Í bílunum eða býlunum ?

Þegar ég er í stórmarkaði og er að flýta mér, þá vel ég alltaf vitlausa kassann til að fara á. Þykist ævinlega geta séð út með mínu mikla hyggjuviti á hvaða kassa er fljótlegast að fara og það klikkar í 95% tilvika. Mér tekst langoftast að velja kassann þar sem posinn frís eða þar sem gamla konan með hálftómu körfuna er með útrunnið kort eða þann þar sem afgreiðslustelpan trítlar í illþolandi rólegheitum til að finna út verðið á sperlum, fyrir manninn næst á undan mér, og spjallar aðeins við bestu vinkonu sína í leiðinni. Borgar sig ekki að fara í röð á eftir mér Cool Á kjördag, förum við alltaf saman að kjósa, besta vinkona mín og ég. Það er föst hefð fyrir því og hvernig svo sem allt veltur í veröldinni, er það fastur punktur. Fyrst eftir að við fluttum hingað uppeftir og við vinkonurnar fórum á kjörstað, þá vissi ég ekki hvaða kjördeild ég tilheyrði, þannig að við fórum að upplýsingaborðinu og hittum þar konu, sem sagði mér að ég ætti að kjósa þarna úti í bílunum og ég sá ekki betur en að hún benti í áttina að bílaplaninu fyrir utan. Ha ? ShockingÉg sá sjálfa mig fyrir mér, klöngrast upp í gamlan Rússa eða Landrover ´74 eða með heppni smárútu, úti á bílaplani til að fá að kjósa. Ég er nú ekki oft kjaftstopp en þarna vissi ég ekki alveg hvað ég átti að segja. Ok, ég flutti áleiðis upp í fjall, en það þurfti nú ekki að setja mig alveg svona mikið út úr samt. Ég segi ekki að ég væri kannski ennþá vafrandi úti á bílaplaninu við Glerárskólann, til að finna kjörklefann minn, en það er gott að eiga góða vinkonu. Hún fattaði það langt á undan mér, enda minn viskubrunnur, að það er ekki það sama, að kjósa í bílunum eða býlunum. Við heyrðum nefnilega ekki hvort konan sagði ufsilon eða einfalt í, þegar hún var að leiðbeina okkur. Við hérna uppfrá tilheyrum kjördeild býlanna umhverfis Slow town, en ekki bílanna á planinu við Glerárskóla. Síðan þá passar hún uppá mig á kjördag, að ég sé með á hreinu muninn á býlum og bílum! Eigið góðan dagSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Erna Evudóttir, 23.4.2007 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband