Að standa við stóru orðin eða sleppa þeim ?

Einhver maður stal úr búð, vörum fyrir rúmar 5 þúsund krónur og fær 3 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir það. Eitthvað var hann líka búinn að brjóta af sér áður og það varð til að þyngja dóminn eitthvað. OK, hann á ekki að stela úr búðum og það er allt í lagi að refsa honum fyrir það með fangelsisvist, ef hann fattar það ekki öðruvísi. Einhver annar maður misnotar kynferðislega, lítið barn og fær svipaðan dóm og í sumum tilvikum bara skilorðsbundinn dóm eða jafnvel af einhverjum fáránlegum ástæðum, bara alls enga refsingu. Af hverju ? Fórnarlambið í búðarhnuplsmálinu er stór verslunarkeðja, sem tapar peningum, fórnarlambið í kynferðisbrotamálinu er lítið barn, sem tapar geðheilsunni. Eru þessi tvö fórnarlömb og afleiðingar þessara tveggja glæpa á þau, lögð að jöfnu, í okkar vel menntaða og upplýsta velferðarþjóðfélagi ? Er geðheilsa lítils barns, lögð að jöfnu við 5 þúsund króna búðarhnupl ? Ég er búin að fá upp í háls af fagurgala allra frambjóðendanna þessa dagana, eins og alltaf gerist með mig, fjórða hvert ár. Alveg sama hver talar og fyrir hvaða flokk, allir vilja það sama og rifrildið gengur einungis út á það, hvaða aðferðir á að nota. Hvaða andsk.... máli skiptir það, hvaða leið er farin til að gera alla þessa góðu hluti, sem allir þessir góðu frambjóðendur segjast vilja gera ? Er ekki komið að því að fara að framkvæma eitthvað af þessu öllu ? Annað hvort að standa við öll stóru orðin eða hafa vit á að sleppa þeim ? Ég hef ekki heyrt einn einasta frambjóðanda tala um dómskerfið í þessu landi, enginn flokkur virðist hafa neinn áhuga á að breyta einhverju í þeim málum. Ég mundi kjósa þann flokk, hvar er hann ? Eigið góðan dag Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Rétt hjá þér, verst að það eru svo fáir sem eru í stjórnmálum sem virðast hafa eitthvað í höfðinu

Erna Evudóttir, 24.4.2007 kl. 17:12

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm djókið í þessu öllu er að það getur hvaða fífl sem er boðið sig fram,svo er bara kjafta okkur út í rokið.Afskaplega lítið ekta í þessum málum.Það eru fáir sem þora að rífa sig upp á rassg...og hrista upp í hlutunum.

Birna Dúadóttir, 24.4.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband