Fyrir nokkrum árum átti ég þess kost á að komast á örorkubætur. Fór í eina aðgerð á ári, í 3 ár og var eiginlega orðin talsvert rýr, bæði andlega og líkamlega eftir það. Nógu vesældarleg til þess, að læknir bauðst til að koma mér á örorku. Ég hugsaði mig ekkert um, áður en ég afþakkaði, en hann skyldi þetta ekki alveg og endurtók boðið, en aftur nei takk. Ég gat alveg unnið og ég get það og ég geri það. Mér hefur stundum dottið þetta í hug, þegar ég verð vör við það hvað sumir öryrkjar hafa það gott. Af því að það er til, ég veit það. Venjulegt fólk, sem var í venjulegum vinnum áður en það varð öryrkjar, veitir sér allt sem hugurinn girnist og fer létt með það. Og við hin, venjulegt fólk í venjulegum vinnum, erum sveitt við að reyna að gera hið sama og gengur misvel. Í nokkur ár var ég einstæð móðir, töluvert skuldsett vegna nýgenginna sambúðarslita, bjó í leiguíbúð, átti gamlan bíl sem gekk alltaf af því að ég átti góða vini, vann á 2 stöðum og við höfðum það bara ágætt. Ég var að vísu ekki úti á lífinu, fór ekki í utanlandsferðir og átti ekki leðursófasett og flott föt, en ég stóð við mitt og okkur leið vel. Á næstu hæð fyrir neðan í blokkinni, bjó einstæð móðir á örorkubótum. Hún leigði íbúð hjá bænum, átti ársgamlan bíl, svakalega flott húsgögn, var alltaf svo smart í tauinu, fór til sólarlanda minnst einu sinni á ári, átti árskort í líkamsrækt og var verulega virk í samkvæmislífinu. Börnin hennar voru vel haldin og áttu allt sem börn langaði að eiga. Þá vann ég stundum á vegum Féló og þurfti af og til að fara þangað í sambandi við vinnuna og oftar en ekki hitti ég þessa ágætu stúlku þar. Hún var ekkert að liggja á þvi við mig að hún hefði verið þarna að ná sér í peninga, fyrir hinu og þessu og virtist fara létt með það. Á móti þekkti ég líka öryrkja sem þurftu á því að halda að fá peninga einhversstaðar að, en hefðu frekar dottið niður dauðir, en að leita til Féló. Það virðist vera ákveðin listgrein að "kunna á kerfið". Jæja, ég kann það ekki og ég hef engan áhuga á að læra á það og sem betur fer er ég ekki ein um að hugsa þannig. Gangið glöð inn í góðan dag

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill, gott að kunna ekki á kerfið, held manni líði best með því, maður týnir allavega ekki sjálfsvirðingunni
Erna Evudóttir, 26.4.2007 kl. 09:23
Sammála ykkur vænurnar,heillirnar
Birna Dúadóttir, 26.4.2007 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.