Mér hefur svo oft verið sagt að ég sé femínisti og það hefur ekki verið meint sem hrós, frekar sem skammaryrði og það hefur komið frá karlmönnum, sem burðast þá með sorglega lítinn skammt af sjálfsmati og allt of stóran skammt af minnimáttarkennd, það segir sig sjálft. Endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér, en einhvernveginn finnst mér það liggja í hlutarins eðli að kvenmaður sé femínisti, standi með sjálfri sér og sínu kyni. Eða er ég að einfalda þetta um of, kannski það, ég veit að mér hættir oft til þess. En eins og ég skil það, þá er sem sagt verið að skamma mig fyrir að vera kvenmaður. Svolítið skondi í rauninni, þó heimskulegt sé, aldrei hefur mér dottið í hug að skamma einhvern karlmann fyrir það eitt, að vera karlmaður. Ég þarf ekkert að nota það, enginn vandi að finna eitthvað allt annað, ef mig á annað borð langar til að skammast Ég hef aldrei upplifað sjálfa mig sem feminista eða kvenréttindakonu eða neitt í þá áttina. Frekar að mér finnst bara, að rétt eigi að vera rétt og það eigi alltaf að hafa mannréttindi í fyrsta, öðru og þriðja sæti, í öllu, út lífið. Sama á hvað aldri fólk er, af hvaða kyni og hvernig svo sem það er á litinn. Gamall vinur minn, hélt því einu sinni fram við mig, hann var bláedrú og trúði virkilega því sem hann var að segja, að konur gætu alls ekki lært að vinna á veghefli. Ég var nú aldeilis alls ekki sammála því og vildi fá almennileg rök fyrir þessari fullyrðingu. Ég man nú ekki lengur rökin í smáatriðum, en eitthvað talaði hann um of marga takka. Þegar dóninn ég vildi fá að vita hvaða takki það væri þá, sem þyrfti að stjórna með typpinu, gafst hann upp. Jú, sjálfsagt er ég femínisti, þó ég vilji aldrei láta stimpla mig með neinu svoleiðis
Eigið skemmtilegan "baráttu" dag, í öllu því góða, sem þið eruð að berjast fyrir í lífinu
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 173236
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Cool hjá þér,annars er ég nú bara að berjast við að vakna þessa stundina.Og ætla að vinna eins lítið og ég get í dag
Birna Dúadóttir, 1.5.2007 kl. 11:23
Ég barðist nú bara við að fara með 5 krakka niður til Jönköping til Jóku og það var voða gaman, komum heim seint og allir sofnaðir! Og mér finnst bara fínt að vera kölluð femínisti, stofnum bara klúbb
Erna Evudóttir, 1.5.2007 kl. 20:39
Líst vel á það, stofnfundur i fjallakofanum mínum seinnipartinn í júní
Jónína Dúadóttir, 1.5.2007 kl. 21:09
Þið fáið mig ekki með í það,nó vei hósei
Birna Dúadóttir, 1.5.2007 kl. 23:53
Ok Birna þú mátt vera formaðurinn
Erna Evudóttir, 2.5.2007 kl. 06:16
Þetta er náttulega kúgun af hennar hálfu, en ok, ég samþykki að hún verði formaðurinn
Jónína Dúadóttir, 2.5.2007 kl. 06:22
En ég!?
Jóhanna Pálmadóttir, 2.5.2007 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.