Það er 20 stiga hiti, í forsælu !
Æðislegt veður og frábær þurrkur fyrir þvottinn frá svo sem eins og einu gistiheimili eða svo. Ég er búin að losa mig við alla gestina, líka risastóru randafluguna sem álpaðist í asnaskap sínum, inn til mín. Þetta hljómar grunsamlega líkt því að ég hafi drepið gestina, en það er ekki svo slæmt, ég drap bara fluguna, gestirnir keyrðu alveg sprellilifandi í burtu á bílunum sínum hérna áðan. Ég ætla að gera eins lítið og ég kemst upp með i dag, bara þvo þvott og fara að vinna klukkan 5. Síðasta kvöldvaktin í heila viku.
Bara njóta vorsins, sem virðist loksins vera komið í öllu sínu veldi. Ég er búin að vera að lýsa yfir vorkomu á hverjum einasta degi í margar vikur og var virkilega farið að líta út fyrir að það væri alls ekkert mark takandi á mér, en það hlaut að koma að því að ég hefði rétt fyrir mér. Alveg eins og ég get alltaf sagt rétt til um hvað ólétt kona gengur með, það er alltaf annað hvort strákur eða stelpa. Það er til svo mikið af svartsýnu fólki, sem virðist fá eitthvað út úr því að hrella mig með því að það komi örugglega hret í maí. Hvers vegna í ósköpunum að hafa áhyggjur af því núna ? Af hverju ekki að njóta góða veðursins í dag og hafa áhyggjur af hreti þegar og ef það þá kemur ? Skil ekki svona, dagurinn í dag er til að njóta hans í dag ! Það ætla ég að gera og vona allir aðrir eigi líka svakalega góðan dag



Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.