Góða veðrið er að ganga frá okkur hérna, en það er nú að verða búið í bili. Ég sá það haft eftir uppáhalds veðurfræðingnum mínum að "hitinn á að kólna". Allur gróður er kominn svo vel á veg hérna í fjallinu, en það er víst engin hætta með hann þó það fari niður í 2 stiga hita, segja þeir. Vona bara að það sé rétt. Ég keypti mér útirós í potti í hittifyrra, þá var hún lifandi. Í fyrra vor lifnaði hún við á réttum tíma, en svo kom hret í maí og hún dó og hefur ekki sýnt nein lífsmörk síðan. Það er ekki einleikið hvað ég á erfitt með að halda lífi í rós í potti hérna. Þetta er sem sagt ekki fyrsta útirósin, sem gefur upp öndina eftir að hafa flutt hingað uppeftir til mín. Passa mig samt alltaf á að kaupa þær, sem eru fæddar og uppaldar hátt uppi í fjöllum á Suðurskautslandinu, en það dugar ekki til. Mér tekst ekki að hafa hér rauðar rósir, bara dauðar rósir. En, haldiði ekki að blessunin hún Pollýanna Goldfish sé bara búin að ákveða að fara í fyllingu tímans, fram í Gróðrarstöð og kaupa sér útirós í potti Við erum núna að fara að undirbúa það, að leggja parkettið á stofugólfið okkar. Það þarf fyrst að brjóta upp helminginn af gólfinu, af því að það er svo mishæðótt. Þetta var nefnilega gert sem hlöðugólf í upphafi og heyinu var víst alveg sama þó gólfið væri ekki alveg slétt. En okkur er ekki sama og það þýðir að við þurfum einhverskonar brotvél og vesen og steinryk og hávaða og læti, áður en við verðum ánægð. Sófinn okkar, 7 sæta leðurhornsófi, er núna til heimilis uppi á gistiheimilinu og verður þar til frambúðar. Við ætlum að fá okkur miklu minni sófa, en núna erum við með 2 sólstóla fyrir framan sjónvarpið, það er útilegufílingur í heimsklassa
Eigið góðan dag
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og svo þegar "hitinn fer að kólna" skríðið þið bara í svefnpoka upp í sólstólana ykkar!
Jóhanna Pálmadóttir, 2.5.2007 kl. 09:15
Hvað annað getum við gert ? Við erum búin að taka þá úr vetrargeymslunni
Jónína Dúadóttir, 2.5.2007 kl. 15:22
Ninna mín,er ekki soldið þunnt loftið þarna uppí frá,arg ég mátti til
Birna Dúadóttir, 2.5.2007 kl. 23:00
Jónína Dúadóttir, 3.5.2007 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.