum

Slúður og kjaftasögur hafa aldrei verið mín sterkasta hlið. Ýmislegt frétti ég nú, bara eins og allir aðrir en ég virðist ekki hafa nógu mikið vit á að láta það berast. Og svo ef það er nú um fólk sem er ekkert nálægt mér og mínu lífi, þá gleymi ég strax sögunni. Ég man þá tíð þegar ég reyndi að segja kjaftasögu í saumaklúbbi sem ég var í fyrir einhverjum áratugum. Ekki nóg með að þær væru allar löngu búnar að heyra söguna, heldur var ég að rugla saman tveimur sögum. Í stað þess að æfa mig nú í listinni, gafst ég upp og hætti. En í gær heyrði ég svolítið djúsí sem mér datt í hug að segja einni systur minni og settist niður og skrifaði henni póst í tryllingi og sagði henni allt sem ég hafði frétt um tiltekna manneskju, sem við báðar þekkjum. Hún sendi mér póst til baka og fannst nú sagan greinilega ekkert voða spennandi og spurði hvort þetta væri einhver sem hún þekkti ! Slúðursnillingurinn ég hafði gleymt að láta nafnið á manneskjunni fylgja og þá vantaði nú eiginlega helminginn af sögunni. Ég læt mér þetta að kenningu verða í bili og tek mér aðra langa pásu í slúðri og kjaftasögum. Mér er nú samt alveg óhætt að segja frá því að veðrið hérna er alveg sæmilegt, 10 stiga hiti og sól annað slagið !  Eigið góðan dag Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Þetta var nú eiginlega alveg snilld hjá þér

Erna Evudóttir, 15.4.2007 kl. 16:22

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já fannst þér það ekki ?

Jónína Dúadóttir, 15.4.2007 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband