Dagur ellefu punktur

......ég sit hérna í drullu og drasli upp fyrir haus og íbúðin er rústir einar. Smá afbökun úr uppáhalds jólalaginu mínu, Skrámur skrifar jólasveininum. Klukkan er rétt um sjö á laugardagsmorgni og allt alveg ofsalega hljótt allsstaðar. Fáir sveimi á þessum tíma, nema auðvitað fólk sem vinnur vaktavinnur og svo kannski einstaka partýljón á heimleið eftir ævintýri næturinnar. Ég fer alltaf snemma á fætur og mér er alveg sama hvort það er um helgi eða virkan dag. Að sofa út um helgar, er mjög í uppáhaldi hjá langflestum og ég hef ekkert út á það að setja, en fyrir mitt leiti, fatta ég það ekki alveg. Ég vakna alltaf, þegar ég er búin að sofa út og þá skiptir það mig engu máli hvað klukkan er eða hvað dagurinn heitir. Mér finnst, eins og flestum öðrum, gott að hafa frí í vinnunni um helgar,( þegar það gerist), en þá vil ég líka vera vakandi og njóta þess. Ekki sofa það af mér. Ég þekki engan sem finnst vera vottur af viti í þessu og vinir og ættingjar vilja ekkert af mér vita á þessum tímum sólarhringsins, skiljanlega kannski. Ég er, svona í laumi, alltaf að bíða eftir einum alveg sérstökum degi í lífi mínu. Það er dagurinn þegar ég vakna og er búin að sofa út þó klukkan sé kannski bara hálf sjö á laugardagsmorgni og get séð fram á það, að það er akkúrat ekkert sem ég þarf að gera þann daginn. Þessi dagur er ekki kominn ennþá, held ég, en það læðist stundum að mér grunur um, að hann hafi farið framhjá mér. Þá er hentugt að hafa góðan skammt af gullfiskaminni og ég held bara áfram að bíða eftir einum sérstökum degi í lífi mínu, það er dagurinn sem ég vakna.......  Eigið góðan dag, hvort sem er vakandi eða sofandi Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þinn tími mun koma

Birna Dúadóttir, 28.4.2007 kl. 10:41

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég næ lítið að tjá mig,helv... sambandsleysiljóta net

Birna Dúadóttir, 28.4.2007 kl. 10:45

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Pollýanna Goldfish lifir í voninni

Jónína Dúadóttir, 28.4.2007 kl. 10:47

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Svoooooooooooo sammmmmmmmmmmála

Erna Evudóttir, 28.4.2007 kl. 13:46

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Pollyanna er flutt út tímabundið hjá mér,samningaviðræður á jafnréttisgrundvelli í farveginum

Birna Dúadóttir, 28.4.2007 kl. 15:40

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Koma einhverjir fleiri að viðræðunum?

Jónína Dúadóttir, 29.4.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband