Við erum búin að ná þeim áfanga hérna í fjallakofanum, að klára að setja upp í loftið í stofunni okkar. Þvílíkur munur ! Núna verður gert smá hlé, í bígerð er að spúsi minn fari í kvöld austur á Vopnafjörð að heimsækja lítinn sonarson, sem á afmæli á morgun. Ég er að vinna þessa helgi í kvöldvinnunni minni og svo er gistiheimilið fullbókað líka, þannig að í fyrsta skipti er honum sleppt einum í fjölskylduheimsókn af þessu tagi. En eins og konan ( Birna systir) sagði og frægt er orðið: Vinntu bara og vinntu !
Veðurspáin fyrir helgina hljóðar uppá sumar, einfalt mál. Það er ekki mánuður, síðan ég kom úr 3 mánaða veikindafríi og strax farin að þrá sumarfríið mitt. Ég er að reyna að ímynda mér að það sé bara vegna þess að sumarið er að koma, en ég trúi því ekki einu sinni sjálf, hvað þá að ég reyni að telja einhverjum öðrum trú um það. Ég er bara svona löt og nenni ekki að vinna.
Það er líka svo svakalega margt og mikið sem mig langar að gera hérna í fjallakofanum okkar, en svo lítill tími til að sinna því, fyrir vinnum. En þetta lagast auðvitað með hækkandi sól, það lagast alltaf allt með hækkandi sól og mér finnst líka (næstum því) allt fallegt í sól og sumri. Og áður en ég veit af er ég komin í 6 vikna sumarfríið mitt, sem ég er að vísu ekki ennþá búin að ákveða hvenær verður. Jú, tek allavega eina viku í ágúst til að fara út til hennar Kötu minnar, ég er nú með það á hreinu ! Núna skrepp ég smá út í sólina og arka svo upp í gistiheimili og fer að græja það fyrir gestina sem streyma að í kvöld. Gangið glöð inn í góðan dag, það geri ég líka



Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 173237
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins gott að þú ert ekki sænsk, hér eru flestir búnir að ákveða hvenær og hvert þeir ætla í sumarfrí fram til 2010
! Það finnst mér nú ekki sérlega spennandi en þetta virkar fyrir marga hér!
Erna Evudóttir, 27.4.2007 kl. 07:43
Láttu mig vita hvenær þú skreppur til Kötu, gæti dottið í hug að skreppa til vinkonu minnar í í sama bæ á sama tíma
Væri gaman að hitta bæði þig og stelpurnar 
Jóhanna Pálmadóttir, 28.4.2007 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.