Það er alveg nauðsynlegt að hafa tilbreytingu í lífinu og ég ætla að vona að ég hætti ekki að hugsa þannig, hversu gömul sem ég verð. Það verður nú samt að vera regla á hlutunum. Það er eins með "hissuna", ég ætla að reyna að halda í hana eins lengi og ég get. Samt er ég ekkert alltaf hrifin af því að láta koma mér á óvart. Undanfarið hef ég nú samt ekki mikið þurft að hafa fyrir því sjálf að sjá mér fyrir tilbreytingu, veðurguðirnir sjá um það fyrir mig. Það er bara ekki sú tilbreyting sem ég vil. Ég er á fullu í vorinu í huganum, en í morgun vaknaði ég með ca 10 cm snjólag út um allar grundir. Ætlar þetta vor aldrei að koma ? Ég geri mér grein fyrir því að ég ætti virkilega að reyna að losa mig við óþolinmæðina, en það gengur skelfilega hægt.
Helst þyrfti ég að gera allt og fá allt gert i gær, þá er það bara búið og hægt að snúa sér að einhverju öðru. En samt er ég ekkert alltaf óþolinmóð. Ég hef nokkuð mikið, líklega stundum allt of mikið, af einhverju sem ég er nokkuð viss um að kallast langlundargeð. Notaði vist allt of mikið af því meðan ég bjó með "mæ ex", en það hefur kannski ekki eingöngu verið langlundargeðið mitt, sem þar stjórnaði ferðinni, en það er nú löngu liðin tíð. Svo er ég búin að vera í sömu vinnunni í rúm 9 ár, að vinna með gömlu fólki og allavegana veiku fólki og þá er ég sko ekki óþolinmóð. Þó ég skilji samt ekki alltaf hvernig ég fer að því að sitja til dæmis og hlusta á sömu gömlu löngu söguna hvað eftir annað og láta eins og ég hafi aldrei heyrt hana áður. Það er samt ekkert erfitt, svo undarlegt sem það er. Hm.....ég er klofinn persónuleiki, hversu gott sem það er nú. Þarf tilbreytingu en samt ekki of mikla, vil halda í hissuna en ekki láta koma mér á óvart og er óþolinmóð með langlundargeð. Ég tala líka við sjálfa mig, skyldi það vera af hinu góða ? " Æi, þegiðu Ninna mín og vertu ekki að þessu væli"! "Þegiðu bara sjálf, ég er ekkert að væla"! Eigið góðan dag
Flokkur: Bloggar | 18.4.2007 | 07:27 (breytt kl. 07:37) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tala líka oft við sjálfa mig, lítur sjálfsagt ekkert vel út í búðinni þegar ég röfla við sjálfa mig á íslensku en skítt með það
Erna Evudóttir, 18.4.2007 kl. 14:13
Sko hissuköst eru bráðnauðsynleg í þessu lífi og líka straxveikin.Svo er það bara þessi gullni meðal vegur,sem allir eru að vitna í..Svo er auðvitað algert "möst" að spjalla við sjálfa sig,enda ekki annað hægt,maður er svo skemmtilegur.Hmm,hver er þessi maður?
Birna Dúadóttir, 18.4.2007 kl. 17:31
Held þú sért að meina hann Einhver sem er alltaf heima hjá mér annaðslagið, hann fer stundum til dyra og svarar í símann líka, fínt að hafa hann
Erna Evudóttir, 18.4.2007 kl. 18:46
Hvaða Einhver Maður ?
Jónína Dúadóttir, 18.4.2007 kl. 19:34
Æ þú veist,þessi ljóshærði með dökka hárið,ca 170 á hæð,frekar lágvaxinn.Franskur,en talar bara dönsku,æ þú veist Einhver
Birna Dúadóttir, 18.4.2007 kl. 23:51
Takk vina, þú klikkar ekki
Jónína Dúadóttir, 19.4.2007 kl. 07:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.