Ég er búin að fá endanlega sönnun þess að veðurguðunum þykir vænna um skíðafólkið en mig. Það byrjaði að ulla niður snjó undir kvöldmat í gær og nú er 20 - 30 cm jafnfallinn snjór yfir öllu og snjóar ennþá. Við erum með svo mikið af spónaplötum og öðru timbri og tilheyrandi, sem bíður eftir að komast í og á veggi og loft í "nýju" stofunni okkar, sem væri ofsalega gott að geta geymt úti, en veðurskilyrðin eru langt frá því að vera hagstæð fyrir timbur. Í íbúðinn okkar er langur gangur, sem er þá notaður sem timburgeymsla og það getur satt að segja verið svolítið erfitt að feta einstigið, sem óhjákvæmilega myndast þegar spónaplöturnar liggja upp við annan vegginn, loftaplöturnar við hinn og lektur og rafmagnsrör prýða gólfið. Gangurinn var alveg orðinn nógu þröngur með allt það sem við úthýstum úr stofunni þegar við byrjuðum á breytingunum. En það lagast vegna þess að smiðurinn/píparinn/rafvirkinn er með eindæmum röskur og ég þarf alltaf að skipa honum í pásur af og til, annars mundi hann aldrei stoppa Átta ára dóttursonur hans var í vinnu hjá okkur dagpart í gær og í fyrradag. Hann er að safna sér fyrir fimleikagalla. Við vorum búin að setja út haug af gömlu veggjaplötunum og hann fékk vinnu við að setja þetta út á kerruna. Hann er bara svona venjulega stærð af átta ára strák og við héldum að hann gæti dundað sér við þetta fram eftir degi. En það var nú öðru nær, hann kom innan hálftíma, var búinn að fylla kerruna og bað um fleiri verkefni. Hann gaf líka nýju gullfiskunum nöfn, af því að honum leist ekkert á nöfnin sem ég var með í huga, Vor og Vetur eða Sumar og Haust, hann er kurteis ungur maður og sagði ekki að þetta væri hallærislegt, en það leyndi sér alls ekki
Hann var alveg viss um að gullfiskarnir yrðu ekki sáttir við að heita þetta og fannst fínt að sá appelsínuguli fengi nafnið Sindri og hinn fékk nafnið Pétur. Af hverju veit ég ekki, en ég er sátt
Eigið góðan dag og fetið öll einstigi varlega
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á skíðum skemmti ég mér trallallalla,er þetta ekki bara spurning um að bregða sér ofar í fjallið og renna sér heim?Dúlla þessi strákur sem er í vinnu hjá þér
Birna Dúadóttir, 21.4.2007 kl. 09:25
Er þetta ekki barnaþrælkun?
Fíla Sindra og Pétur, hefur kötturinn engan áhuga á þeim?
Erna Evudóttir, 21.4.2007 kl. 18:52
Um leið og þú ferð á skíði Birna mín, skal ég koma með þér
Jú það má víst kalla þetta barnaþrælkun, barnið þrælaði mér út við að finna alltaf eitthvað meira handa því að gera
Kötturinn okkar er alltof latur til að nenna upp á borðið hjá fiskunum
Jónína Dúadóttir, 21.4.2007 kl. 19:57
Ekki málið,ég skelli mér á skíði með þér í sumar,bara að nefna það
Gegndu barninu
Birna Dúadóttir, 21.4.2007 kl. 20:57
Eeeeeh ok
Jónína Dúadóttir, 22.4.2007 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.