Ég sat dálitla stund áðan og horfði á gullfiskana mína, það er svo róandi. Það er ein lítil græn planta niðri í kúlunni hjá þeim og þeir eru svo sáttir. Bara að synda hring, eftir hring, eftir hring og alltaf sjá þeir eitthvað nýtt, það er nefnilega ein lítil græn planta niðri í búrinu hjá þeim..... Það hefur aldrei talist til neinna sérstakra gullhamra, að segja að einhver hafi gullfiskaminni. En svei mér, ef það er ekki bara eitthvað til í því, þó það hljómi í raun frekar einfeldningslega, að setja það út úr sér. Það er í alvöru til fólk sem kemur fram, eins og það hafi minni á við lítinn gullfisk. Ég heyrði viðtal við einn frambjóðanda á Bylgjunni í gær. Ég veit, eins og öll þjóðin veit líka, að hann stal og var settur í fangelsi fyrir það. En þessi ágæti maður virðist einn af þeim sem er með ósvikið gullfiskaminni og það sem verra er, hann virðist álíta og bara ætlast til, að allir aðrir hafi það líka. Bylgjumenn voru að spyrja hann útí framboðsfundi og tengd mál og svo kom spurningin sem ég beið eftir : "Ert þú eitthvað spurður um fortíð þína, á þessum fundum"? Áðurnefndur frambjóðandi vildi ekki kannast við að hann hefði neina fortíð, sem spyrjandi væri um og hvort spyrillinn hefði ekki bara einhverja fortíð, sem þyrfti að spyrja hann útí. Sókn er besta vörnin ? Það væri kannski hægt að bera einhverja smá virðingu fyrir þessum manni ef hann kæmi bara heiðarlega fram og alla vega þættist sjá eftir einhverju, sem hann hefði gert. Nei, aldeilis hreint alls ekki, hann gerði tæknileg mistök, eins og frægt er orðið, sagðist meira að segja hafa tekið á sig sök fyrir aðra líka og svo lætur hann eins og ekkert hafi nokkurn tímann gerst. Ég veit að hann fékk uppreisn æru, en ég veit líka að það er bara skrípaleikur á blaði og hef aldrei skilið af hverju er verið að púkka upp á þennan gæja. Hann hlýtur að geta fengið vinnu einhversstaðar annarsstaðar en á hinu háa Alþingi Íslendinga ! Ég vona það sannarlega. Ég sat dálitla stund áðan og horfði á gullfiskana mína........... Eigið góðan dag

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála, hefuru séð "listaverkin" eftir hann, þeas steinahrúgurnar sem eru útumallt á Reykjanesinu? Jafn fáranlegt og allt í sambandi við hann!
Erna Evudóttir, 25.4.2007 kl. 08:48
Obobbobb,mamamamaður skyldi nú átta sig á því að einhvers staðar verður svona fólk að eiga sér samastað.Og þá virðist það helst vera á okkar virðulega Alþingi sem það fær inni.Það er nefnilega ekki öllum treyst fyrir því að vinna í fiski,gætu gert tæknileg mistök,áttum okkur á því.Viðkomandi tilheyrir reyndar Gullfiskaflokknum,synda,synda,úbbs synti ég á glerið,úbbs synti ég á glerið
Birna Dúadóttir, 25.4.2007 kl. 12:16
Núna vitum við hvaða flokk Birna kýs, Gullfiskaflokkinn
Erna Evudóttir, 25.4.2007 kl. 12:32
AAAAAAldrei i livet,uss skyrið ætlaði upp,segðu þetta ekki kona
Birna Dúadóttir, 25.4.2007 kl. 12:34
Það eru þrír gullfiskar heima hjá mér,gætu heitið Halli,Kalli og Bimbó.Sá fjórði dó úr einhverju,hann hét pottþétt Sigurður Jón Magnússon
Birna Dúadóttir, 26.4.2007 kl. 07:27
Auðvitað hét hann það
Jónína Dúadóttir, 26.4.2007 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.