Fólk er stundum "fífl"....

Menntahroki er leiðinda fyrirbæri, sem ég hélt að væri löngu útdautt eða kannski er hann bara að lifna við aftur. Að vera langskólagenginn er ekki það sama og að vera yfir alla hafinn, það þýðir bara að þú ert búinn að vera lengur í skóla en margir aðrir, læra meira og líklega og vonandi, með aðeins betra kaup. En það þýðir ekki að viðkomandi sé á nokkurn hátt betri og flottari manneskja en aðrir. Svakalega finnst mér það hallærislegt þegar farið er að sletta úr öðrum tungumálum, þó það séu alveg til góð og gild og mjög aðgengileg íslensk orð, um sama hlut eða málefni. Ég tek vel eftir málfari fólks, ég var alin upp við það að tala rétt, það skipti mjög miklu máli í mínum uppvexti. Mér finnst sérlega slæmt þegar fólk, sem hefur lært hin og þessi umönnunarstörf, notar ekki íslenskuna sem það á að kunna. Leikskólastjórnandi var eitthvað að tjá sig um sitt svið í sjónvarpinu og talaði um "dóminerandi" hegðun barna. Notar hún sama tungumál við börnin og í fjölmiðlum ? Ef barn sýnir meiri tilburði en önnur til að vilja ráða yfir öðrum, segir hún þá : Palli minn/Gugga mín, viltu nú ekki passa þig að vera ekki alveg svona "dóminerandi "? Hún notaði fleiri svona útlensk "fín orð" í þessu viðtali, ég man ekki eftir fleirum núna. Það var svona alveg á mörkunum að ég, (sem er ekki langskólagengin, en kann íslensku og hrafl í nokkrum öðrum tungumálum líka,)næði að fylgjast með umræðuefninu. Þessi góða kona er eflaust mjög fær á sínu sviði og góð við börnin og allt það, en mér fannst þetta bjánalegt. Ég er alveg tilbúin til að sjá aðeins í gegnum fingur við fólk sem er búið að eyða árum í háskólum í öðrum löndum, lært á öðru tungumáli. En leikskólakennari fær sína menntun í íslenskum háskóla í íslensku umhverfi, býr á Íslandi og á, og getur alveg, talað íslensku um og við börnin okkar. Eigið góðan dag á íslensku, sem og á öðrum tungumálumSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þessir tendensar til að nota annað lingo eru bara alveg out of the blue,i think soEigðu sömuleiðis góðan dag á íslensku

Birna Dúadóttir, 20.4.2007 kl. 12:22

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já akkurat eitthvað svona

Jónína Dúadóttir, 20.4.2007 kl. 12:54

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Já ég tycker alveg the same thing!  En í alvöru ég hélt þetta væri löngu útdautt fyrirbæri á Íslandi!  Mér líkar að vísu ekki alltaf hvernig fólk talar í úpartinu

Erna Evudóttir, 20.4.2007 kl. 18:18

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er ekki nóg að vera langskólagenginn,ef fólk er meðvitundarlaust með því

Birna Dúadóttir, 20.4.2007 kl. 21:17

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ditto! Við eigum langskólagengna systir og hún er sko ekki meðvitundarlaus

Jónína Dúadóttir, 21.4.2007 kl. 08:19

6 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hehehe..va sjov I eruð, jag keder mig ikke hérna!

Jóhanna Pálmadóttir, 21.4.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband