Ég kýs auðvitað....?

Það eru að koma kosningar á Íslandi. Ég er svo afskaplega lítið fyrir það að horfa og hlusta á frambjóðendur og það sem þeir/þær hafa fram að færa. Löngu búin að sjá að þetta er allt saman afspyrnu lélegt leikrit. Alltaf sama leikritið, flestir leikararnir að koma fram enn einu sinni, örfáir nýir, en alltaf sami textinn, nenni því ekki. Auðvitað er þarna fólk sem virkilega vill vel og meinar það sem það er að segja. En þar eru á ferð nýgræðingarnir, sem enn sem komið er, eru í þessu af hugsjón og næstum því engu öðru. Hugsjónirnar týnast oftast nær mjög fljótlega, þó vissulega séu til einlægir þingmenn sem ekki virðast hafa misst sjónar á þeim góðu málum sem þeir/þær hafa lagt upp með í upphafi. Þessir þingmenn eru samt sorglega fáir og því miður held ég, í útrýmingarhættu. Hver haldiði að trúi því að það séu bara til minnihlutahópar í vandræðum með að lifa af í velferðar þjóðfélaginu á Íslandi, í nokkar mánuði, fjórða hvert ár ? Hafa það svo ofsalega gott þess á milli ? Korteri fyrir kosningar spretta upp fjögurra ára gamlar rykfallnar setningar hjá frambjóðendum flokkanna sem gætu bent til þess að þeim væri bara alls ekki sama og væri jafnvel hægt að trúa á, ef það væri ekki margsannað að það eina sem gerist er að þeir segja þessar setningar og svo gerist alls ekkert. Leggja þeim aftur og þær bíða í geymslu fram að næstu kosningum. Ég kýs samt alltaf, svona bara eins og til að vera með. Einu sinni kaus ég Jón Baldvin og hans flokk af því að mér fannst Jón Baldvin vera fyndinn og svo kaus ég auðvitað Kvennalistann, af því að ég er líka kona, en það var bara hægt einu sinni. Blessaður Kvennalistinn hvarf nefnilega mjög skyndilega og hefur ekki fundist aftur. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég kýs núna og hvað það verður sem ég legg til grundvallar atkvæði mínu, en ég segi frá því um leið og ég veit það sjálf ! Eigið góðan dag Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sammála þér heillin

Birna Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 19:33

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Sammála tvisvar eða jafnvel þrisvar

Erna Evudóttir, 17.4.2007 kl. 21:13

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þá er ég sem sagt komin með 4 atkvæði  til að nota við að kjósa eitthvað á kjördag

Jónína Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 21:55

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Já notaðu þau vel

Erna Evudóttir, 17.4.2007 kl. 21:57

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Lofa því sko

Jónína Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 22:01

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég veit að þú myndir kjósa Ómar,bara ef þú ættir heima á mölinni,en þess í stað býrðu uppi í fjalli,fjarri mannabyggð.Hmm

Birna Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 22:10

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fjarri hverju ?

Jónína Dúadóttir, 18.4.2007 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband