Hreingerningar og aftur hreingerningar...

Það er alveg sama hvað ég hendi út miklu af rusli, það er alltaf nóg eftir samt ! Og alveg sama hvort það er úr húsinu hérna eða úr sjálfri mér. Ég var að ergja mig í morgun út af yfirmanni í vinnunni minni, þó ég viti að það hefur enga þýðingu, enda stóð það ekki lengi. En nóg til þess að ég missti mig aðeins út í það og ég sem stóð í þeirri meiningu að ég legði mig ekki niður við svoleiðis lagað lengur. Þóttist vera búin að henda öllu því rusli út fyrir löngu, en ég hef þá líklega ekki kíkt nógu vel inn í alla skápa. En það er alltaf hægt að gera betur og þrífa aðeins lengra út í hornin. Svakalega er þetta nú djúpt svona í morgunsáriðCool Það er sól úti og kominn maí og Andrea tengdadóttir mín og Linda sonardóttir mín, eru komnar heim aftur frá Sviss, úr 2 vikna heimsókn hjá foreldrum Andreu. Þær eru að detta hérna inn úr dyrunum og ég ætla að reyna að koma í veg fyrir að þær fari úr útiskónum, hér inni er nefnilega ekki fært öðrum en vel stígvéluðu fólki, þessa dagana Tounge "Verst" að sú stutta er svo vel upp alin að hún fer alltaf í inniskóna, sem hún á hjá ömmunni og tekur ekkert annað í mál. Það er hægt að kvarta yfir öllu Grin Eigið góðan dag Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Polly Polly Polly,þú ert flottust

Birna Dúadóttir, 3.5.2007 kl. 10:01

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Go Polly

Erna Evudóttir, 3.5.2007 kl. 11:08

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þið eruð alveg mátulega ruglaðar elskurnar mínar

Jónína Dúadóttir, 4.5.2007 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband