Ég var búin að skrifa slatta hér í morgun, en svo ýtti ég á "vista og birta" Þá fékk ég villumeldingu sem hljóðaði eitthvað á þá leið, að af öryggisástæðum væri ekki hægt að birta þessa færslu og hún er algerlega horfin. Hm..skyldu skrif mín á blogginu varða þjóðaröryggið kannski ?
Nú eru smiðurinn, rafvirkinn og píparinn að fara að halda áfram að vinna hérna í stofunni okkar. Það hljómar svakaleg dýrt að segjast vera með alla þessa hálaunuðu iðnaðarmenn í vinnu og það á frídegi. Mér persónulega finnst miklu flottara að geta sagt frá því að þeir eru allir einn og sami maðurinn
Gistiheimilið okkar er pakkfullt af gestum, þannig að þá er ekki hægt að bora eða smíða eða neitt fyrr en liðið er farið. Ég verð nú að kjafta því að "iðnaðarmennirnir mínir" er ekki alveg sáttur við svona dund, vill drífa í þessu !
Sumar og vetur fraus virkilega saman hér með 8 stiga frosti og snjó yfir öllu,þannig að það ætti þá að verða yndislegt sumar á Fróni. Ég veit alveg að það er ekkert að marka þessa dagsetningu í Almannaki Íslenska Þjóðvinafélagsins eða hver svo sem gefur þetta út, en það kostar ekkert að láta sig dreyma
Ég sit hérna hálfskökk með lyklaborðið á hnjánum í stofunni okkar sem lítur út eins og foreldrarnir hafi farið langt í burtu og verið lengi að heiman frá unglingunum sem svo buðu í mörg partý ! Eigið góðan dag





Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er komið sumar,sól í heiði skín,veturinn er farinn,tilveran er fín,flott veður hér.'Ut um gluggann
Birna Dúadóttir, 19.4.2007 kl. 10:34
Hvernig var svo í foreldralausa partyinu
Birna Dúadóttir, 19.4.2007 kl. 10:46
Og afhverju var mér ekki boðið, er eitthvað einelti í gangi?
Erna Evudóttir, 19.4.2007 kl. 12:54
Hlýtur að hafa verið hrikalegt fjör, íbúðin lítur þannig út
Og Erna mín boðskortið hefur örugglega verið sent með pósthestunum og síðan með árabátnum.......
Jónína Dúadóttir, 19.4.2007 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.