Heimilishjálpin mín er stungin af og ég er ekkert hissa, mér dettur reyndar sjálfri í hug annað slagið að taka hreinlega til fótanna, hér er allt á kafi í ryki og hinum ýmsustu tegundum af skít og drasli. Ég setti ryksuguna þá bara sjálf í gang í gær, langt síðan það hefur gerst og varla að ég kunni að nota hana. Við erum búin að setja á veggina okkar þær plötur sem hægt er í bili, getum ekki klárað alveg, af því að nýji glugginn okkar, sem á að koma á einn vegginn, kemur ekki fyrr en 8.júní, alla leið frá Eistlandi. Gluggapöntunin okkar lá í skjalabunka í 3 vikur áður en hún fór í vinnslu, sá búnki var á skrifborði hjá íslenskum aðila, hann kann kannski ekki nóg í eistnesku greiið. Agalegt að þurfa að bíða svona lengi, en við getum líklega klárað samt loft og gólf. Núna er rafvirkinn á fullu að draga í rör og tengja dósir bæði fyrir rofa og innstungur og ljós og sjónvarpið og símann, allar þær leiðslur sem eru búnar að skreyta stofugólfið okkar allt of lengi eru núna komnar inn í veggi í rörum. Nú er þetta ekki lengur eins og hjá vitleysingum, þetta er að verða eins og hjá nokkurnveginn eðlilegu fólki í tiltölulega eðlilegu húsi. Ný vinnuvika á morgun með bæði dag og kvöldvinnu og mikið pantað í gistiheimilinu og svo kíki ég líka á sumarbústað fyrir tengdadóttur mína. Hún og sonur minn eiga og reka gistiheimili og bústaði, en hún er núna í Sviss með erfingjann að heimsækja foreldra sína, þannig að ég hleyp aðeins undir bagga og svo handlang þess á milli. Eins og til dæmis núna, þetta eru eiginlega hálfgerðar þrælabúðir hérna ! Eigið góðan og blessaðan dag
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmm vinntu bara og vinntu
Birna Dúadóttir, 22.4.2007 kl. 14:15
Voðalega helst ykkur systrunum illa á fólki, eru þið svona voðalegir þrælahaldarar eða?
Erna Evudóttir, 22.4.2007 kl. 17:55
Hálfgerðar brussur eiginlega
Jónína Dúadóttir, 22.4.2007 kl. 17:58
Þið kannski borgið bara svona illa! Mín síðasta var pólsk og hætti bara afþví að foreldrar hennar hættu að borga fyrir hana leiguna
Erna Evudóttir, 22.4.2007 kl. 18:04
Aha nískupúkar, það erum við
Jónína Dúadóttir, 22.4.2007 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.